Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 16

Andvari - 01.01.2010, Side 16
14 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI Næst eignuðust þau son vorið 1884, sem náði fullorðins aldri. Hét hann Olafur. Fjórða barn þeirra Guðmundar og Oddfríðar var Guðríður, sem fæddist sumarið 1886 og komst einnig upp. Það ár hóf Guðmundur búskap á Svartagili í Norðurárdal, og eignaðist hann son með Halldóru Þorsteinsdóttur á Svartagili, Bjarna, haustið 1887. Oddfríður skildi hins vegar við mann sinn og fór með Guðríði, dóttur þeirra, til Vesturheims, og settust þær að í Winnipeg.3 Guðmundur var bóndi á Traðarbakka 1890-1893, en í Mýrarholti eftir það. Haustið 1893 gekk hann að eiga Ingibjörgu Olafsdóttur, sem hafði árin á undan verið vinnukona að Görðum. Hún var fædd 8. febrúar 1869, dóttir Ólafs Jónssonar, bónda á Bárustöðum í Andakíl, og Guðrúnar Jónsdóttur. Ólafur á Bárustöðum var sonur Jóns Gíslasonar, bónda á sama stað.4 / / Þau Guðmundur Olafsson og Ingibjörg Olafsdóttir eignuðust þrjú börn, Konráð, Björn og Guðrúnu. En þeim varð aðeins auðið samvista í átta ár, því að Guðmundur lést 14. mars 1901, ekki orðinn fimmtugur. Kona hans fór eftir það í húsmennsku með börn sín þrjú, á Akranesi 1901-1902 og í Hábæ 1902. Ólafur, sonur Guðmundar af fyrra hjóna- bandi, hélt þá til Vesturheims til móts við móður sína og systur, barðist í her Kanada í Norðurálfuófriðnum mikla og særðist þar, en gerðist síðar húsamálari. En raunum hinnar ungu ekkju linnti ekki, því að ári síðar, 1903, létust tvö börn hennar, Konráð í febrúar, Guðrún í júní.5 Fluttist hún suður með eina barnið, sem eftir lifði, Björn Ólafsson, sjö ára að aldri. Kom hann á sauðskinnsskóm suður í höfuðstaðinn, eins og hann minntist stundum á síðar. Ingibjörg varð ráðskona hjá Elís Péturssyni frá Vogum, sem misst hafði konu sína um svipað leyti og Ingibjörg mann sinn. Bjuggu þau Elís og Ingibjörg um skeið í Klöpp í Vogum, en fluttust síðan til Reykjavíkur. Þar starfaði Elís sem trésmiður og málari. í ræðu röskri hálfri öld síðar rifjaði Björn upp, hvernig Reykjavík var á fyrsta áratug tuttugustu aldar: Fyrir rúmum 50 árum voru hér um sjö þúsund manns, sem bjuggu í litlum og fátæklegum timburhúsum, klædd með bárujámi eða svörtum tjörupappa. Hvarvetna voru moldargötur, sem oft voru ekki öðmm færar en fuglinum fljúgandi. Þessar moldargötur voru lýstar upp með litlum olíulömpum. Skolpinu var kastað í götuna. Vatnið þurfti að sækja langa leið í brunna, sem oft voru hættulegir heilsu manna. Þá þekktust ekki eldhúskranar og því síður heitt vatn í eldhúsinu, hvenær sem þess var óskað. Orðið „miðstöðvarofn“ var ekki til í málinu.6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.