Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 126

Andvari - 01.01.2010, Síða 126
124 ÞÓRA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR ANDVARI IV Páll er frá upphafi heiðarlegur og hreinskiptinn, ólíkt Gosa og að því leyti er ekki hægt að bera Pál saman við spýtusnáðann í gömlu útgáfunni sem höf- undur hreifst svo af. Aftur á móti má í verkinu finna annan gosa sem líkist frummyndinni meira að þessu leyti en það er gamall vinur Páls og tjaldfélagi í vegavinnu, Steindór Guðbrandsson, sem raunar er kynntur til sögunnar sem einhvers konar gosi. Lesandinn kynnist Steindóri fyrst í gegnum orð fyrrver- andi leigusala hans, málarameistarafrúar á Ránargötu 70. Páll fer þangað í leit að Steindóri en hittir í staðinn fyrrnefnda frú sem segir honum að Steindór sé farinn og ber honum ekki vel söguna. Það er ekki nóg með að honum sé lýst sem óalandi og óferjandi heldur má beinlínis heimfæra upp á Steindór meginþemað í sögunni um Gosa, sem tengist föður Gosa og skólagöngunni. Frúin segir: „Aumingja faðir hans, hugsa ég oft á dag, aumingja faðir hans, að vera að kosta hann til náms. Og svo á að fara að vígja rándýran háskóla handa þessum gosa!“ (Gangvirkið, 54). Steindór leggur stund á norrænunám í Háskólanum en verður lítið úr verki. Hann fær peninga senda frá föður sínum en eyðir þeim í svall og kvennafar. Hann talar illa um Háskólann og þá sem þar eru enda dregst það á langinn að hann ljúki prófi, og kemur reyndar í ljós að hann gerir það aldrei. Snemma í sögunni af Gosa á aðalpersónan samtal við flugu eina en Gosi segir við hana: „[...] það skal ég segja þér í trúnaði, að mig langar alls ekkert til að læra. Jeg vil heldur leika mér [...] Það er aðeins eitt á jörðu hjer, sem hentar mínum gáfum [...] Það er að jeta, drekka, sofa og skemta mér og lifa allan daginn fyrirhafnarlausu lífi.“ (Gosi, 21). Steindór gerir nákvæmlega þetta og segir nánast það sama við Pál þótt með öðrum orðum sé: „Ég verð að sætta mig við bölvaðan píring frá karli föður mínum. I vetur skammtar hann mér einhverja hungurlús mánaðar- lega og skilur ekki einu sinni að unga menn langi til að heimsumbóla um jólin eins og annað fólk og sprengja kínverja á gamlárskvöld.“ (Gangvirkið, 70-71). Steindór hangir á kaffihúsum og læst vera andlegur leiðtogi ungra og upprennandi skálda. Hann hefur nokkuð háar hugmyndir um sjálfan sig og gerir stólpagrín að Páli og lætur í það skína að hann sé heimskur sakleysingi. Seint í sögunni um Gosa, þegar honum hafa vaxið asnaeyru í Leikfangalandi, kemur mús ein að máli við hann og segir: „Veistu ekki, að hjer er það lífs- ins lögmál, að drengir, sem [...] fyrirlíta kennara, en leika sjer frá morgni til kvelds, verða með tímanum asnar.“ (Gosi, 171) Segja má að líkt fari fyrir Steindóri og öðrum sem dvelja of lengi í Leikfangalandi - hann breytist í asna. Sögumaður þríleiksins lýsir tilburðum Steindórs þegar hann er að borða oftar en einu sinni og segir m.a. að þeir hafi minnt ýmist á: „fimlegar skylmingar, listrænan píanóleik eða fyrirvaralausa rykki gervifólksins í teikni- myndum Disneys. Hann [...] þreif annað vínarbrauðið og klippti það sundur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.