Andvari - 01.01.2010, Page 135
HOFUNDAR EFNIS
Ámi Kristjánsson (1906-2003) píanóleikari, kennari og síðar skólastjóri við
Tónlistarskólann í Reykjavík. Tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins 1959-75. Gaf
út ritgerðasafn um tónlist og samdi og þýddi bækur um og eftir tónsnill-
inga.
Bragi Þorgrímur Olafsson (f. 1976). Próf í sagnfræði og stjómmálafræði við
Háskóla Islands. Hefur séð um tvær bækur með útgáfu heimildarita. Sagn-
fræðingur í handritadeild Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns.
Gunnar Stefánsson (f. 1946) ritstjóri Andvara. Próf í íslensku og bókmennta-
sögu við Háskóla íslands. Verkefnisstjóri bókmennta á Rás 1 Ríkisútvarps-
ins. Hefur samið bókina Útvarp Reykjavík, saga Ríkisútvarpsins 1930-
1960.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson (f. 1953) Doktor í stjómmálafræði frá Oxford-
háskóla. Prófessor í þeirri grein við Háskóla íslands. Hefur samið mörg
fræðirit og ævisögur Jóns Þorlákssonar, Benjamíns H. J. Eiríkssonar og
Halldórs Laxness.
Jón Karl Helgason (f. 1965). Doktor í samanburðarbókmenntum frá Banda-
ríkjunum. Hefur meðal annars sent frá sér bækumar Hetjan og höjimdur-
inn, Höfundar Njálu og Mynd af Ragnari í Smára. Dósent í íslensku- og
menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla íslands.
Páll Bjamason (f. 1939). Cand. mag. í íslenskum fræðum. Lengi íslensku-
kennari við Menntaskólann við Sund. Eftir hann hafa birst nokkrar fræði-
legar ritsmíðar, einkum um Bjama Thorarensen, Jónas Hallgrímsson og
Tómas Sæmundsson.
Þorsteinn Þorsteinsson (f. 1938). Stundaði nám í tungumálum og bókmennt-
um í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi. Hefur fengist við kennslu og
útgáfustörf og ritað bókina Ljóðhús, þættir um skáldskap Sigfúsar Daða-
sonar.
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir (f. 1965). MA-próf í almennum bókmenntum
við Háskóla íslands. Starfaði við bókaútgáfu 1990-2007. Forstöðumaður
Blindrabókasafns íslands.