Andvari - 01.01.2010, Page 50
48
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
bera fram. Þótt nokkuð drægi úr höftum, tókst ekki að afnema þau eins
og vonir Björns Olafssonar og annarra sjálfstæðismanna höfðu staðið
til vegna erfiðs árferðis. í óprentuðum endurminningum sínum sagði
Steingrímur Steinþórsson: „Björn reyndist mér heiðursmaður, dálítið
stífur og ósveigjanlegur, og engir vinir voru þeir Olafur Thors og Björn,
þótt flokksbræður væru. I minn garð var Björn ávallt velviljaður og
sýndi það í ýmsu.“122
Það kom í hlut Björns Olafssonar sem viðskiptamálaráðherra að
hafa umsjón með Marshall-aðstoðinni, sem Bandaríkjamenn veittu
að eigin frumkvæði Islendingum eins og hinum stríðshrjáðu þjóðum
Norðurálfunnar, þar sem atvinnulíf hafði víða verið lagt í rúst. Átti
Marshall-aðstoðin að greiða fyrir eðlilegum vexti atvinnulífsins í við-
tökulöndunum. Samtals nam aðstoð við Islendinga 38,6 milljónum dala,
en af því voru 29,8 milljónir óafturkræf framlög. Var féð aðallega notað í
virkjanir, smíði Áburðarverksmiðju og fjárfestingar í sjávarútvegi. Lauk
áætluninni vorið 1953, um svipað leyti og Björn hvarf úr viðskiptaráðu-
neytinu.123 Samstarf Bandaríkjamanna og Islendinga varð enn nánara,
þegar ríkisstjórnin gerði varnarsamning við Bandaríkin 7. maí 1951,
sem allir þingmenn „lýðræðisflokkanna“ þriggja (Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Alþýðuflokks) samþykktu, jafnvel þeir, sem ekki
höfðu greitt atkvæði með aðild að Atlantshafsbandalaginu, enda horfði
mjög ófriðlega í heiminum, kalt stríð var háð af hörku í Norðurálfunni
og heitt stríð í Kóreu. Skömmu eftir að bandarískur her steig hér á land
samkvæmt varnarsamningnum vorið 1951, varð Björn Ólafsson hins
vegar svo frægur, að vaxmynd var sýnd af honum ásamt seytján öðrum
íslendingum í safni því, sem hinn gamli vinur hans og samverkamaður
Óskar Halldórsson efndi til og gaf Þjóðminjasafninu. Var ástæðan sú, að
hann hafði setið í ríkisstjórn við lýðveldisstofnunina. Vaxmyndasafnið
varopnað 14. júlí 1951.124
Menntamálaráðuneytið var þá rekið með forsætisráðuneytinu í
Stjórnarráðinu, og stjórnaði Birgir Thorlacius báðum ráðuneytum.
„Björn var mjög áhugasamur um íslenska tungu, talaði og ritaði gott
mál,“ skrifaði Birgir. „Hann vildi stofna íslenska akademíu, en fékk því
ekki ráðið. Aftur á móti studdi hann við gerð og útgáfu orðasafna um
ýmsar faggreinar til þess að upp yrðu tekin íslensk orð í stað erlendra
fagheita.“ Þetta leiddi seinna til stofnunar íslenskrar málnefndar.
Hafði Birgir sérstakt orð á því, hvílíkur tungumálagarpur Björn væri.
„Minnist ég þess, að í kvöldveislu heima hjá honum sat kona franska