Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Side 42
22
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
námupiltanna; og að líkindum hef-
ir sú tilgáta verið rétt. En aðrir
héldu hyí fram (f spaugi, auðvit-
að), að þetta hefði verið fylgja
hins dularfulla gests, sem gjörði
okkur heimsókn daginn eftir—og
að fylgja hans væri nokkurs kon-
ar Írafells-Móri eða Hjaltastaða-
fjandi.
En nú er að segja frá gestinum
og erindi hans:
Á sunnudagsmorguninn, um dag-
málaskeið, sáum við hann koma
eftir göngustíg þeim, sem lá
frá námubænum á ská upp hlíðina
að húsinu, sem við vorum í. Við
horfðum á hann út um gluggann.
Hann gekk mjög hægt, nam staðar
með köflum, sneri sér við með
hendur í síðu og horfði yfir bæinn
og út á fjörðinn, eins og hann væri
að virða fyrir sér hið undur-fagra
útsýni, og væri hrifinn af því. Þeg-
ar hann var næstum kominn að
húsinu, tók hann ofan hattinn og
lagaði á sér hárið, og sáum við þá,
að hann var maður fremur fríður
sýnum, á að gizka rúmlega þrí-
tugur að aldri, dökkur á hár og
nýrakaður. Hann var í gráum föt-
um, sem fóru honum sérlega vel;
hálslín hans var drifhvítt og vel
frá hálshnýtinu gengið. Hann var
hár meðalmaðu'r og svaraði sér vel
að gildleika, og að öllu var hann
hinn prúðmannlegasti til að sjá.
En þrátt fyrir það, var þó eitthvað
dularfult við hann, að mér virtist;
og eg sá það á íslenzku piltunum,
að þeim þótti það í meira lagi kyn-
lagt, að hann skyldi koma heim að
húsinu til okkar. Þeir voru vissir
að þeir höfðu aldrei áður séð hann,
og þeim fanst það því mjög ólík-
legt, að hann gæti átt erindi við
þá.
Strax og hann kom að húsinu,
drap hann á dyr, en undur hægt
og næstum hikandi, eins og hon-
lum væri um og ó. Og þegar dyrn-
ar voru opnaðar, gekk hann inn í
húsið óboðinn, bauð okkur ‘“góðan
morgun” mjög kurteislega, lagði
hattinn sinn á borðið, °g settist á
þann bekkinn, sem fjær var dyr-
unum. 1
Piltar tóku kveðju lians glaðlega
og sögðu hann velkominn.
“Eg þykist vita, að þið séuTð ís-
lendingar,” sagði hann eftir að
hafa virt okkur fyrir sér um stund.
En hann sagði það lágt og seint og
mælti á enska tungu. Og eg tók
eftir því, að augu hans vonu' dap-
urleg, eins og hann hefði vakað um
nóttina, og að hann var mjög fölur
í andliti.
Piltar sögðu að hann ætti koll-
gátuna, því að við værum allir ís-
lendingar í húð og hár.
“Sex fullorðnir og einn dreng-
ur,” sagði gesturinn.
“Alvég rétt,” sagði einhver pilt-
anna; “við erum hér sjö Íslending-
ar og eigum til mætra manna ættir
að rekja.”
“Eg efast ekki um það,” sagði
gesturinn og brosti; “en eru ekki
fleiri Íslendingar í þessum bæ?”
Honum var nú sagt að við vær-
um einu íslendingarnir í Tangier.
Og virtist okkur að hann eiga bágt
með að trúa því. Hann þagði dá-
litla stund og hnyklaði brýrnar
ofurlítið.
“Eg á brýnt erindi við ykkur,”
sagði hann svo alt í einu, “og þess
vegna er ekki nerna rétt, að eg