Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Side 42

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Side 42
22 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA námupiltanna; og að líkindum hef- ir sú tilgáta verið rétt. En aðrir héldu hyí fram (f spaugi, auðvit- að), að þetta hefði verið fylgja hins dularfulla gests, sem gjörði okkur heimsókn daginn eftir—og að fylgja hans væri nokkurs kon- ar Írafells-Móri eða Hjaltastaða- fjandi. En nú er að segja frá gestinum og erindi hans: Á sunnudagsmorguninn, um dag- málaskeið, sáum við hann koma eftir göngustíg þeim, sem lá frá námubænum á ská upp hlíðina að húsinu, sem við vorum í. Við horfðum á hann út um gluggann. Hann gekk mjög hægt, nam staðar með köflum, sneri sér við með hendur í síðu og horfði yfir bæinn og út á fjörðinn, eins og hann væri að virða fyrir sér hið undur-fagra útsýni, og væri hrifinn af því. Þeg- ar hann var næstum kominn að húsinu, tók hann ofan hattinn og lagaði á sér hárið, og sáum við þá, að hann var maður fremur fríður sýnum, á að gizka rúmlega þrí- tugur að aldri, dökkur á hár og nýrakaður. Hann var í gráum föt- um, sem fóru honum sérlega vel; hálslín hans var drifhvítt og vel frá hálshnýtinu gengið. Hann var hár meðalmaðu'r og svaraði sér vel að gildleika, og að öllu var hann hinn prúðmannlegasti til að sjá. En þrátt fyrir það, var þó eitthvað dularfult við hann, að mér virtist; og eg sá það á íslenzku piltunum, að þeim þótti það í meira lagi kyn- lagt, að hann skyldi koma heim að húsinu til okkar. Þeir voru vissir að þeir höfðu aldrei áður séð hann, og þeim fanst það því mjög ólík- legt, að hann gæti átt erindi við þá. Strax og hann kom að húsinu, drap hann á dyr, en undur hægt og næstum hikandi, eins og hon- lum væri um og ó. Og þegar dyrn- ar voru opnaðar, gekk hann inn í húsið óboðinn, bauð okkur ‘“góðan morgun” mjög kurteislega, lagði hattinn sinn á borðið, °g settist á þann bekkinn, sem fjær var dyr- unum. 1 Piltar tóku kveðju lians glaðlega og sögðu hann velkominn. “Eg þykist vita, að þið séuTð ís- lendingar,” sagði hann eftir að hafa virt okkur fyrir sér um stund. En hann sagði það lágt og seint og mælti á enska tungu. Og eg tók eftir því, að augu hans vonu' dap- urleg, eins og hann hefði vakað um nóttina, og að hann var mjög fölur í andliti. Piltar sögðu að hann ætti koll- gátuna, því að við værum allir ís- lendingar í húð og hár. “Sex fullorðnir og einn dreng- ur,” sagði gesturinn. “Alvég rétt,” sagði einhver pilt- anna; “við erum hér sjö Íslending- ar og eigum til mætra manna ættir að rekja.” “Eg efast ekki um það,” sagði gesturinn og brosti; “en eru ekki fleiri Íslendingar í þessum bæ?” Honum var nú sagt að við vær- um einu íslendingarnir í Tangier. Og virtist okkur að hann eiga bágt með að trúa því. Hann þagði dá- litla stund og hnyklaði brýrnar ofurlítið. “Eg á brýnt erindi við ykkur,” sagði hann svo alt í einu, “og þess vegna er ekki nerna rétt, að eg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.