Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 51
ANDVARI
BJÖRN ÓLAFSSON
49
Ríkisstjórn Steingríms Steinþórssonar gerði í maí 1951 varnarsamning við Banda-
ríkin. Frá v.; Björn Ólafsson, Bjarni Benediktsson, Ólafur Thors, Steingrimur
Steinþórsson, Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson og Edward B. Lawson, sendi-
herra Bandaríkjanna á íslandi.
sendiherrans honum á aðra hönd, en enska sendiherrafrúin til hinnar
handar,“ sagði Birgir. „Talaði Björn við þær ýmist á frönsku eða ensku.
Ásta, kona Björns, var glæsileg kona og heimili þeirra fallegt.“12;' Ásgeir
Pétursson, lögfræðingur og sonur Péturs Magnússonar, var fulltrúi í
menntamálaráðuneytinu:
Mér féll vel að vinna fyrir menntamálaráðherrann, Björn Ólafsson. Hann var,
að því er mér fannst, fljótur að átta sig á aðalatriði hvers máls, alltaf hlutlægur
í afstöðu til þeirra og drengilegur maður í hvívetna. Formlega menntun hafði
hann litla hlotið eftir barnaskólapróf. En hann var vel sjálfmenntaður. Talaði til
dæmis mörg erlend tungumál reiprennandi. Þannig man ég eftir því, að á fundi,
sem ráðuneytið átti með erlendum fræðimönnum og blaðamönnum, að Björn
bar af okkur hinum í því að tjá sig á erlendum málum.
Ásgeir bætti við, að Björn hefði líka getað verið snöggur upp á lagið og
viljað hafa aga á starfsfólki.126