Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Side 51
Æfintýri eftir J. Magnús Bjarnason
í íþöku á Grikklandi var einu
sinni í fornöld konungur nokkur,
mildur og mætur, sem var afkom-
andi þeirra Oddyssevs og Penelope,
og fóstursonur hofgyðjunnar, Pýþíu
í Delfoi. Hann var um tvítugt,
þegar hann tók ríki eftir föður
sinn. Þá var óáran mikil í landi,
stjórnarfarið í ólagi og fjárhyrzla
ríkisins tóm.
Ekki var hinn ungi konungur
fyr seztur að völdum, en hann
kallaði fyrir sig fjóra síðskeggjaða
og öldumiannlega ráðgjafa, sem
um langt skeið liöfðu þjónað föður
hans og að mestu ráðið lögum og
lofum í ríkinu.
“Nú verðið þið aö láta hendur
standa fram úr ermum og ráða
skjótar bætur á öllu því, sem niest
þrengir að þjóðinni,” sagði kon-
ungurinn.
Ráðgjafamir settust undir eins
á rökstóla og komu með margar
tillögur. Einn þeirra vildi, að
ánauðugir þrælar væru látnir grafa
til gulls og silfurs í fjöllunum, og
fjárhyi*zla ríkisins fylt hið skjót-
asta; annar vildi, að meiri rækt
væri lögð við landbúnaðinn; hinn
Þríðji áleit, að þjóðinni yrði það
happasælast, að leggja mikið kapp
á iðnað og verzlun; og hinn fjórði
eggjaði konunginn á að hjóða út
hði og fara herferð gegn Spartverj-
um og Messeníu - mönnuin, og
teggja undir sig kostulegar borgir
°g kornauðug lönd. Og gátu ráð-
gjafarnir aldrei orðið á eitt sáttir,
því að sitt vildi hver; og gekk svo
til í marga daga, að ekkert mál var
útkljáð, sem á dagskrá þeirra var.
Hinum unga konungi leiddist
þetta þref í ráðgjöfunum svo mjög,
að hann að lokum rak þá alla í
burtu úr þjónustu sinni. — Tók
hann sér þá ferð á hendur, í dular-
búningi, til Appollós-hofsins í Del-
foi, og gekk til fréttar við fóstru
sína, Pýþíu.
Þegar Pýþía sá fósturson sinn,
konunginn í íþöku, ganga inn í
hofið, kom hún á móti honum, tók
í hönd hans og sagði blíðlega:
“Hvað veldur því, að þú kernur
hingað einn þíns liðs og búinn eins
og förumaður?”
Þá laut konungur fóstru sinni og
sagði:
“Til þess er eg hingað kominn,
að biðja guðinn Apolló að benda
mér á þann mann, sem mér er
óhætt að leita ráða til, þegar vanda
ber að höndum í ríkisstjórn minni.
Eg þarf nú á einum góðum ráð-
gjafa að halda; og verður hann að
vera vitur maður — maður, sem
stundar réttvísi, ber lotningu fyrir
miskunnseminni, og elskar friðinn.
— Eg hefi þegar vikið gömlu ráð-
gjöfunum úr embætti, sökurn þess
aö enginn þeirra liefir neinn af
þessum guðdómlegu mannkostum.
Ef til vill vilja þeir ríkinu alt hið
bezta, en þeir geta aldrei orðið
sammála um neitt. — Hefi eg þá
sagt þér alla vöxtu, sem á eru um