Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 76
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ega kvæði, “Vordraumur” (Tímarit
Þjóðræknisfélagsins, 1920), þar sem
skáldið rifjar upp minningarnar frá
æskudögunum og endar með því,
að láta í ljós þá von, að hann fái
kannske að svala heimþrá sinni
liinu megin grafar, svífa “dular-
lieims á vængjum” og sjá “leik-
tjöldin æskusala — guða-málverk
móðurjaröar-dala”. í leikandi lipr-
um hringhendum “Vorið er komið”
(Heimskringla, 6. apríl 1927) lýsir
skáldið því, eins og víðar, livernig
vorkoman heillar huga hans á forn-
ar stöðvar; er kvæðið algerlega
greypt í umgerð íslenzks landslags,
rétt eins og það hefði kveðið verið
heima í æskudalnum. Niðurlags-
erindin eru þýð og fögur:
“Tindahallar töfraró
tekur alla fasta.
Inst í fjalla örmum þó
er hið fallegasta.
Þar, sem geimi fanna frá
fljótin streyma’ og lindir,
sælt er að dreyma’ og dýrar sjá
dularheima myndir.”
Ekki er orðsnild skáldsins heldur
orðin máttvana, né íslandsást hans
neitt farin að kólna í upphafserindi
kvæðisins “Lítil þjóðernishvöt”
(Heimskringla, 18. des. 1929):
“Milli tveggja meginlanda,
mararbotns á hæsta granda,
eitt er smíðið alvalds-handa, —
alda prýði frumleikans.
Eyjadrotning umvöfð höfum,
eldi skírð, með jökultröfum.
Náttúran með stórum stöfum
steindan greypt á enniskrans
fangamarkið meistarans.
“Hann var í bezta lagi kunnur
íslenzkum fræðum, sögu lands og
þjóðar að fornu og nýju, og jafnan
voru lionum íslenzk mál kært um-
talsefni,” segir Blöndahl í fyrnefndri
grein sinni um Þorskabít. Ekki er
erfitt að finna þeim ummælum stað
í kvæðum hans; þekking hans og
ást á sögu íslands og íslenzkum
fræðum sameinast þar víða aðdá-
uninni á náttúrufegurð landsins.
Keniur þetta mjög skýrt og kröft-
uglega fram í kvæðunum “Minni
Borgarfjarðar” og “Eiríksjökull’”
liinum afar snjöllu átthagaljóðum
skáldsins, sem eru meðal tilþrifa-
mestu kvæða hans. Glæsileg, að
máli og samlíkingum, og ramm-
íslenzk er þessi jökul-lýsing:
“Efst við heiðan himininn
herðabreiði jökullinn
gnæfir hátt með höfuð frítt,
hárið grátt og skeggið sítt;
hjálminn bratta breðastáls
ber sem hatt, en sér um háls
hélugráan knýtir klút
klákabláum rembihnút.”
Inn í lofsönginn um svipfríðan og
söguríkan Borgarfjörð fléttar
skáldið lifandi lýsingar úr liðinni
tíð; bregður upp átakanlegri mynd
af blóðugri Sturlungaöldinni, en
með þann trylda leik að baksýn,
verður lýsingin á friðsömu og frjó-
sömu fræðisstarfi Snorra Sturlu-
sonar enn þá áhrifameiri:
“Meðan hilmis ræktu ráð
ragmenskan og grimdin smáð,
meðan bölnorn reitti reið
rætur undan frelsismeið,
meðan Islands auðnusól
undir gekk við konungsstól,
sat hér Snorri, samdi og reit;
sagnmál fegri enginn leit.”
Ljósið það, sem bjartan baug
breiddi kringum Snorralaug,
lýsti’ upp sveitir lands og strönd,
lýsti um gjörvöll Norðurlönd,
lýði í gegnum lífskjör dimm
lýsti meir en aldir fimm,
lýsti bezt, er list fékk völd,
lýsir enn oss hér í kvöld.” ’ ’
Kynlegt er þá alls eigi, þó að
skáld, sem átti svo glögga sjón inn
á sögusvið þjóðar sinnar, og hafði