Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 15

Andvari - 01.01.2010, Síða 15
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Björn Ólafsson Þriðjudagskvöldið 15. desember 1942 flaug sú frétt um alla Reykjavík, að ríkisstjóri íslands, Sveinn Björnsson, hefði skipað utanþingsstjórn eftir mánaðarþóf á Alþingi. Dr. Björn Þórðarson, lögmaður í Reykjavík, ætti að vera forsætisráðherra, en meðal ráðherranna yrði Björn Ólafsson, stórkaupmaður og iðnrekandi, sem þá var 47 ára að aldri. Gömul kona á Seltjarnarnesi sló sér á lær við þessi tíðindi og sagði: „Guð hjálpi mér! Er hann Bjössi mjólkurpóstur ekki orðinn ráðherra!“ Björn hafði í æsku borið mjólk í hús á Seltjarnarnesi.1 Þetta kvöld hringdi síminn hjá hinum verðandi forsætisráðherra, dr. Birni Þórðarsyni. Konurödd sagði: „Ég óska yður til hamingju. Ég þekki ekki hina, en Björn Ólafsson er með yður. Hann er nú svona og svona. Hann dansar nú ekki eftir allra pípu.“2 Hver var þessi maður, sem hafði náð svo óvæntum og skjótum frama? Hvað olli því, að hann gat dansað eftir eigin pípu, en ekki annarra? 1. Björn Ólafsson fæddist á Akranesi 26. nóvember 1895. Faðir hans var Guðmundur Guðni Ólafsson útvegsbóndi þar, sonur Ólafs Guðmundssonar, bónda í Einarsnesi í Borgarhreppi Guðmundssonar og konu hans, Guðríðar Guðnadóttur. Ólafur í Éinarsnesi var sonur Guðmundar Teitssonar, vefara í Reykjavík. Saga Guðmundar sýnir hina þröngu kosti, sem íslendingar bjuggu enn við á ofanverðri nítj- ándu öld. Hann fæddist 5. nóvember 1852. Þegar hann var vinnumaður í Sjóbúð 1880, 28 ára að aldri, kynntist hann vinnukonu þar, Oddfríði Þorleifsdóttur, sem var tveimur árum yngri, og gekk að eiga hana haustið 1880, skömmu áður en hún ól honum son, sem lést í ársbyrjun 1881, aðeins fimm vikna. Þau hjónin voru í húsmennsku í Vestri-Sjóbúð næstu árin. Þau eignuðust dóttur sumarið 1882, og lifði hún í eitt ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.