Andvari - 01.01.2010, Page 54
52
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Björn Olafsson á skrifstofu sinni í Haga við Hofsvallagötu, þar sem Verksmiðjan
Vífilfell var til húsa.
Bandaríkjamenn um ýmis mál tengd herstöðinni á Miðnesheiði, og
náðust samningar um, að Islendingar tækju að sér margvíslegar fram-
kvæmdir, sem bandarísk fyrirtæki höfðu áður annast, en Bandaríkjaher
fengi að auka hér umsvif sín.136 Björn Olafsson var enn í framboði fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í þingkosningunum 1956, en eftir þær
myndaði Hermann Jónasson vinstri stjórn, sem stórjók opinber afskipti,
og gagnrýndi Björn það harðlega. Sat Björn á þingi til haustsins 1959
og var þar einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í fjármálum og
efnahagsmálum. A fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
18. september 1959 gerði Eyjólfur Konráð Jónsson lögfræðingur grein
fyrir starfi kjörnefndar og skýrði frá því, að Björn Olafsson hefði
beðist undan áframhaldandi þingsetu. „Björn Olafsson hefur í stjórn-
málum verði maður skoðanafastur og trúr hugsjónum sínum. Hefur
hann þá stundum lítt skeytt um persónulegar stundarvinsældir,“ sagði
Eyjólfur Konráð. „En einmitt þessi hreinlynda afstaða og einbeitni hafa
skapað honum vaxandi traust, svo að hann hverfur nú úr hinum æðstu
trúnaðarstöðum við almenna virðingu og þakklæti, enda munu þeir
nú margir, sem meta tímabær varnaðarorð hans á liðnum árum varð-