Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Side 30
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Hitt mun aftur á móti oft satt,
að lítið gagn sé að tungumála-námi
því, sem unglingum er boðið u'ppá
í amerískum skólum; þekki eg þess
of mörg dæmi, að stúdentar, sem
hafa haft 3—4 ára high-school nám
í þýzku eða frönsku, hafa verið
ólæsir á þessi mál eftir þann tíma.
Hlýtur eitthvað að vera bogið við
það nám, annað hvort af hálfu
kennarans eða nemandans, nema
hvorttveggja sé. Má til saman-
burðar nefna það, að íslenzkir
stúdentar verða fluglæsir á þýzku
eftir þriggja ára nám.
í nýiTí bók um málfræði í víð-
tækustu merkingú: Language, eftir
Leonard Bloomfield, prófessor í
germönskum málum í háskólanum
í Chicago, kvartar höf. mjög undan
gagnsleysi hins venjulega tungu-
mála-náms í Ameríku. Mest gagn
mundi, að hans ætlun, vera að því,
að láta börn útlendinganna nema
mál forelda sinna. (In particular
we could gain by having children
of foreign background study the
language they had heard at home.)
Er þetta og auðskilið mál öllúm
öðrum en þeim, sem líta svo á, að
betra sé að gleyma en geyma tungu
feðra sinna.
II.
Ekki leikur neinn vafi á því, að
til viðhaids tungunni er nytsamt að
kenna börnum og unglingum hana,
og örva menn yfirleitt til þess að
taia hana og lesa. Gildi skóla og
bókasafna eða lestrarfélaga er í
þessu efni svo alkunnugt, að ekki
þarf um að ræða. í sambandi við
bókasöfn mætti mynda lestrar-
hringi eða málfundafélög, þar sem
menn læsu bækurnar hátt og
ræddu efni þeirra — þar sem svo
hagaði til, að slíku yrði við komið.
Ef til vill gætu svipuð félög og
iðkað íslenzka leiklist að meir eða
minna leiti, að minsta kosti gætu
menn lesið hin íslenzku leikrit Jó-
hanns Sigurjónssonar, Indriða Ein-
arssonar og Guðmundar Kambans
og Guttorms Guttormssonar í
svona félagsskap ekki síður en sög-
úr og kannske kvæði. En alt það,
sem menn á þenna hátt geta gert
fyrlr viðhald íslenzkunnar liggur, að
mér virðist, svo í augum uppi, að
ekki mun þurfa að orðlengja um
það, enda veit eg ekki nenia þessu
öllu sé beitt nú þegar af þjóðrækn-
um Vestur-íslendingum til viðhalds
tungunni og menningu feðranna.
En fleira má gera fyrir tunguna
en alt þetta. Til dæmis mætti
örva menn til þess að leggja stund
á vísindalega athugun tungunnar.
Þetta gerði Þjóðræknisfélagið, þeg-
ar það veitti Páli Bjarnarsyni verð-
laun fyrir ritgerð um íslenzka orð-
tengðafræði og birti hana í Tíma-
ritinu. Sumir menn eru að nátt-
úrufari forvitnir um alt milli him-
ins og jarðar, einnig það sem flest-
um mönnum þykir einskis vert.
Það eru þessir menn, sem síðar
verða vísindamenn með því að
sökkva sér ofan í rannsókn þeirra
hluta — oftast smáatriða — sem
fjöldinn gengur hugsunarlaus eða
jafnvel með fyrirlitningu fram hjá.
Ekki er eg í vafa um, að marg-
ur vestur-íslenzkur unglingur er
með þessu forvitnismerki brendur,
nú ekki síður en þegar þeir Hjört-
ur Þórðarson og Vilhjálmúr Stef-
ánsson voru að alast upp.
Mundi það ekki vera hagur fyrir