Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2010, Page 50

Andvari - 01.01.2010, Page 50
48 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI bera fram. Þótt nokkuð drægi úr höftum, tókst ekki að afnema þau eins og vonir Björns Olafssonar og annarra sjálfstæðismanna höfðu staðið til vegna erfiðs árferðis. í óprentuðum endurminningum sínum sagði Steingrímur Steinþórsson: „Björn reyndist mér heiðursmaður, dálítið stífur og ósveigjanlegur, og engir vinir voru þeir Olafur Thors og Björn, þótt flokksbræður væru. I minn garð var Björn ávallt velviljaður og sýndi það í ýmsu.“122 Það kom í hlut Björns Olafssonar sem viðskiptamálaráðherra að hafa umsjón með Marshall-aðstoðinni, sem Bandaríkjamenn veittu að eigin frumkvæði Islendingum eins og hinum stríðshrjáðu þjóðum Norðurálfunnar, þar sem atvinnulíf hafði víða verið lagt í rúst. Átti Marshall-aðstoðin að greiða fyrir eðlilegum vexti atvinnulífsins í við- tökulöndunum. Samtals nam aðstoð við Islendinga 38,6 milljónum dala, en af því voru 29,8 milljónir óafturkræf framlög. Var féð aðallega notað í virkjanir, smíði Áburðarverksmiðju og fjárfestingar í sjávarútvegi. Lauk áætluninni vorið 1953, um svipað leyti og Björn hvarf úr viðskiptaráðu- neytinu.123 Samstarf Bandaríkjamanna og Islendinga varð enn nánara, þegar ríkisstjórnin gerði varnarsamning við Bandaríkin 7. maí 1951, sem allir þingmenn „lýðræðisflokkanna“ þriggja (Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks) samþykktu, jafnvel þeir, sem ekki höfðu greitt atkvæði með aðild að Atlantshafsbandalaginu, enda horfði mjög ófriðlega í heiminum, kalt stríð var háð af hörku í Norðurálfunni og heitt stríð í Kóreu. Skömmu eftir að bandarískur her steig hér á land samkvæmt varnarsamningnum vorið 1951, varð Björn Ólafsson hins vegar svo frægur, að vaxmynd var sýnd af honum ásamt seytján öðrum íslendingum í safni því, sem hinn gamli vinur hans og samverkamaður Óskar Halldórsson efndi til og gaf Þjóðminjasafninu. Var ástæðan sú, að hann hafði setið í ríkisstjórn við lýðveldisstofnunina. Vaxmyndasafnið varopnað 14. júlí 1951.124 Menntamálaráðuneytið var þá rekið með forsætisráðuneytinu í Stjórnarráðinu, og stjórnaði Birgir Thorlacius báðum ráðuneytum. „Björn var mjög áhugasamur um íslenska tungu, talaði og ritaði gott mál,“ skrifaði Birgir. „Hann vildi stofna íslenska akademíu, en fékk því ekki ráðið. Aftur á móti studdi hann við gerð og útgáfu orðasafna um ýmsar faggreinar til þess að upp yrðu tekin íslensk orð í stað erlendra fagheita.“ Þetta leiddi seinna til stofnunar íslenskrar málnefndar. Hafði Birgir sérstakt orð á því, hvílíkur tungumálagarpur Björn væri. „Minnist ég þess, að í kvöldveislu heima hjá honum sat kona franska
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.