Andvari - 01.01.2010, Síða 27
ANDVARI
BJÖRN ÓLAFSSON
25
Björn er ekki málrófsmaður á fundum bæjarstjórnarinnar. Tekur hann sjaldan
til máls og heldur stuttar ræður, teflir þeim rökum, sem hann hefir á hraðbergi,
strax fram og horfir hátt, þegar hann talar, en lítur einstöku sinnum niður á
Héðin [Valdimarsson]. Hann virðist vera rökfastur í hugsun, en orðin vanta.
Verða því ræður hans nokkuð þungar í vöfunum. Ekki þarf að taka það fram,
því það er öllum kunnugt, að Björn er fylgjandi frjálsri verslun og er því ein-
dreginn mótstöðumaður allra einokunar- og ófrelsismanna í bæjarstjórninni.50
Björn atti einnig ásamt skoðanabræðrum sínum kappi á fundum í Báru-
búð við aðalforystumann sósíalista í Reykjavík, Héðin Valdimarsson.
„Héðinn malaði þá alveg, enda var Björn til að byrja með ekki eins
sterkur ræðumaður, en þróaðist mjög vel. Hann varð mjög áheyrilegur
maður síðar,“ sagði Þorkell Ingvarsson.51
Björn Ólafsson sat í bæjarstjórn í sex ár, til 1928. Hann lét þar lítt
að sér kveða. Sótti hann aðeins um helming þeirra funda, sem haldnir
voru á því tímabili, og er þó í þeirri tölu tekið tillit til veikinda, for-
falla, fjarvista og utanfara. Hefur Björn eflaust þótt kröftum sínum
betur varið í rekstur fyrirtækis síns og ýmis áhugamál önnur en þvarg
á bæjarstjórnarfundum. í bæjarstjórn var hann sjálfstæður í skoðunum.
Hann bar til dæmis í janúar 1923 fram tillögu um það, að sælgætis- og
tóbaksbúðir fengju ólíkt öðrum verslunum að hafa opið til klukkan tíu
á kvöldin alla virka daga. Flokkssystkini hans greiddu flest atkvæði
á móti tillögunni, en jafnaðarmenn allir með henni.52 I febrúar 1923
greiddi Björn Ólafsson líka einn úr sínum hópi atkvæði með tillögu frá
Héðni Valdimarssyni um, að kosningaaldur yrði lækkaður úr 25 árum
í 21 ár.53
Björn átti hins vegar ekki samleið með jafnaðarmönnum í atvinnu-
og fjárhagsmálum. Var hann sparsamur fyrir hönd bæjarbúa og barðist
gegn þungum álögum á þá. Hann mælti til dæmis í desember 1922 gegn
því að hækka útsvörin. Gjaldþol bæjarbúa væri minna en árið áður.
„Þess vegna væri nauðugur einn kostur að lækka útsvörin og draga
mikið úr útgjaldaliðunum.“54 Björn var einnig andvígur lántökum bæj-
arins í því skyni að halda uppi atvinnubótavinnu. Greiddi hann ásamt
Guðmundi Ásbjörnssyni og Pétri Halldórssyni atkvæði gegn stóru
láni, sem bærinn tók í því skyni í nóvember 1923. Aftur snerist hann
gegn lántöku í sama skyni í nóvember 1926. „Það dugir ekki að leggja
plástra á mein, sem skera þarf í,“ sagði hann á bæjarstjórnarfundi.55
Björn var einnig andvígur margvíslegum ríkisrekstri. í ársbyrjun 1922
myndaði Sigurður Eggerz ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins þversum og