Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Page 62
Eftir P. S. Pálsson
Við skammdegis sólgeisla skemti eg mér,
og skrafa við hann eins og kunningja minn.
Hann býður mér hiæjandi’ að setjast hjá sér,
og sorgum að kasta.
Mín kærustu launmál hann laðar frá mér,
þá léttist mér hugur um stund.
Hvert hljómbrot frá sál minni, hugsun og þrá,
hann hrifsar, og skrifar það bók sína á.
En fyr en mig varir hann farinn er burt,
eg fylgi’ honum eftir, — en hvurt?
Og miðsvetrar hálftungl með hrímkulda glott
mig heillar um nótt, er eg andvaka ligg.
Eg tek það sem algjörðan vináttu vott,
að við mér það lítur.
Eg opna því harðlæstar hjarta míns dyr,
og handritin fæ eg því öll,
sem skráð voru’ í leynd af örlögum fyr.
Sem forvitinn drenghnokki’ um ártöl það spyr,
og ýmislegt fleira. — Það farið er burt,
eg fylgi því eftir. — En hvurt?
En, töfrandi vorsói, þér treysti eg vart,
þótt tigni’ eg og dái þig meira en alt.
í ljósgeislum þínum varö lífið mér bjart
og landið svo fagurt.
Eg finn, að eg elska þig inst inn í sál,
en aldrei þú vita það skalt,
því þú ert svo göfug. Sú gata’ yrði hál
og gleðin að lokunum reynast mun tál
ef fylgi’ eg þér eftir. — Eg bý mig því burt
frá bólstað míns hjarta. — En hvurt?