Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2010, Page 83

Andvari - 01.01.2010, Page 83
andvari AÐKOMUMAÐUR í ÍSLANDSSÖGUNNI 81 hann Jörund, árið 1994, en þar segir: „Jörundur hundadagakonungur var skrautlegur karl sem hafði skamma viðdvöl á íslandi en reyndist innfæddum góður kóngur; stal öllu steini léttara úr dönsku búðunum, seldi á spottprís og hleypti öllum föngum úr tukthúsinu. Auk þess hélt hann margar veglegar veisl- ur en gamanið kárnaði þegar breskt herskip hafði viðdvöl í Reykjavík.“66 Á árunum 1990-1994 kom íslenskur söguatlas út í þremur bindum. Útgáfan markaði tímamót í myndrænni framsetningu á sögulegu efni og náði miklum vinsældum, sérstaklega sem kennsluefni í skólum. í 2. bindi verksins er fjallað um valdaskeið Jörundar þar sem aðdragandi sumarsins 1809 er rakinn og sagt að svo virðist sem íslendingum hafi líkað ágætlega við byltinguna þar sem þeim hafi verið lofað gulli og grænum skógum; skuldauppgjöf við konung og danska kaupmenn, verslunarfrelsi og skattaívilnunum þó þeir hafi líklega ekki haft mikinn áhuga á sjálfstæði og eigin þjóðfána.67 Jörundur í upphafi 21. aldar Nú, þegar 200 ár eru liðin frá valdatíð Jörundar, eru sagnfræðingar farnir að líta á valdatíma hans í stærra samhengi en áður. Anna Agnarsdóttir prófessor hefur sérstaklega kannað þetta tímabil í íslandssögunni, en niðurstöður rann- sókna hennar komu fyrst fram upp úr 1975 og síðan með greinum og bóka- köflum sem hafa meðal annars byggst á doktorsritgerð hennar 68 Anna hefur kannað rækilega gögn sem finnast í enskum skjalasöfnum og hefur tínt til ýmis atriði sem Jóni Þorkelssyni, Helga R Briem og öðrum var ekki kunnugt um. Má þar sérstaklega nefna eftirmál byltingarinnar í Bretlandi og viðbrögð þarlendra yfirvalda við kærumálum Trampe, en bæði Jón og Helgi tóku það fram í ritum sínum að þeim hefði verið ókunnugt um niðurstöðu þeirra mála.69 Anna hefur dregið fram ný gögn í þeim efnum og gerir atburðarásinni uð byltingunni lokinni ítarleg skil, svo lesendur geta kynnt sér afdrif málsins innan enska stjórn- og réttarkerfisins. Með því að nota ýmis gögn úr breskum skjalasöfnum hefur jafnframt verið hægt að endurskoða eldri staðhæfingar um byltinguna, svo sem um það hvort bresk stjórnvöld hafi í raun staðið á bak við hana.70 Anna hefur einnig greint aðgerðir Jörundar út frá byltingum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum og sett atburðina sumarið 1809 í samhengi við samskipti Bretlands og Islands í upphafi nítjándu aldar og dreg- ur þannig upp mynd af stöðu íslands á alþjóðavettvangi á þessum tíma. Gunnar Karlsson prófessor hefur einnig nýtt sér byltingu Jörundar til að kanna hugmyndir landsmanna um þjóðerni og sjálfstæði landsins í upphafi m'tjándu aldar, en hann telur að byltingin sýni greinilega að slíkar hugmyndir uttu litlu fylgi að fagna meðal landsmanna, enda snerist enginn til varnar þegar veldi Jörundar var hnekkt og umbætur hans stöðvaðar.71 Þessar umbóta-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.