Andvari - 01.01.2010, Síða 128
126
ÞÓRA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR
ANDVARI
VI
Gervimennska eða tvöfeldni af ýmsu tagi á við um margar persónur í þríleikn-
um, heldur fleiri en færri, og má þess vegna líkja umhverfi Páls við einskonar
gervikarlaleikhús. Tengist þetta ekki síst því hvernig íslendingar bregðast við
þegar herinn stígur á land og færir með sér endalaus gróða- og atvinnutæki-
færi, alls konar nýjungar eins og nýstárlega tónlist, dansskemmtanir af ýmsu
tagi, og allskyns gylliboð í formi nælonsokka, tyggigúmmís og viskís svo að
eitthvað sé nefnt.
Olafur Jóhann var talsmaður friðar og viðurkenndi fúslega að hann óttaðist
stórveldi, kjarnorkuvígbúnað og stríð. Hann sá engan tilgang með slíku og
var algerlega mótfallinn því að íslendingar gengju til samninga við Banda-
ríkjamenn um hervernd í stríðslok. í viðtali við Birting árið 1958 segir hann
um ákvörðun íslenskra alþingismanna:
Mér fannst það glapræði þeirra óskiljanlegt með öllu að leyfa Bandaríkjamönnum að
koma hér upp herstöðvum jafnskjótt og við höfðum öðlazt sjálfstæði að nýju. Mér tókst
ekki að eygja nokkra vitglóru í háttalagi þeirra, þegar þeir þræluðu okkur í Atlants-
hafsbandalagið og gerðu okkur þannig, vopnlaust og friðsamt fólk, að ábyrgum aðila í
kaldastríðinu. Eg hef oft borið kvíðboga fyrir því á liðnum árum, að bandarísk herseta
og skefjalaus stórveldadýrkun kynni að ganga af heilbrigðri þjóðerniskennd okkar
dauðri á tiltölulega stuttum tíma.
Þessar skoðanir eru eins og talaðar út úr hjarta aðalpersónu þríleiksins, Páls
Jónssonar, en þar er jafnframt gert grín að yfirborðsmennsku og látalátum,
iðulega eru þversagnir dregnar fram og jafnframt er slíkt gagnrýnt, ýmist
með hógværð eða harðlega og oft á kaldhæðinn hátt. Broddurinn í þríleiknum
verður æ beittari eftir því sem kafað er dýpra í verkið. Lesandinn fær æ sterk-
ari tilfinningu fyrir alvöru málsins, í gegnum huga Páls Jónssonar
Páll virðist almennt þeirrar skoðunar að íslendingar selji sál sína og for-
heimskist af nýjungum og gróðavonum. Islensk menning og þjóðarstolt er að
sökkva í ruslahaug. I sögunni af Gosa kemur við sögu álfkona nokkur sem
er tákn hins hreina og góða og minnir í þessu samhengi að mörgu leyti á
fjallkonuna. í Gosa deyr álfkonan góða einu sinni en lifnar þó aftur við síðar
þegar Gosi bætir hegðun sína. Á legstein hennar er þetta letrað:
Álfkonan fagra
í æðri heima
horfin er
harmi lostin.
Grjet hún Gosa,
góðan bróður
sokkinn í soll
samtíðar. (Gosi, 108-109)
\