Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Page 47
BOY BURNS
27
gan. — — — Svo leið að jólum.
Vinnan í kalknámunni hætti, og
verkamennirnir fóru heim til sín;
þeir áttu flestir heima við Cansó-
sund. Eg og Böy Burns vorum
þeir einu, sem þurftum að stíga á
skipsfjöl, til þess að komast heim.
Skipið, sem flutti okkur frá nám-
u'nni til Halifax, lagði af stað frá
Port Musgrave á milli jóla og ný-
árs. Herra Cormigan og nokkrir
af mönnum hans (og þar á meðal
Ben Killam) fylgdu okkur ofan á
bryggju. Eg man það glögt, að
Boy kvaddi þá alla með handa-
bandi, nema Killam einan. En til
Killams gekk hann að síðustu og
sagði við hann (og talaði nú furðu-
góða ensku): “Herra Killam, þú
hefir gjört á hluta minn og haft
mig fyrir rangri sök; og samt hefði
eg fyrirgefið þér það, ef þú hefðir
heðið mig fyrirgefningar í votta
viðurvist, en það hefir þú aldrei
viljað gjöra. Eg hefði sótt þig að
lögum fyrir hérlendum dómara, ef
herra Connigan hefði ekki aftrað
því; og eg hefði háð einvígi við
þig — með hvaða vopni, sem þú
hefðir kosið — ef nokkur kostur
hefði verið á því, því að einhverja
úppbót verð eg að fá.” — “Eru það
peningar, eða hvað, sem þú vilt að
eg láti þig fá?” sagði Killam og
glotti. — “Nei,” sagði Boy; “pen-
inga þína fyrirlít eg — gull þitt og
silfur er mér viðurstygö. En eg
gef þér enn einu sinni kost á að
úiöja mig fyrirgefningar, og eg er
reiðuhúinn til að rétta þér hönd
^iína og fyrirgefa þér. Ertu til?”
Og Boy rétti fram hægri hönd
sína. — “Þetta er drengilega mælt,”
sagði heiTa Cormigan. — Killam
tók ekki í höndina, sem Boy rétti
honum, heldur krosslagði hann
armana á bringunni og mælti:
“Nei, og aftur nei! Eg bið aldrei
íslendinga fyrirgefningar. Aldrei!”
— “Sé það eins og þú vilt,” sagði
Boy; “eg hlýt þá að taka til þess
eina ráðs, sem eftir er, og það er
þetta: Af allri sálu minni og öllu
hjarta stefni eg þér fyrir hinn
æðsta dómstól — dómstól drottins
----dóm guðs!” — Killam hló. En
Boy fór um borð í skipið, sem lá
þar við bryggjuna. Á gamlársdag
komum við til Halifax, og þar
kvaddi eg Boy á bi’yggjunni um
kvöldið. Síðan hefi eg ekki séð
hann.-----------En sagan er enn
ekki öll. Og takið eftir! Þegar eg
kom aftur til Port Mulgave — og
það var í vor, um páskana — þá
varð eg þess strax var, að Killam
var ekki sami maður og áður.
Hann hafði tekið snöggum og
furðulegum sinnaskiftum. Nú var
hinn innri maður hans lamaður.
Stefnan hvíldi á huga hans eins og
martröð, bæði í svefni og vöku, og
vofði yfir sálu hans sem tví-
eggjað sverð — sem ógn-dimmur
skuggi eilífrar vansælu. Og nú er
svo komið, að hann vill alt til þess
vinna, að Boy taki aftur orð sín og
og sættist við sig heilum sáttum.
Hann er meira en fús til þess, að
biðja piltinn fyrirgefningar, og það
í vctta viðurvist — hundrað votta
— þúsund votta — í viðurvist gjör-
valls mannkynsins, ef þörf gjör-
ist. Eða með öðrum: Hann vill
út af lífinu fá piltinn til að taka
aftur hin þungu orð sín — hina
óttalegu stefnu. —Og fyrir hönd
Killams og vandamanna hans er eg