Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Side 31

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Side 31
HVAÐ GETA VESTUR-ÍSLENDINGAR GERT 11 íslenzka tungu, ef forvitni þessara manna væri beint til þess að at- huga hana? Eg held að því verði ekki neitað, á meðan menn telja það nokkurs virði að stofna og halda við kennaraskólum með há- lærðum prófessorum í íslenzkri tungu. Nú munu allir sannir vís- indamenn vera á einu máli um það, að vér séu'm því betur farnir sem vér vitum meira og nákvæmara um þá hluti sem vér á annað borð teljum rannsóknarverða. Á sama hátt munu allir íslenzkir málfræð- ingar játa, að því meir sem vér vitum um tunguna, því betur. En vita þá ekki þessir hálærðu málfræðingar alt sem vert er að vita um íslenzka tungu? Því er fljótsvarað: nei. Enn eru mikil lönd ónumin fyrir þá, sem beina vilja athygli sinni og verja tíma sínum til rannsóknar ís- lenzkri tuligu. Til dæmis má nefna eitt svið niálfræðinnar, sem aldrei verður uppunnið: orðasöfnun. Ef vel væri, ættum vér að þekkja öll þau orð, sem á bók hafa verið fest frá því byrjað var að skrifa íslenzku. En það er langt frá því, að svo sé. Að vísu hafa flest fornrit (c: rit eldri en 1400) verið útgefin og orðtekin tii allgóðrar hlítar. Vér finnum þessi fornu orð með því að fletta upp hinum miklu orðabókum eftir Cleasby-Vigfússon, J. Fritzner og Sveinbjörn Egilsson - Finn Jónsson. h*á höfum vér og hina stóru orða- bók Sigfúsar Blöndals yfir nútíðar- mál, en það er langt frá því að hún sé fullkomin, eins og síðar skal vikið að. En í Landsbókasafni ísland-s o. fl. söfnúm liggja haugar af handritum frá seinni öldum, fullar hillur af riddarasögum, rímum, prédikunum, sálmum og kvæðum, sem enn hafa hvorki verið gefin út né orðtekin. Enginn veit hve mörg orð liggja þarna grafin, en svo mikið er víst: þau eru mörg. Þá er alþýðumálið. Mikið af því hefir aldrei verið á bók fest, og þótt tekín hafi verið upp í orðabók Blöndals söfn ýmsra úr alþýðu- máli, er langt frá því að sú lind hafi verið þurausin; já, það er óhætt að fullyrða að hún verður það aldrei. Af öðrum sviðum málfræðinnar má nefna sögu málsins, þar sem raktar væru hljóðbreytingar máls- ins frá öndverðu til vorra daga, breytingar í orðmyndun, orðmynd- um, orðaröð og setningagerð, breytingar í stíl. Sérstaklega hafa setningafræðin og stíl-fræðin verið gjörsamlega vanræktar, svo að þar bíður mikið verkefni nýrra manna. Loks er enn mikið óunnið á sviði hljóðfræðinnar, þrátt fyrir liið á- gæta yfirlit Jóns Ófeigssonar í orðabók Blöndals og ritgerðir und- irritaðs, auk þess, sem útlendingar hafa skrifað um málið. Margt er tildæmis alveg óljóst um framburð, svo sem margvísleg afbrigði sér- hljóða, sem geta borið í sér fræ til nýrra hljóðbreytinga, ennfremur yfirgripsmikil rannsókn á áherzlu og hreim, sem mjög lítið er u'm vitað. Loks er þekkingin á út- breiðslu málýskueinkennanna enn mjög ónákvæm. íslendingar hafa nú um all-langt skeið lagt allmikla rækt við staf- setningu tungunnar. Tvær stefnur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.