Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 96

Andvari - 01.01.2010, Side 96
94 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON ANDVARI miðja öldina. Að mínum dómi fer vart á milli mála hjá hvaða skáldi upphafið liggur, og meira að segja mun vera víðtækt samkomulag um það í íslenskri bókmenntasögu að Jóhann Sigurjónsson komi þar einn til greina. * Hversvegna fara skáld að yrkja öðruvísi en áður var almennt tíðkanlegt og gott þótti? Af hverju fylgja þau ekki fordæmi Þormóðar Bessasonar sem kunni svo vel að yrkja þegar í æsku „að menn fundu eigi mun á kvæðum hans og annarra skálda"?3 Um þetta hefur að vonum margt verið skrifað og skrafað og ég hef á öðrum stað reynt að gera grein fyrir ýmsum álitamálum þar að lútandi.4 Það er gömul saga að nýjungar í ljóðagerð eru ekki öllum að skapi jafnvel þótt áhuga hafi á bókmenntum, en þær vekja þó forvitni og umtal, gott eða illt, og ættu auk þess að vera sérstakt umhugsunar- og rannsóknarefni bókmenntafræðinga. Eftirfarandi sonnetta Jóhanns Sigurjónssonar var birt í Skírni árið 1910. Hann var þá þrítugur að aldri, bjó í Kaupmannahöfn og hafði hætt námi í dýralækningum þar í borg en einsett sér að skrifa leikrit sem ættu erindi við aðrar þjóðir. Fyrir utan glugga vinar míns Hljóðnað er, borg, á breiðum strætum þínum, bláhvítur snjór við vota steina sefur, draumsilki rakið dimma nóttin hefur deginum fegra upp úr silfurskrínum. Vökunnar logi er enn í augum mínum, órói dagsins bleika spurning grefur djúpt í mitt hjarta, er kemur seinna og krefur kyrrðina um svar, um lausn á gátum sínum. Vinur, þú sefur einn við opinn glugga, æskunnar brunn í svefnsins gylltu festi sígur þú í og safnar fullum höndum. Hugur minn man þinn háa pálmaskugga, hafi ég komið líkur þreyttum gesti utan frá lífsins eyðihvítu söndum. Á þessum tíma höfðu íslensk skáld ekki fengist mikið við sonnettuformið. Jón- as Hallgrímsson hafði ort tvær sonnettur skömmu fyrir miðja 19. öld, hinar fyrstu á íslensku, og seinni skáld fáeinar, en skömmu eftir þetta kom fram afkastamesta sonnettuskáld sem íslendingar hafa eignast, Jakob Jóh. Smári, sem orti vel á annað hundrað sonnettur.5 „Fyrir utan glugga vinar míns“ er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.