Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 127

Andvari - 01.01.2010, Síða 127
ANDVARI AÐ VERÐA AÐ ALVÖRU MANNI 125 með tönnunum eins og hákarl en tuggði það eins og kanína“. (Seiður og hélog, 154-155). Það er ekki fjarri lagi að hægt sé að tengja þessa lýsingu á Steindóri beint við söguna af Gosa. Þar koma fyrir bæði hákarl og kanínur, svo um vísun í Disney og Gosa þarf vart að fjölyrða. Samviskuflugan segir eitt sinn við Gosa: „Mundu, að drengir, sem gera ætíð það eitt er þeir vilja, iðrast þess fyrr eða síðar.“ Páll bregður sér iðulega í hlutverk flugu þessarar og reynir að vera rödd samviskunnar og skynseminnar í samtölum við Steindór en það kemur fyrir lítið. Páll hefur í upphafi mikið álit á Steindóri en það álit minnk- ar og vex á víxl eftir hegðun Steindórs. Steindór endar sem óhamingjusamur og drykkfelldur gagnfræðaskólakennari sem yrkir í mesta lagi danslagatexta við ameríska slagara. Ósagt skal látið um iðrun Steindórs en minna verður úr honum en efni stóðu til. Vert er að taka hér fram að persóna Steindórs er ekki eins einföld og af þessari samlíkingu mætti ætla. Hún þjónar öðru og veigameira hlutverki í þríleiknum sem andstæða en jafnframt spegilmynd aðalpersónunnar, uppreisnarseggur og talsmaður óþægilegs sannleika sem Páll vill ekki horfast í augu við. V Gosi er oft iðrunarfullur og vorkennir sjálfum sér talsvert. Þar má finna samhljóm með honum og Páli. í Gangvirkinu ber á talsverðri sjálfsvorkunn hjá Páli og miklum trega. Gosi endurtekur sömu mistökin æ ofan í æ, iðrast jafnan ógurlega og grætur sáran. Hann segir iðulega eitthvað á þá leið að hann sé ólánsgrey sem hafi orðið að þola margt og í einu örvæntingarkastinu segir hann: „Jeg hefi aldrei lifað glaðan dag alla mína æfi. Hamingjan hjálpi mjer. Hvað verður um mig? Hvað verður um mig?“ (Gosi, 138). Páll spyr sjálfan sig margra og erfiðra spurninga og lýkur öðru bindi á þeirri sömu og Gosi spyr sjálfan sig í örvæntingu: „Hvað verður um mig?“ (Seiður og hélog, 340). Því er einnig líkt farið með Páli og Gosa að báða langar þá til að verða að „alvöru“ mönnum. Gosi verður, þegar á líður, uppgefinn á því að vera spýtukarl og langar í eitthvað annað og meira. Hann barmar sér og segir: „Skelfing leiðist mér að vera alt af gerfikarl [...] mig langar til að verða maður“. (Gosi, 125). Gosi veit að hann verður að taka sig á og vinna fyrir því en á langa og erfiða leið fyrir höndum. Páll segir snemma í fyrstu bók þríleiksins, Gangvirkinu, þegar ekkert blasir við honum nema fátækt og basl í Reykjavík, hann er auralaus og atvinnulaus og orðinn þreyttur á sultarlífinu: „Ég hef um skeið gefið mig á vald barnalegum draumórum, en nú er það liðið hjá. Nú langar mig einungis til að vera vandaður og prúður maður“. (Gangvirkið, 36). Páll er vandaður að upplagi en hann á líkt og Gosi eftir að þreyta marga prófraunina í þessari viðleitni sinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.