Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2010, Page 79

Andvari - 01.01.2010, Page 79
ANDVARI AÐKOMUMAÐUR f ÍSLANDSSÖGUNNI 77 spjátrungi.33 í svipaðan streng tekur ritdómari Lögbergs sem segir umsvif Jörundar til marks um aumingjaskap landsmanna í upphafi aldarinnar.34 Þó að menn væru greinilega ekki sáttir við að Jörundur hafi siglt undir fölsku flaggi, var ekki hægt að neita því að hann losaði landsmenn undan stjórn Dana um stutt skeið. Menn fóru að veita þeim þætti meiri athygli í þjóð- ernisumræðunni þegar leið að aldamótunum 1900. Það sést einna best í kvæði Þorsteins Erlingssonar um Jörund sem birtist í Þyrnum árið 1897, en þar átelur skáldið íslendinga fyrir að hafa beygt sig aftur undir stjórn Dana eftir að Jörundur hvarf úr landi.35 Þá fóru menn einnig að setja spurningarmerki við möguleika Dana til að verja ísland gegn valdaræningjum og erlendum herjum á stríðstímum, og bentu þá á byltingu Jörundar 1809 sem dæmi um vanmátt þeirra í þessum efnum.36 Andúðin gagnvart Dönum kom einnig fram árið 1909 þegar liðin voru 100 ár frá valdatíð Jörundar, en af því tilefni segir í grein í Þjóðólfi þann 1. janúar það ár að Danir hafi hæðst að íslendingum fyrir „þann aumingjaskap“ að hafa látið blekkjast af Jörundi sumarið 1809. Hvetur greinarhöfundurinn til þess að landsmenn standi fast á sínum réttinda- málum í samningum við Dani og víki hvergi.37 í Þjóðviljanum sama ár er rætt stuttlega um afmælið og sagt að landsmenn hafi ekki nýtt sér tækifærið við byltingu Jörundar þjóðinni til góðs.38 í upphafi 20. aldar voru gefnar út ýmsar stuttar kennslubækur í íslandssögu sem allar fjölluðu um Jörundartímann á afar knappan máta: Halldór Briem tók saman Ágrip af íslandssögu árið 1903 þar sem greint var frá veru Jörundar í örstuttu máli, einkum þó ógnandi tilburðum hans,39 og ári síðar tók Bogi Th. Melsteð saman Stutta kennslubók í íslendingasögu handa byrjendum þar sem hann sagði að Jörundur hefði reynt að hæna landsmenn að sér með loforðum um frelsi, sjálfstæði og skuldauppgjöf og ýmsum endurbótum. Bogi nefndi að landsmenn hefðu verið varnarlausir og að þeir hefðu talið að bresk stjórnvöld stæðu að aðgerðunum, en segir jafnframt að einstakir menn hafi viljað ráðast að Jörundi.40 Árið 1915 kom íslandssaga Jóns Aðils fyrst út, en þar er stuttur kafli um Jörund sem er í bókinni kallaður „hinn mesti ævintýramaður“ og athafnir hans raktar í stuttu máli, en í lok kaflans segir að erfitt sé að sjá hvað hafi eiginlega vakað fyrir Jörundi með valdaráni sínu 41 Ári síðar kom út Islandssaga handa börnum (síðara hefti) eftir Jónas Jónsson frá Hriflu sem segir að Jörundur hafi látið „óspaklega“, hann hafi heimtað hesta af bændum á leið sinni norður í land og haft skambyssu á lofti, en „raunar gerði hann engum mein, sem kjark hafði til að rísa gegn honum/42
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.