Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 41

Andvari - 01.01.2010, Side 41
ANDVARI BJÖRN ÓLAFSSON 39 fyrir Framsóknarflokkinn í Borgarfirði 1927. Björn Ólafsson var kunnur sjálfstæðismaður, en Vilhjálmur Þór hafði verið í framboði fyrir Framsóknarflokkinn á Akureyri 1942. Sveinn Björnsson og dr. Björn Þórðarson voru góðir vinir frá fornu fari. Þótt Sveinn yrði stúdent tveimur árum á undan Birni, voru þeir samtímis í laganámi í Kaupmannahöfn árin 1902-1907. Hafði Sveinn raunar minnst á það við dr. Björn að mynda utanþingsstjórn vorið 1941, þegar samsteypustjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks var að því komin að springa. Sveinn þekkti þá Björn Ólafsson og Vilhjálm Þór líka. Þeir Sveinn og Björn Ólafsson höfðu eflaust kynnst í Reykjavík, áður en Sveinn tók við sendiherraembætti í Kaupmannahöfn 1920, og starfað saman eftir það í Rauða krossinum, Ferðafélaginu og Bálfarafélaginu, eins og hér hefur verið rakið, en ekki síður að útflutn- ingsmálum, til dæmis í Aþenu 1936 og í Lundúnum 1939. Vilhjálmi hafði Sveinn kynnst, þegar hann þurfti á heimleiðinni eftir hernám Danmörku að fara fyrst suður til Ítalíu, þaðan á skipi til New York og síðan heim með skipi. Lagði Vilhjálmur, sem þá var aðalræðismaður Islands í New York, sig fram um að greiða götu sendiherrans. „Ég þekkti Vilhjálm ekki mikið áður,“ skrifaði Sveinn, „en með þessum samvistum og prýðilegri umönnun hans hófst kunningsskapur, sem varð órjúfanleg vinátta.“ Auk þess voru þeir Sveinn Björnsson, Björn Ólafsson og Vilhjálmur Þór allir þrír frímúrarar, enda var utanþings- stjórnin seinna stundum kölluð „frímúrarastjórnin“. Líklega er það þó ofmælt, sem Úlfar Þormóðsson blaðamaður skrifar: „Eftir að Björn Ólafsson var sestur að í fjármálaráðuneytinu og Vilhjálmur Þór í utan- ríkisráðuneytinu stjórnuðu frímúrarar öllum þeim málum sem nokkru skiptu fyrir þjóð á krossgötum.“95 Dr. Björn Þórðarson tók málaleitan Sveins fyrst fjarri, en eftir nokk- urra daga viðræður gaf hann kost á sér í stöðuna. Hann taldi hins vegar þá Vilhjálm Þór og Björn Ólafsson af sama sauðahúsi, þótt hvor væri í sínum flokki, harðskeytta fjármálamenn, svo að hann bað um, að skólabróðir sinn og vinur þeirra Sveins, Einar Arnórsson hæsta- réttardómari, yrði líka í stjórninni. Einar hafði verið stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og í framboði fyrir hann 1927 og 1931, áður en hann settist í Hæstarétt. Samþykkti Sveinn það á fundi á Bessastöðum. Þegar þeir Björn Ólafsson og Vilhjálmur Þór fréttu þetta, vildu þeir fá fimmta manninn í stjórnina og ráða honum sjálfir. Völdu þeir með sér Jóhann Sæmundsson lækni, sem var Alþýðuflokksmaður.96 Þegar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.