Andvari - 01.01.2010, Page 29
ANDVARI
BJÖRN ÓLAFSSON
27
Björn Ólafsson við Parþenon í Aþenu 18. mars 1936. Hann var þar í viöskiptaferð
og hitti þá Svein Björnsson sendiherra og Þórð Albertsson erindreka.
því að hann var fenginn til þess að stjórna umferð bíla úr Reykjavík til
Þingvalla. Hafði hann skrifstofu í Mjólkurfélagshúsinu.57
Fyrstu árin eftir að Björn Ólafsson hvarf úr bæjarstjórn Reykjavíkur,
hafði hann ekki mikil bein afskipti af stjórnmálum. í desember 1936
hafði Björn þó forgöngu um það, að dagblaðið Vísir var keypt af
þeim Jakobi Möller og Páli Steingrímssyni ritstjóra. Var þá stofnuð
Blaðaútgáfan Vísir hf., og var Björn formaður stjórnar, en aðrir í stjórn
voru Jakob Möller og Kristján Guðlaugsson.58 Vísir seldist aðallega í
Reykjavík, en síður úti á landi. Naut málstaður verslunarstéttarinnar
í Reykjavík þar meiri samúðar en í öðrum blöðum. Jakob Möller var
í stjórn félagsins til 1945, er hann varð sendiherra í Kaupmannahöfn.
Páll Steingrímsson var ritstjóri til 1938, þegar Kristján Guðlaugsson
tók við. Hersteinn Pálsson varð ritstjóri með Kristjáni 1942 og gerðist
einn ritstjóri, þegar Kristján hvarf í janúar 1953 til verkefna á vegum
Loftleiða, þar sem hann var stjórnarformaður. Þegar Jakob Möller hélt
af landi brott, fékk Björn Ólafsson til afnota einkennistölu hans fyrir
bíl, R-234.59 Ók hann stórum, bandarískum bílum með þessari tölu og
vakti jafnan óskipta athygli á götum Reykjavíkur.