Andvari - 01.01.2010, Síða 111
ANDVARI
DRAUMSILKI DEGINUM FEGRA
109
Á hvítum hestum hleyptum við upp á bláan himinbogann og ljekum að gylltum knöttum,
við hjengum í faxi myrkursins þegar það steyptist í gegnum undirdjúpin
eins og tunglgeislar sváfum við á bylgjum lífsins.
Hvar eru þau fjöll, sem hrynja yfir mína sorg!
Hálsar, sem skýla minni nekt með dupti!
í svartnætti eilífðarinnar vakir lífið og grætur,
sól eptir sól hrynja í dropatali og fæða nýtt líf og nýja sorg.33
Athugum fyrst orðalagsmun gerðanna (frávik frá frumprentun skáletruð): í
djúpum sæ I í djúpum brunnum hvœsa eitursnákar I tunglgeislar I á bylgjum
lífsins I í svartnætti eilífðarinnar vakir lífið og grœtur. I ljós kemur að helsti
orðamunur, og sá eini sem verulegu máli skiptir, er að hér er ,rauði drekinn‘
horfinn. Lítil eftirsjá er að þeirri skepnu þó ættuð sé úr Opinberunarbókinni.
,Eitursnákar í dimmum brunnum4 er velheppnað tákn um böl sem lífinu eru
búin, en línurnar sem Sigurður Nordal virðist hafa tekið úr uppkasti kvæð-
isins - „í svartnætti eilífðarinnar flýgur rauður dreki / og spýr eitri“ - sýna
glögglega að ofleik má finna hjá skáldum engu síður en leikurum. I mun
betra samræmi við heildarstefnu kvæðisins og elegískan tón lokaerindisins,
sem kallast á við upphafserindið, eru síðari lokalínur Jóhanns: „I svartnætti
eilífðarinnar vakir lífið og grætur, / sól eftir sól hrynja í dropatali og fæða nýtt
líf og nýja sorg.“ Því kvæðið fjallar um lífið, líf okkar allra. Það er umlukið
svartnætti og því má líkja við grátandi mannveru. Myndin er kosmísk: Tár
lífsins eru sólir sem fæða af sér „nýtt líf og nýja sorg“.34
Minna máli skiptir breytingin ,á bylgjum lífsins1 í stað ,hafsins‘ en finna
má rök fyrir hvorutveggja. Myndin ,á bylgjum hafsins1 fellur vel að ,undir-
djúpunum4 í línunni á undan, en ,sváfum við á bylgjum lífsins1 er í samræmi
við breytingu Jóhanns ,vakir lífið og grætur1. í dönsku þýðingunni hefur hann
,paa Livets B0lger‘ og ,vaager Livet og græder1. Þessar breytingar í loka-
hluta kvæðisins - ,á bylgjum lífsins1 og ,vakir lífið og grætur1 - er að finna í
þremur handritum (ef það danska er talið með) en hin textabrigðin einungis í
uppkastinu, og því má öruggt heita að Jóhann hafi fallið frá þeim.
En þótt tiltölulega lítill munur sé á orðalagi miðað við frumprentun er uppsetn-
ingin gjörólík. Jón Viðar virðist eins og áður segir telja að þetta sé lokagerð ljóðs-
ins, að minnsta kosti birtir hann hana í meginmáli bókar sinnar (bls. 138).35 Hann
segir einnig (bls. 372) að hún sé nánast eins og í ,blýantshandritinu‘ svokallaða.
Það er rétt einungis að því er orðalag lokahlutans varðar en uppsetningin í því
handriti er að mestu eins og í frumprentuninni í Vöku,36 Að mínum dómi er frá-
leitt að líta á línuskiptingu ljóðsins í Guðmundarbréfinu sem endanlega frá hendi
Jóhanns; flest bendir til þess (t.a.m. bæði blýantsgerðin og blekhreinritið) að hinar
löngu línur séu tilkomnar einfaldlega af þörf fyrir að koma ljóðinu á eina örk37;
og sem fríljóð er sú gerð miklu síðri vegna þess hvað hrynjandin er fátækleg.