Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 11

Andvari - 01.01.2010, Síða 11
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 9 sem fyrst verði efnt til íslensks sjónvarps á vegum Ríkisútvarpsins,“ eins og í erindisbréfi hennar segir. Formaður var skipaður Benedikt Gröndal, en með honum sátu í nefndinni aðrir fulltrúar í útvarpsráði og Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri. Nefndin var nýtekin til starfa þegar á ný blossuðu upp deilur um Kefla- víkursjónvarpið á Alþingi. Stjórnarandstæðingum leist ekki á að íslenska sjónvarpið myndi hefja starfsemi sína sem lítilfjörleg viðbót við Keflavíkur- stöðina. „Ég býst við,“ sagði Gils Guðmundsson, „að ýmsir mundu þá segja: Annaðhvort ekkert sjónvarp eða íslenskt sjónvarp eingöngu.“ Benedikt Gröndal kvaddi sér hljóðs í umræðunni eins og jafnan þegar sjónvarp bar á góma. Hann fagnaði áhuganum á íslenska sjónvarpinu. Sagði hann að þeir sem andvígir væru ríkjandi utanríkisstefnu hefðu gagnrýnt sig fyrir að nota Keflavíkursjónvarpið til að ýta sjónvarpinu að Islendingum fyrir tímann. Hann hefði ekkert á móti því að nota tilveru Keflavíkur- stöðvarinnar til að hraða því að íslendingar kæmu sínum eigin sjónvarps- málum fram. Hann sagðist andmæla því að andstæðingar utanríkisstefnunn- ar reyni „að nota hið ófædda íslenska sjónvarp sjálfum sér til framdráttar í baráttu gegn utanríkisstefnunni. Áður en byrjað er á íslensku sjónvarpi er reynt að gera það að aðalatriði hvað verður um Keflavíkurstöðina.“ Benedikt biður menn að halda þessum málum aðgreindum, ráðast ekki á nýja menningargrein svo snemma eða reyna að hagnýta sér hana á óeðlileg- an hátt, gera íslenska sjónvarpinu ekki þann óleik að nota Keflavíkurmálið sem átyllu til að stöðva eðlilega þróun íslensks sjónvarps. Þá gat hann þess að Keflavíkursjónvarpið myndi flýta íslensku sjónvarpi, líklega í 2-4 ár, og reyndist það áreiðanlega rétt. Hvað sem leið deilum um utanríkisstefnuna og setu bandaríska hersins í landinu voru menn afar uggandi vegna menningarlegra áhrifa sjónvarpsins á Keflavíkurvelli. Vildu því margir sem fyrr láta binda það við herstöðina eina. Sextíu þjóðkunnir forustumenn í menningarlífi þjóðarinnar skoruðu 13. mars 1964 á Alþingi að gera svo. Töldu þeir það „vansæmandi fyrir íslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð, að heimila einni erlendri þjóð að reka hér á landi sjónvarpsstöð, er nái til meirihluta landsmanna. Með stofnun og rekstri íslenzks sjónvarps teljum vér, að ráðizt sé í svo fjárfrekt og vandasamt fyrir- tæki með örfámennri þjóð, að nauðsynlegt sé, að það mál fái þróazt í sam- ræmi við vilja og getu þjóðarinnar, án þess að knúið sé fram með óeðlilegum hætti." (Þórhallur Vilmundarson: íslenzk menningarhelgi, 1964, 10-11) Ávarp sextíumenninga olli miklum deilum og myndi nú á dögum víst talið til forræðishyggju sem þykir illa sæma. En auðvitað urðu þau tvö mál sem Benedikt Gröndal vildi halda aðgreindum, stofnun íslensks sjónvarjis og starfsemi Keflavíkurstöðvarinnar, ekki með góðu móti sundur skilin. Ur því að hernum var leyft að reka sjónvarp sem náði til meirihluta þjóðarinnar, gat
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.