Andvari - 01.01.2010, Síða 114
112
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
Der var sámeget at tale om,
der var sámeget vakkert til -
solgldd, vi længedes mod,
kvinder, vi vilde ofre vort blod.
Nætterne var sá lange og lyse!
Men hav og tid skilte os,
og Vestens nætter er m0rke.
[...]
Á uppkast Jóhanns að danskri þýðingu á „Sorg“, einnig óbirtri, hefur hann
skrifað: Prosadigt oversat fra islandsk. Það vekur nokkra furðu því „Sorg“ er
ekki prósaljóð heldur fríljóð, líklega það fyrsta sem frumsamið er á íslensku.
Hvernig víkur því við? Var Prosadigt á þessum árum samheiti yfir ljóð sem
ekki voru í bundnu máli? Eða hver er orsökin? - Yfirskriftin er „Sorg over en
Ven“ sem svo er breytt í „Sorg over en Sindsyg“. Það virðist staðfesta að kveikja
kvæðisins sé fréttin um veikindi Guðmundar Benediktssonar vinar hans.
*
Eins og flest kvæði Jóhanns var eftirfarandi ljóð óprentað um daga skáldsins
og yrkingartíminn er óviss:
Jónas Hallgrímsson
Dregnar eru litmjúkar
dauðarósir
á hrungjörn lauf
í haustskógi.
Svo voru þínir dagar
sjúkir en fagrir,
þú óskabarn
ógæfunnar.
Ljóðið er ort undir fornyrðislagi, hinum gamla edduhætti. Engin ellimörk
eru þó á ljóðinu, síður en svo. Það er þvert á móti afar nútímalegt og hefur
jafnvel ýmis einkenni fríljóðs, svo sem mislangar ljóðlínur og frjálslega hrynj-
andi. Enda hefur Óskar Halldórsson eftirfarandi orð um hinn forna hátt:
„Frjálsleiki fornyrðislags gerir það öðrum brögum hæfara til að sameina
gamalt og nýtt."41 Ljóðið skiptist í tvo hluta, bæði efnislega og setningafræði-
lega. Fyrri málsgreinin dregur upp mynd af hrörnun skógarins að hausti en
hin síðari varpar myndinni á Jónas Hallgrímsson, skáldbróður Jóhanns og
fyrirmynd í mörgum bestu ljóðum hans. Myndmálið nánast gælir við dauð-
ann: litmjúkar dauðarósir, hrungjörn lauf í haustskógi, sjúkir dagar en fagrir,
óskabarn ógæfunnar. Svipuð dramatísk stígandi er í ljóðinu og í „Bikarnum“
og lokamyndin er óvænt og yfirþyrmandi eins og þar.