Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 92

Andvari - 01.01.2010, Side 92
90 PÁLL BJARNASON ANDVARI við Þórunni í Odda án þess að Bjarna Thorarensen væri um það kunnugt. Samkvæmt útdrættinum úr fyrrnefndri bréfabók skrifaði sr. Steingrímur Bjarna Þorsteinssyni 23. ágúst 1815 um „allusioner til bónorðs hans eða huga til Þórunnar, en þó hefur hann ekki þá beðið hennar. Steingrímur tekur létt undir en óskaði helst alvöru.“ Þess mætti geta sér til að brýnt hafi verið að taka af skarið vegna þess að annar biðill beið. í sjálfsævisögu sinni kveðst Bjarni Þorsteinsson hafa beðið Þórunnar sumarið 1815, en ekki fengið jákvætt svar fyrr en næsta ár, „sakir tilfallandi atvika“ sem hann skýrir ekki nánar.10 Bjarni Þorsteinsson hlaut embætti amtmanns á íslandi árið 1821 og fluttist þá loks alfarinn heim frá Danmörku og gekk að eiga Þórunni. Hann var þá kominn um fertugt en hún 13 árum yngri. Hjónaband þeirra varð langt og farsælt og meðal barna þeirra var Steingrímur Thorsteinsson rektor og skáld, heitinn eftir stjúpföður Þórunnar sem þá var orðinn biskup yfir íslandi. Með þeim Bjarna Thorarensen og nafna hans Þorsteinssyni hélst einlæg vinátta lengst af á meðan báðir lifðu, en um skeið verður þess vart að Bjarni Thorarensen tortryggir nafna sinn.11 Beiskju gætir í bréfi hans dagsettu 10. september 1817 sem líklega er skiljanleg ef höfð eru í huga þau atvik sem að framan er greint frá. Af bréfinu sést að árið áður höfðu farið milli þeirra hrein- skilin orð um viðkvæm mál sem Bjarni Thorarensen lætur sér nægja að tæpa á: Hvað þau orð í mínu bréfi í fyrra snertir, sem það lítur út til að þú hafir steytt þig á, þá segi eg þér satt að eg meinti þau ærlega eftir bókstafnum og hefi aldrei mistryggt þinn móralska karakter, þó eg sjálfur ekki hafi haft verulega lukku á þér sem eg seinna skal gefa þér hreinskilna útlistun á vegna þess eg óska vináttu þinnar sem ráðvands manns, hvörn þú einnig skalt læra að þekkja í mér ef til efna kæmi. Um hitt get eg ei frekari útlistun gjört skriflega vegna þess eg þá yrði að nefna vissar persónur á nafn.12 Bjarni Þorsteinsson vitjaði ættlands síns sumarið eftir að þetta var skrifað og hafa þeir þá ef til vill jafnað ágreininginn sem mátti ekki nefna nema undir rós, en framar verður ekki vart þessarar beiskju í bréfum Bjarna. Hann sýnir jafnvel nafna sínum meiri trúnað en öðrum pennavinum þegar hann skrifar næstu árin um kvonbænaraunir sínar. Þessar raunir voru skyndilega til lykta leiddar þegar Bjarni skrapp vestur í Stykkishólm haustið 1820 og gekk að eiga rúmlega tvítuga kaupmannsdóttur, Hildi Bogadóttur, sem hann hafði að lík- indum ekki séð fyrr. Þá skrifaði hann Bjarna Þorsteinssyni tíðindin og sagðist „í besta máta giftur“ og bætir við samanburði á konum þeirra: „Kona mín er eins góð og eg held að kærasta þín sé og þarhjá rétt lagleg.“13 Bjarni Thorarensen talaði ávallt hlýlega um Þórunni Hannesdóttur. í bréf- um, sem hann skrifaði nafna sínum fyrst eftir að þeir báðir kvæntust, bað hann jafnan fyrir hjartnæmar kveðjur til Þórunnar: „Bið auðmjúklega að heilsa þinni frú kærustu,“ „bið að heilsa þinni elskulegustu frú kærustu" og „heilsaðu þinni elskuverðustu frú kærustu.“14 Eftir það sleppti hann kveðju-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.