Andvari - 01.01.2010, Síða 24
22
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
hugðarefni sitt, og var það prentað í skýrslu Bálfarafélagsins fyrir árið
1935. Hann flutti annað útvarpserindi um málið 20. september 1940,
og var það prentað í skýrslu Bálfarafélagsins fyrir árin 1938-1939. Var
loks að frumkvæði félagsins og á kostnað þess reist bálstofa í Fossvogi,
sem tók til starfa árið 1948. Um svipað leyti lést Gunnlaugur Claessen,
og varð Björn Ólafsson þá formaður Bálfarafélagsins.41 Samþykkt var
1964 að slíta félaginu, enda hafði það náð tilgangi sínum, og afhenda
gögn þess Þjóðskjalasafninu.42
Þegar hér var komið sögu, hafði Björn Ólafsson fest ráð sitt. Hann
gekk 22. nóvember 1929 að eiga Astu Pétursdóttur. Hún var ellefu árum
yngri en Björn, 23 ára gömul, dóttir Péturs Sigurðssonar skipstjóra og
konu hans, Jóhönnu Gestsdóttur. Faðir hennar fórst með kútter Valtý,
þegar hún var fjórtán ára. Hafði Ásta áður verið gift Gísla Bjarnasyni
lögfræðingi frá Steinnesi. Þau Björn og Ásta settust að í myndarlegu
einbýlishúsi að Hringbraut 10 (nú 110), en áður hafði Björn búið hjá
móður sinni og stjúpa að Njálsgötu 5. Þau hjón eignuðust fjögur börn.
Pétur var elstur, fæddur 22. maí 1930, og Ólafur næstelstur, fæddur
1. janúar 1932. Edda fæddist 11. febrúar 1934 og Iðunn 16. desember
1937. Bjó Ásta manni sínum og börnum glæsilegt heimili og skreytti
það veggteppum, sem hún saumaði sjálf út. Elsti sonurinn, Pétur, starf-
aði óslitið hjá Vífilfelli, frá því að hann sneri aftur til íslands 1956 eftir
sjö ára nám og starfsþjálfun erlendis, uns hann og fjölskylda hans seldu
fyrirtækið 1999. Hann kvæntist Sigríði Hrefnu Magnúsdóttur 1957,
og eignuðust þau þrjár dætur, Ástu, Erlu og Guðrúnu. Pétur lést 2007.
Ólafur stundaði lengst af sjómennsku, og háði honum óregla. Hann
var alla ævi ókvæntur, en eignaðist eina dóttur, með Ingu Magdalenu
Gunnlaugsdóttur, Sigríði Ólafsdóttur Seager, sem bjó í Bandaríkjunum.
Ólafur lést 1977. Edda giftist 1955 Þorkeli Valdimarssyni, syni
Valdimars Þórðarsonar kaupmanns (annars helmings Silla & Valda),
en þau skildu eftir skamma sambúð. Þau voru barnlaus. Edda átti frá
blautu barnsbeini við vanheilsu að stríða og gat þess vegna lítt gengið
að daglegum störfum. Hún lést 1982. Iðunn giftist 1957 Kristjáni G.
Kjartanssyni, syni Halldórs Kjartanssonar heildsala í Elding Trading
Company, og áttu þau eina dóttur, Eddu Birnu, og tvo syni, Halldór
og Björn. Kristján var um skeið aðstoðarframkvæmdastjóri Vífilfells.
Iðunn lést 2005.