Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Page 57

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Page 57
MINNINGAR FRÁ MÖÐRUVÖLLUM 37 segir um Ólaf konung Tryggvason, skartmaður í klæðaburði, elskur að fögrum listum og vísindum, áhuga- maður mikill um öll þjóðþrifamál. Honum var ættgengur áhuginn; því faðir lians var brennandi áhuga- maður, þá gamall maður þar á Möðruvöllum — gamall að aldri, en kornungur í anda, og hafði verið vinnugarpur mikill, meðan hann hélt sér heilum. Stefán kennari var búsýslumaður og hafði mörg járn í eldi, án þess að þau brynnu. Hann var gestrisinn við alla alþýðu og höfðingi heim að sækja, og kona lians slíkt liið sama, Steinunn frá Helgavatni. Þau gerðu skólasvein- um veizlu á jólanótt, eða gamlárs- kveld, þeim, sem sátu að Möðru- völlum um hátíðirnar og ekki gátu farið heim til foreldra vegna fjar- lægðar. Þar var glaumur mikill og ræðuhöld, vín veitt og þó í hófi •drukkið. Eg man eftir einni ræðu Stefáns þá, um sólskinsbletti í heiði og lagði hann út af kvæði Jónasar, og fór vel með. Hann mælti m. a. á þá leið, að æskan gæti eignast sólskinslblettina þá, ef hún drýgði dáð og héldi sér heilli og stefndi hátt, og fór um það fögi-um orðum og tilfinningaríkum. Kona Stefáns gekk þarna um beina, af mikilli alúð. Stefán var svo áhugaríkur, að hann miðlaði þeim utanskóla, sem nota vildu sér það. En þeir piltar voru fáir, sem geugu á það lagið, hvort sem feimni var í vegi, eða aðrar orsakir. Mér er í minni sumardagur fyrsti, vorið sem eg fór úr skólanum. Það var gott; batnaði með einmánuði — 1883 — upp úr voöavetri og var grænt um að litast um sumarmál. Eg var orðinn heimfús, því að ilmur grasrótar var stiginn mér til höf- uðsins og var eg um kvöldið að tvístíga úti hjá gamla bænum. Stefán kom út úr liúsi sínu og leit til mín, bauð mér inn í kveldmat- inn og lék á als oddi, gestrisinn mjög og kátur. Þar var vel réttað borð og brennivín gott, frá Jakob Havsteen á Oddeyri, danskt korn- brennivín og kostaði 65 aura þriggja pela flaska. Það var gott kaup og vissulega ratvís drykkur til efstu hæða liöfuðsins. Mér fanst. þá, að eg kæmist upp á afarhátt fjall og sæi þaðan öll ríki veraldar og þeirra dýrð. Þá drukku góðir menn sjálfum sér til vitsmuna auka. Nú drekka heimskir menn mengaða samsuðu sér til aukinnar óvizku og niðurgöhgu í lágar veraldir og á dimmar stöðvar, þar sem óhrein- ir andar ota hös-kolli, líklega hár- lausum. Þetta kvöld, fyi’sta sumardags, var Stefán kennari víðförull yfir borðum og fór áhugi lians um allar jarðir. Ekki mátti hann veita vín piltum skólans, það var honum bannað í reglugerð, eða þá að skólameistari léti svo um mælt. Bað hann mig, er eg kvaddi, að leyna “rykinu” þegar eg gengi til hvílu, og það mun eg hafa gert. Eftir heimför mína af skólanum skiptumst við Stefán bréfum á í mörg ár. Þess get eg vegna þess, að í þeim var áhugi hans á lands- málum glaðvakandi meðan hann var heill heilsu, nokkurn veginn. Stefán var framan af lítill trú- maður og mun hafa í þeim efnum verið lærisveinn Brandesar. En á efri árum hneigðist hann að guði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.