Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 34

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 34
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ensk? Því er fljótsvarað: takið öll orð, íslenzk jafnt og ensk. Hér er komið að því, sem mjög mikils er um vert að vita: baráttu íslenzkunnar við enska tungu. All- ir vita, að mál Vestur-íslendinga er meira og minna blandað enskum orðum og orðatiltækjum, því meira sem máttur enskunnar er meiri. Sum af þessum orðum og orðatil- tækjum markar íslenzkan þó aug- sýnilega sínu marki með því að breyta framburði, gefa nýtt kyn og fara með að öllu sem innlent góss. Þetta verður t.d. þegar road verður að “rót”, kvenkyns; yard verður “jarð”, hvorugskyns; car verður “kar”, hvorugskyns. Hvort sem eg “krossa rótina” eða “strít- u'na” til þess að ná í “karið”, þá eru öll þessi orð dregin í íslenzkan dilk, mörkuð íslenzku marki fram- burðar, beygingarendinga og kyns, að sýnu leyti alveg eins og kaffi og tóbak, kirkja og klerkar eru íslenzk orð af útlendum uppruna. Öll svona orð eru því réttnefnd vestur-íslenzka og sjálfsagt að taka þau upp í orðasöfnun. Vafa- samara gæti sýnst hvað gera skyldi við ensk orð, sem tekin eru alveg óbreytt, eins og t.d. ef ein- hver segði: “The liberals unnu í kosningun.um.” Kannske væri rétt að taka svona ensk orð, sem væru á hvers manns vörum, en óþarfi sýnist að elta ólar við þau. Það eru útlendu orðin, sem ís- lenzkan hefur knésett, búið í sinn sérstaka íslenzka búning, sem merkilegt er að vita um. Með öðr- um orðum: það sem menn í idag- legu tali kalla verstu málleysur og ambögur og sjálfsagt hneykslast mest á. Og nú veit eg að margur þjóð- rækinn maður mun spyrja: Er nokkurt vit í því, að gera sér far um að taka eftir því og festa það á bók, sem við að réttu lagi eigum að verja öllum kröftum til að út- rýma? Er ekki bezt að láta þessa svörtu bletti á tungunni liggja í þagnar gildi? Ef íslenzkan móðir vor er sjúk, þá látum hana deyja í friði og höfum ekki hátt um sótt- arfar hennar! Margt má finna þessu sjónar- miði til málsbóta, ef maður er þjóðrækinn íslendingur, sem ann málinu langra lífdaga, og ber kinn- roða fyrir hrörnun þess og aftur- för. En það eru til önnur sjónarmið, meðal annars sjónarmið hins for- vitna vísindamanns. Almenningur á oft erfitt með að skilja réttmæti þess. Ætli góður borgari í Písa hafi ekki brosað í kampinn að vitleysum í Galilei, þegar hann var að leika sér að því að láta lóðin detta ofan af halla tumin- um? Þó fann hann með þessum einfalda leik vísindalegt lögmál, sem orðið hefir grundvöllur afl- fræðinnar eftir hans daga. Watts fann gufuvélina út frá athugunum, sem hann gerði á loki sjóðandi kaffiketils. Svo mætti lengi telja: Flest af því, sem fleygt hefir mannkyninu lengst á framafara- braut þess, hefir átt upptök sín í athugunum forvitinna manna á “ómerkilegum” hlutum og fyrir- brigðum. Nú geri eg mér ekki háar vonir um, að athuganir á vestur-íslenzku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.