Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Page 69
)]&s&ÍLdlii<5 Þorbjörn Bjannarsom
Eftir Pról'. Richaril Beck
I.
Með hverju ári, að kalla má,
skerðast hópar þeirra, sem hæst
hafa á lofti haldið merki íslenzkrar
orðsnildar og óðsnildar í Vestur-
heimi. Við þá tilhugsun verður
hverjum þeim, sem ann viðhaldi ís-
lenzkrar menningar hér í álfu, svip-
að innan brjósts eins og liann horfi
yfir hugþekkan skógarlund, sem
harðhentur bylurinn grisjar á vetri
hverjum — og áhorfandinn finnur
napran helgustinn næða gegnum
bert rjóðrið. —
Á sex ára tímabili hafa, auk
sjálfs skáldkonungsins íslenzka á
vesturvegum, Stephans G. Steph-
anssonar, sem lézt árið 1927, þrjú
af kunnustu skáldum vorum fallið
í valinn: — Jón Runólfsson haustiö
1930, og þeir Þorskabítur og séra
Jónas A. Sigurðsson árið sem leið.
Nýlátinn er einnig öldungurinn Sig-
urður Jóhannsson, sem vissulega
var einn af vorurn hagorðustu
bragasmiðum. Hér mætti einnig
nefna séra Hjört J. Leó (dáinn
1931), sem var eigi aðeins einn
vorra allra málsnjöllustu manna í
ræðustól, heldur einnig prýðilega
skáldmæltur. (Sbr. minningargrein
J- M. Bjarnasonar um hann, Eim-
reiðin, III.—IV., 1932).
Eins og rök stóðu til, hefir
Stephans Klettafjallaskálds verið
minst rækilega og fagurlega, bæði
heima á ættjöröinni og hérna meg-
in hafsins; sama máli gegnir um
séra Hjört, og eru þó minningar
séra Guttorms Guttormssonar um
hann eigi fullskráðar. Séra Jónas
hefir einnig verið mjög sómasam-
lega kvaddur, þó fleira um hann
muni á uppsiglingu. Hinsvegar
liggur Jón Runólfsson óbættur hjá
garði, að minsta kosti hvað ritgerð-
ir um hann snertir, og langar höf-
und þessarar greinar til að bæta úr
þeim skorti við tækifæri. Von mun
á æfiminningu Sigurðar Jóhanns-
sonar á næstunni.
Þá kemur að Þorskabít; um hann
skráði vinur hans, Ásgeir I. Blön-
dahl, prýðisgóða minningargrein
(Hkr. 22. febrúar 1933) ; enþarsem
um stutta blaðagrein var einungis
að ræða, fór höfundurinn ekki út í
að lýsa ítarlega kveðskap skáldsins
og lífsskoðunum, enda gerir hann
ráð fyi'ir, að aðrir verði til þess. Var
svo til ætlast, aö séra Jónas A. Sig-
urðsson, er var aldavinur Þorska-
bíts og um langt skeið sambæjar-
maður hans, skyldi rita um hann
sem skáld og mann, en svo varð
skamt milli þeirra vinanna, að séra
Jónasi entist ekki aldur til að
vinna það verk vini sínum og oss
í hag. Hefi eg því færst í fang, að
að túlka ljóð skáldsins og lífsstefnu
eins og hún kemur fram í kvæðum
hans; er því ekki að leyna, að eg
hefi, sem margir fleiri, um langt
skeið haft miklar mætur á ljóðum