Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 24

Andvari - 01.01.2010, Síða 24
22 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI hugðarefni sitt, og var það prentað í skýrslu Bálfarafélagsins fyrir árið 1935. Hann flutti annað útvarpserindi um málið 20. september 1940, og var það prentað í skýrslu Bálfarafélagsins fyrir árin 1938-1939. Var loks að frumkvæði félagsins og á kostnað þess reist bálstofa í Fossvogi, sem tók til starfa árið 1948. Um svipað leyti lést Gunnlaugur Claessen, og varð Björn Ólafsson þá formaður Bálfarafélagsins.41 Samþykkt var 1964 að slíta félaginu, enda hafði það náð tilgangi sínum, og afhenda gögn þess Þjóðskjalasafninu.42 Þegar hér var komið sögu, hafði Björn Ólafsson fest ráð sitt. Hann gekk 22. nóvember 1929 að eiga Astu Pétursdóttur. Hún var ellefu árum yngri en Björn, 23 ára gömul, dóttir Péturs Sigurðssonar skipstjóra og konu hans, Jóhönnu Gestsdóttur. Faðir hennar fórst með kútter Valtý, þegar hún var fjórtán ára. Hafði Ásta áður verið gift Gísla Bjarnasyni lögfræðingi frá Steinnesi. Þau Björn og Ásta settust að í myndarlegu einbýlishúsi að Hringbraut 10 (nú 110), en áður hafði Björn búið hjá móður sinni og stjúpa að Njálsgötu 5. Þau hjón eignuðust fjögur börn. Pétur var elstur, fæddur 22. maí 1930, og Ólafur næstelstur, fæddur 1. janúar 1932. Edda fæddist 11. febrúar 1934 og Iðunn 16. desember 1937. Bjó Ásta manni sínum og börnum glæsilegt heimili og skreytti það veggteppum, sem hún saumaði sjálf út. Elsti sonurinn, Pétur, starf- aði óslitið hjá Vífilfelli, frá því að hann sneri aftur til íslands 1956 eftir sjö ára nám og starfsþjálfun erlendis, uns hann og fjölskylda hans seldu fyrirtækið 1999. Hann kvæntist Sigríði Hrefnu Magnúsdóttur 1957, og eignuðust þau þrjár dætur, Ástu, Erlu og Guðrúnu. Pétur lést 2007. Ólafur stundaði lengst af sjómennsku, og háði honum óregla. Hann var alla ævi ókvæntur, en eignaðist eina dóttur, með Ingu Magdalenu Gunnlaugsdóttur, Sigríði Ólafsdóttur Seager, sem bjó í Bandaríkjunum. Ólafur lést 1977. Edda giftist 1955 Þorkeli Valdimarssyni, syni Valdimars Þórðarsonar kaupmanns (annars helmings Silla & Valda), en þau skildu eftir skamma sambúð. Þau voru barnlaus. Edda átti frá blautu barnsbeini við vanheilsu að stríða og gat þess vegna lítt gengið að daglegum störfum. Hún lést 1982. Iðunn giftist 1957 Kristjáni G. Kjartanssyni, syni Halldórs Kjartanssonar heildsala í Elding Trading Company, og áttu þau eina dóttur, Eddu Birnu, og tvo syni, Halldór og Björn. Kristján var um skeið aðstoðarframkvæmdastjóri Vífilfells. Iðunn lést 2005.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.