Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 34
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ensk? Því er fljótsvarað: takið
öll orð, íslenzk jafnt og ensk.
Hér er komið að því, sem mjög
mikils er um vert að vita: baráttu
íslenzkunnar við enska tungu. All-
ir vita, að mál Vestur-íslendinga er
meira og minna blandað enskum
orðum og orðatiltækjum, því meira
sem máttur enskunnar er meiri.
Sum af þessum orðum og orðatil-
tækjum markar íslenzkan þó aug-
sýnilega sínu marki með því að
breyta framburði, gefa nýtt kyn
og fara með að öllu sem innlent
góss. Þetta verður t.d. þegar road
verður að “rót”, kvenkyns; yard
verður “jarð”, hvorugskyns; car
verður “kar”, hvorugskyns. Hvort
sem eg “krossa rótina” eða “strít-
u'na” til þess að ná í “karið”, þá
eru öll þessi orð dregin í íslenzkan
dilk, mörkuð íslenzku marki fram-
burðar, beygingarendinga og kyns,
að sýnu leyti alveg eins og kaffi
og tóbak, kirkja og klerkar eru
íslenzk orð af útlendum uppruna.
Öll svona orð eru því réttnefnd
vestur-íslenzka og sjálfsagt að
taka þau upp í orðasöfnun. Vafa-
samara gæti sýnst hvað gera
skyldi við ensk orð, sem tekin eru
alveg óbreytt, eins og t.d. ef ein-
hver segði: “The liberals unnu í
kosningun.um.” Kannske væri rétt
að taka svona ensk orð, sem væru
á hvers manns vörum, en óþarfi
sýnist að elta ólar við þau.
Það eru útlendu orðin, sem ís-
lenzkan hefur knésett, búið í sinn
sérstaka íslenzka búning, sem
merkilegt er að vita um. Með öðr-
um orðum: það sem menn í idag-
legu tali kalla verstu málleysur og
ambögur og sjálfsagt hneykslast
mest á.
Og nú veit eg að margur þjóð-
rækinn maður mun spyrja: Er
nokkurt vit í því, að gera sér far
um að taka eftir því og festa það
á bók, sem við að réttu lagi eigum
að verja öllum kröftum til að út-
rýma? Er ekki bezt að láta þessa
svörtu bletti á tungunni liggja í
þagnar gildi? Ef íslenzkan móðir
vor er sjúk, þá látum hana deyja í
friði og höfum ekki hátt um sótt-
arfar hennar!
Margt má finna þessu sjónar-
miði til málsbóta, ef maður er
þjóðrækinn íslendingur, sem ann
málinu langra lífdaga, og ber kinn-
roða fyrir hrörnun þess og aftur-
för.
En það eru til önnur sjónarmið,
meðal annars sjónarmið hins for-
vitna vísindamanns. Almenningur
á oft erfitt með að skilja réttmæti
þess. Ætli góður borgari í Písa
hafi ekki brosað í kampinn að
vitleysum í Galilei, þegar hann
var að leika sér að því að láta
lóðin detta ofan af halla tumin-
um? Þó fann hann með þessum
einfalda leik vísindalegt lögmál,
sem orðið hefir grundvöllur afl-
fræðinnar eftir hans daga. Watts
fann gufuvélina út frá athugunum,
sem hann gerði á loki sjóðandi
kaffiketils. Svo mætti lengi telja:
Flest af því, sem fleygt hefir
mannkyninu lengst á framafara-
braut þess, hefir átt upptök sín í
athugunum forvitinna manna á
“ómerkilegum” hlutum og fyrir-
brigðum.
Nú geri eg mér ekki háar vonir
um, að athuganir á vestur-íslenzku