Andvari - 01.01.2010, Side 134
132
ÁRNI KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Elsk din neste, du kristensjel,
tred ham ikke með jernskodd hæl,
ligger han enn i st0vet!
Alt som lever, er underlagt
kjærlighetens gjenskaper-makt,
bliver den bare prpvet.
Eftir þetta hvarf Markúsar sá ég hann aldrei aftur; enda fór ég utan stuttu
eftir að allt þetta gerðist. Um veturinn fékk ég bréf frá honum. Þá var hann
kominn á Vífilsstaði með tæringu í lungum. Hann var samt vongóður um bata
og byggði borgir í huganum sem fyrr. Það hafði verið ætlun okkar beggja að
hittast í Berlín og stunda þar nám saman. En þetta fór á aðra lund eins og
flest annað. Þegar hann hresstist var hann fluttur á Farsóttarhúsið. Þar fékk
hann lungnabólgu sem leiddi hann til dauða 11. júní 1932, tæplega 29 ára að
aldri. Hann var jarðaður í Reykjavíkur-kirkjugarði, Hólavallagarði, skammt
frá kapellunni.
Sögu Markúsar svipar til sögu margra annarra íslenskra efnismanna, sem
erfiðar kringumstæður, fátækt, einangrun og heilsuleysi leiddu í gröfina fyrir
aldur fram.
Sem tónskáld lifir Markús Kristjánsson enn í almenningshuga, en í mínu
minni auk þess sem hinn göfugi og elskulegi vinur sem hann var mér.
Það gæti verið skynsamleg ályktun að Markús mundi hafa lagt íslenskri
tónlist enn ríkari skerf hefði hann lifað lengur. Slíkar hugleiðingar tel ég vera
út í hött. Líf og dauði eru í órjúfandi orsakasambandi hvort við annað. Hver
mannsævi, hvort heldur hún er stutt eða löng, er alger í sjálfri sér og hefði ekki
getað orðið öðruvísi eða önnur í raun og veru.