Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2010, Page 107

Andvari - 01.01.2010, Page 107
ANDVARI DRAUMSILKI DEGINUM FEGRA 105 ans - næturhiminninn, helltur fullur af myrkri - sem er einhver máttugasta mynd í íslensku ljóði. * Það kvæði Jóhanns Sigurjónssonar sem hvað mesta athygli hefur vakið er „Sorg“ sem Sigurður Nordal átti handrit að og birti í tímaritinu Vöku 1927. Sigurður taldi það ort á árunum 1908-09 og seinni vitneskja styrkir það mat. Kvæðið er til í nokkrum mismunandi uppskriftum frá höfundarins hendi,21 en Jón Viðar Jónsson hefur borið brigður á að sú „Sorg“ sem birt var hafi verið síðasta gerð kvæðisins og jafnvel hafi Sigurður valið úr handritum skáldsins að eigin geðþótta.22 Slíkt leyfist útgefanda yfirleitt ekki því þá er hann sjálfur farinn að yrkja. Rökstuðningur Jóns Viðars er sannfærandi en tæplega óyggj- andi; þetta tiltekna handrit Jóhanns gæti hafa glatast; en líkurnar virðast þó satt að segja miklar að svona sé málið vaxið, að minnsta kosti samsvarar engin uppskriftanna sem til eru nákvæmlega frumprentuninni. Orðalagsmunur gerð- anna tveggja, þeirrar sem Jón virðist telja lokagerð og frumprentunar,23 er reyndar óverulegur nema í lokahluta kvæðisins en þar skiptir hann máli fyrir skilning þess og samræmi í byggingu. Annar munur skiptir þó litlu minna máli frá fagurfræðilegu sjónarmiði, en það er línuskiptingin. Hún veldur því að hrynjandi lokagerðarinnar sem Jón Viðar telur vera er mun lítilfjörlegri en í frumprentuninni. Það er stór ágalli því hrynjandi má kallast ein helsta líf- taug hvers fríljóðs. Jóhann birti kvæðið aldrei, sem gæti bent til þess að hann hafi ekki talið það fullort. Af þeim sökum kynni ,síðasta gerð‘ eða ,endanleg gerð‘ þess að vera ögn hæpið hugtak frá útgáfusjónarmiði. Ef til vill má segja sem svo að ,synd‘ Sigurðar Nordal sé í því fólgin að láta þess ógetið að hann bjó kvæðið til prentunar eftir ófullgerðum drögum skáldsins. Sigurði verður hinsvegar seint fullþakkað að hann kom á framfæri hinu glæsilega kvæði þó ófullgert væri að dómi höfundarins. Og af því að gerð hans er sú eina sem kunn er að ráði er rétt að líta fyrst á hana eins og hún var birt í Vöku. Sorg Vei, vei, yfir hinni föllnu borg! Hvar eru þín stræti, þínir turnar, og ljóshafið, yndi næturinnar? Eins og kórall í djúpum sjó varst þú undir bláum himninum, eins og sylgja úr drifnu silfri hvíldir þú á brjóstum jarðarinnar. Vei, vei! í dimmum brunnum vaka eitursnákar, og nóttin aumkvast yfir þínum rústum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.