Andvari - 01.01.2010, Page 77
ANDVARI
AÐKOMUMAÐUR í ÍSLANDSSÖGUNNI
75
Dansleikur í Reykjavík. Skopteikning ejtir Jörund.
hluta 19. aldar, er varla minnst á þær umbætur sem Jörundur ætlaði að ná
fram. Þar var um að ræða stofnun fulltrúasamkomu með löggjafar- og dóms-
valdi, skuldauppgjöf landsmanna við Danakonung og kaupmenn, verslunar-
frelsi, verðlækkun á kornvöru, skattaívilnanir, endurskipulagningu á skóla- og
heilbrigðismálum, og loks að koma á almennum kosningarétti án takmarkana
við eignir. Ef til vill hafa sagnaritararnir talið þessar hugmyndir Jörundar of
fjarstæðukenndar eða haft meiri áhuga á að greina frá öðrum þáttum bylting-
arinnar.
Áhrif sjálfstœdisbaráttunnar
Fyrsta samfellda yfirlitsritið yfir sögu íslands kom út árið 1880 og var sr.
Þorkell Bjarnason, prestur á Reynivöllum, höfundur þess. Bókinni hefur
eflaust verið vel tekið, enda segir í ítarlegum ritdómi um hana í Fróða í
desember 1880 að „Saga landsins og þjóðarinnar er sú fræðigrein, sem hverj-
um landsmanni er flestu fremur nauðsyn að vita góða grein á, ef hann á að
geta komizt með lífi og sál inn í fjelagslíf þjóðarinnar, lifað hennar lífi, en
ekki sem einmana fugl á húsþekju."25 í bókinni segir frá byltingu Jörundar
í stuttu máli og greinir Þorkell m.a. frá þeim umbótum sem hann hugðist