Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Síða 53
Min»iifSif|air frá MöðruLvöltaLm
Eftir Guðmund Friðjónsson
Pjörutíu ár eru nú síðan eg fór
af Möðruvallaskóla. Og þó að lífið
í honurn væri þannig, að naumast
geti heitið sögulegt, kynni samt að
vera boðlegt að segja frá því og
ókomnum tíma til fróðleiks heldur
en hitt. Skólafólki í Vesturheimi,
sem er af voru bergi hrotið, myndi
þykja frásögn af skólalífi í íslenzkri
sveit nýstárlegt, þó um gamalt sé
að ræða. Og enn er á það að líta,
að allmargir Möðruvellingar eru í
Vesturheimi, sem þetta myndu
skoða svo sem fjöður af fati sínu.
Priðrik Guðmundsson hefir í
Endurminningum sínum minst á
matarmál Möðruvallaskólans, sem
þar gerðust í hans skólatíð. Þau
gerðust áður en eg kom að Möðru-
völlu'm og voru um garð gengin.
En eftirköst þeirra treindust að því
leyti, að skólasveinar fæddu sig
sjálfir.
Þegar eg kom í skólann, var
borðhaldið með því móti, að læri-
sveinar höfðu sameiginlegt mötu-
neyti; keyptu matreiðslu og þjón-
ustu af Stefáni kennara. Hann var
þannig nefndur þá. Sá kostur var
30 krónur, sem kom í hvers hlut.
Stefán var í þeim skiftum vægur,
°g heimtaði hvorki trygging né
fyrirfram greiðslu.
Matarvistin í þessari sjálfsmensku
var af skornum skamti; saltkets-
súpa í miðdagsmat, eða þá salt-
fiskur og jarðepli, rúgbrauð og te
á kveldin, en á morgnana ket, slát-
br brauð og kaffi; til breyting ein-
hver á sunnudögum. Lærisveinar
höfðu úr litlu að spila, og reyndu
að komast af með 200 krónur fyrir
mat og þjónustu. Þeir, sem höfðu
fé milli handa og létu eftir sér
óþarfa, eyddu alt að 600 krónum.
Annar veturinn, sem eg dvaldi
í skólanum, var mjög harður. Við
hvíldum í tveimur svefnloftum,
lærisveinar efri hekkjar sér og
neðri bekkjar sér. Þar var svo
kalt, þegar verst viðraði, að vatnið
lagði, sem borið var í stampa til
þvottar. ísinn á þeim var svo
þykkur á morgnana, að hnefana
varð að nota eða vatnsfötin
til að brjóta ísinn. Sumir höfðu
yfirsæng að heiman og svæfil. En
þeir, sem ekki voru svo forsjálir,
eða megandi, tóku það til bragðs,
að sofa saman tveir og tveir, þó að
þröngt væri þá í þeim mjóu rúmum.
Þarna sannaðist það, sem Salómon
konungur segir í orðskviðunni:
“Þegar tveir menn sofa saman, þá
er þeim heitt; en liann sem er einn
— hvernig getur honum hitnað?”
Stundum las einhver raddmikill
piltur sögu eða ritgerð í svefnloft-
unum, meðan hinir háttuðu, eða
bjuggu sig undir svefninn. En oft-
ast var annari háreysti eða áflogum
til að dreifa. Þegar úr hófi keyi’ði,
sást Hjaltalín skólameistari á gangi
framan við bekkja-dyrnar og leit
hann þá þegjandi inn í ærslin. Þá
sljákkaði í öllum. Hann beitti ekki
áminningum og ekki skapaði hann
oss nein víti fyrir brot á reglugerð