Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 72

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 72
52 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA vináttu og þakklætis, en ekki skal frekar út í þá sálma farið. Það er kunnugt, hversu harðvígur Þorskabítur var í árásum sínum á lítilmensku og hverskonar óheil- indi, en hann unni að sama skapi drenglyndi og göfugmensku. í kvæði hans “Til Hjartar Thordar- sonar (“Lögberg, 27. febr. 1930) kemur að vísu fram rík aðdáun á hugvitsmanninum, en þó mun skáldið eigi hafa dáð minna höfð- ingslund þessa drenglynda vinar síns. Bréf hans til mín hera vitni sama hugsunarhætti þar sem aðrir drengskaparmenn áttu í hlut. Það hefir þegar verið gefið í skyn, að Þorskabítur hafi, eins oS margir aðrir skáldbræður hans ís- lenzkir að fornu og nýju’, orðið að hafa Ijóðagerð sína í hjáverkum frá þreytandi brauðstriti, og að fátæktin hafi krept honum skóinn um dagana. Ætti ekki að vera örð- ugt að skilja, að framsæknum hug- sjónamönnum þyki sem þeim sé með slíkum kjörum bundið blý um fót á þroskabraut sinni, og æði grýtt undír iljum. Þessa viðhorfs gætir að vonum næsta mikið í sumum kvæðum Þorskabíts; eink- um finna’ sár vonbrigði hans sér framrás í kvæðinu “Nýárshugleið- ingar’’, sem varpar nokkru ljósi á lífssögu hans og tildrögin til þess, hvers vegna hann gerðist jafn djarfmæltur og óvæginn í ádeilum sínum og síðar varð. En áhrifa- mest og réttlátast er að láta skáldið sjálft tala máli sínu: “Mér leiðist — og legst á með hviðum það lagabrot náttúru minnar—- að bannað er mér það, sem bið um, af bölnornum fátæktarinnar. Þær þvinga mig til þess að þræla fyr’ þörfum á daglegu brauði. Og svo verður lífs míns öll sæla einn seinvirkur andlegur dauði. Eg þráði’ alla nýjung í næði og náttúrufegurð að skoða, og heiminum heilsa með kvæði og hugsjónir spánnýjar boða. En heimurinn vildi’ ekki heyra, hvað hafði eg bezt til að segja. Þá lífsspeki las mér í eyra, að læra’ ætti’ eg aðeins að þegja. Mig langaði’ að framast og fræðast og ferðast um jörðina víða, en varð þó í myrkrinu’ að mæðast, sem moldvarpa’ í duptinu skríða. Nær sá eg, að byr hafði’ ei betri, eg breyttist við aðkastið fyrsta, og heiminum langaði’ i letri og ljóðstefjum helníð að rista.” Var það því hlutskifti Þorska- bíts, eins og fjölda annara gáfaSra andans manna, er ekki vilja selja sannfæringu sína og- frumburðar rétt í ríki listarinnar fyrir grautar- askinn góða, að saga hans varð snauð að þeim ytri atburðum, sem skreyta með feitu letri síður dag- blaða vorra og fréttaritarar þeirra þenja út oS þynna, unz eftir verð- ur aðeins blávatn endurtekning- anna. Á hinn bóginn var saga hans, sem annara áhrifa-næmra skálda, auðug af innri reynslu, að litbrigðum í hugsana- og tilfinn- ingalífinu, sem skráð eru letri mynda og málkyngi víða í kvæð- um hans. Eins og kunnugt er, kom aðeins á prent ein bók eftir Þorskabít — Nokkur Ijóðmæli — sem út voru gefin í Reykjavík fyrir réttum tuttugu árum. Stóð Borgfirðinga- félagið í Winnipeg að útgáfunni, og var það drengilega gert; en Þorskabítur taldi sig jafnan Borg- firðing, því að hann átti þangað kyn sitt að rekja í föðurætt og hafði dvalið þar langvistum, sem X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.