Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 72
52
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
vináttu og þakklætis, en ekki skal
frekar út í þá sálma farið. Það
er kunnugt, hversu harðvígur
Þorskabítur var í árásum sínum
á lítilmensku og hverskonar óheil-
indi, en hann unni að sama skapi
drenglyndi og göfugmensku. í
kvæði hans “Til Hjartar Thordar-
sonar (“Lögberg, 27. febr. 1930)
kemur að vísu fram rík aðdáun á
hugvitsmanninum, en þó mun
skáldið eigi hafa dáð minna höfð-
ingslund þessa drenglynda vinar
síns. Bréf hans til mín hera vitni
sama hugsunarhætti þar sem aðrir
drengskaparmenn áttu í hlut.
Það hefir þegar verið gefið í
skyn, að Þorskabítur hafi, eins oS
margir aðrir skáldbræður hans ís-
lenzkir að fornu og nýju’, orðið að
hafa Ijóðagerð sína í hjáverkum
frá þreytandi brauðstriti, og að
fátæktin hafi krept honum skóinn
um dagana. Ætti ekki að vera örð-
ugt að skilja, að framsæknum hug-
sjónamönnum þyki sem þeim sé
með slíkum kjörum bundið blý um
fót á þroskabraut sinni, og æði
grýtt undír iljum. Þessa viðhorfs
gætir að vonum næsta mikið í
sumum kvæðum Þorskabíts; eink-
um finna’ sár vonbrigði hans sér
framrás í kvæðinu “Nýárshugleið-
ingar’’, sem varpar nokkru ljósi á
lífssögu hans og tildrögin til þess,
hvers vegna hann gerðist jafn
djarfmæltur og óvæginn í ádeilum
sínum og síðar varð. En áhrifa-
mest og réttlátast er að láta
skáldið sjálft tala máli sínu:
“Mér leiðist — og legst á með hviðum
það lagabrot náttúru minnar—-
að bannað er mér það, sem bið um,
af bölnornum fátæktarinnar.
Þær þvinga mig til þess að þræla
fyr’ þörfum á daglegu brauði.
Og svo verður lífs míns öll sæla
einn seinvirkur andlegur dauði.
Eg þráði’ alla nýjung í næði
og náttúrufegurð að skoða,
og heiminum heilsa með kvæði
og hugsjónir spánnýjar boða.
En heimurinn vildi’ ekki heyra,
hvað hafði eg bezt til að segja.
Þá lífsspeki las mér í eyra,
að læra’ ætti’ eg aðeins að þegja.
Mig langaði’ að framast og fræðast
og ferðast um jörðina víða,
en varð þó í myrkrinu’ að mæðast,
sem moldvarpa’ í duptinu skríða.
Nær sá eg, að byr hafði’ ei betri,
eg breyttist við aðkastið fyrsta,
og heiminum langaði’ i letri
og ljóðstefjum helníð að rista.”
Var það því hlutskifti Þorska-
bíts, eins og fjölda annara gáfaSra
andans manna, er ekki vilja selja
sannfæringu sína og- frumburðar
rétt í ríki listarinnar fyrir grautar-
askinn góða, að saga hans varð
snauð að þeim ytri atburðum, sem
skreyta með feitu letri síður dag-
blaða vorra og fréttaritarar þeirra
þenja út oS þynna, unz eftir verð-
ur aðeins blávatn endurtekning-
anna. Á hinn bóginn var saga
hans, sem annara áhrifa-næmra
skálda, auðug af innri reynslu, að
litbrigðum í hugsana- og tilfinn-
ingalífinu, sem skráð eru letri
mynda og málkyngi víða í kvæð-
um hans.
Eins og kunnugt er, kom aðeins
á prent ein bók eftir Þorskabít —
Nokkur Ijóðmæli — sem út voru
gefin í Reykjavík fyrir réttum
tuttugu árum. Stóð Borgfirðinga-
félagið í Winnipeg að útgáfunni,
og var það drengilega gert; en
Þorskabítur taldi sig jafnan Borg-
firðing, því að hann átti þangað
kyn sitt að rekja í föðurætt og
hafði dvalið þar langvistum, sem
X