Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.2010, Qupperneq 78

Andvari - 01.01.2010, Qupperneq 78
76 BRAGI ÞORGRÍMUR ÓLAFSSON ANDVARl koma á, en leggur jafnframt áherslu á að refsingar myndu bíða þeirra sem ekki færu eftir boðum hans: „hét [Jörundur] að láta skjóta hvern þann eptir tvær klukkustundir, er í nokkru dirfðist að brjóta gegn vilja sínum og boði,“26 Þá rekur Þorkell mögulegar orsakir þess að Islendingar hafi ekki kollvarpað stjórn Jörundar og nefnir þá helst varnarleysi landsins og þann möguleika að stjórnvöld í Englandi væru með í ráðum.27 Nokkrum árum eftir útgáfu bókarinnar hélt Klemens Jónsson, þá nýút- skrifaður lögfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla, fyrirlestur um Jörund á samkomu í Góðtemplarahúsinu sem haldin var til að afla fjár fyrir byggingu þvottahúss við laugarnar í Laugardal. í frétt um fyrirlesturinn í ísafold segir að fátt nýtt hafi þar komið fram, en blaðið bætir við að valdarán Jörundar hafi verið „frægðarleysis-viðburður“ í sögu landsins og að valdaránið sé verð- ugt viðfangsefni fyrir sagnfræðinga.28 Einungis þrjú ár liðu frá þessari frétt ísafoldar þar til að heildstæð úttekt var gerð á byltingu Jörundar, en það var Saga Jörundar hundadagakóngs sem kom út árið 1892. Höfundur bókarinnar var Jón Þorkelsson sem síðar varð þjóðskjalavörður. Hann var þá 33 ára gam- all og nýlega búinn að verja doktorsritgerð sína við Kaupmannahafnarháskóla 29 Upphaflega hugðist Jón skrifa stutta ritfregn um enska bók um Jörund fyrir Almanak Þjóðvinafélagsins (The Convict King eftir James Francis Hogan), en svo fór að hann ákvað að rita sjálfur bók um veru Jörundar á íslandi og styðjast dyggilega við frumheimildir úr skjalasöfnum. í formála bókar sinnar segist hann hafa þá aðferð að leiðarljósi að segja frá atburðum sumarsins 1809 á hlutlausan hátt í stað þess að kveða upp dóma yfir mönnum og málefnum eins og kom fram fyrr í þessari grein.30 Bókin er einmitt að miklu leyti lang- ar, beinar tilvitnanir í skjöl og ýmsar heimildir, og hefur Jón sig ekki mikið í frammi. Það vekur þó athygli að Jón ræðir um framsýni Jörundar í sambandi við sjálfstæði íslands og þær lýðræðishugmyndir sem hann vildi innleiða og segir Jón að „Jörundur [hafi] tekið þar svo af skarið, að það er fyrst nýverið að þeir, sem lengst vilja fara um sérstæðisstjórn íslands, hafa þorað að ympra á slíku.“31 Þá segir hann að þrátt fyrir allt hafi Jörundur ekki verið illmenni, en líklega „nokkuð hroðalegur í orðbragði á sjómannavísu“ og þrátt fyrir hótanir og hranalegar aðfarir, hafi hann ekki beitt neinn ofbeldi.32 Bók Jóns hefur haldið ágætlega gildi sínu, enda birtir hann í lok hennar fjölmargar frumheildir um byltinguna á tæpum 70 blaðsíðum sem seinni tíma fræðimenn hafa getað nýtt sér. Menn virtust þó enn skammast sín fyrir hönd þjóðarinnar um þetta leyti þegar Jörund bar á góma. í ritdómi um bók Jóns í Þjóðólfi í október 1892 segir til dæmis að byltingin sé einhver hinn einkennilegasti og kátlegasti við- burður í sögu þjóðarinnar á 19. öld og segir ritdómari að það sé einsdæmi að æðstu stjórn lands sé kollvarpað í einu vetfangi af umkomulausum, útlendum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.