Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 76

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Blaðsíða 76
56 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ega kvæði, “Vordraumur” (Tímarit Þjóðræknisfélagsins, 1920), þar sem skáldið rifjar upp minningarnar frá æskudögunum og endar með því, að láta í ljós þá von, að hann fái kannske að svala heimþrá sinni liinu megin grafar, svífa “dular- lieims á vængjum” og sjá “leik- tjöldin æskusala — guða-málverk móðurjaröar-dala”. í leikandi lipr- um hringhendum “Vorið er komið” (Heimskringla, 6. apríl 1927) lýsir skáldið því, eins og víðar, livernig vorkoman heillar huga hans á forn- ar stöðvar; er kvæðið algerlega greypt í umgerð íslenzks landslags, rétt eins og það hefði kveðið verið heima í æskudalnum. Niðurlags- erindin eru þýð og fögur: “Tindahallar töfraró tekur alla fasta. Inst í fjalla örmum þó er hið fallegasta. Þar, sem geimi fanna frá fljótin streyma’ og lindir, sælt er að dreyma’ og dýrar sjá dularheima myndir.” Ekki er orðsnild skáldsins heldur orðin máttvana, né íslandsást hans neitt farin að kólna í upphafserindi kvæðisins “Lítil þjóðernishvöt” (Heimskringla, 18. des. 1929): “Milli tveggja meginlanda, mararbotns á hæsta granda, eitt er smíðið alvalds-handa, — alda prýði frumleikans. Eyjadrotning umvöfð höfum, eldi skírð, með jökultröfum. Náttúran með stórum stöfum steindan greypt á enniskrans fangamarkið meistarans. “Hann var í bezta lagi kunnur íslenzkum fræðum, sögu lands og þjóðar að fornu og nýju, og jafnan voru lionum íslenzk mál kært um- talsefni,” segir Blöndahl í fyrnefndri grein sinni um Þorskabít. Ekki er erfitt að finna þeim ummælum stað í kvæðum hans; þekking hans og ást á sögu íslands og íslenzkum fræðum sameinast þar víða aðdá- uninni á náttúrufegurð landsins. Keniur þetta mjög skýrt og kröft- uglega fram í kvæðunum “Minni Borgarfjarðar” og “Eiríksjökull’” liinum afar snjöllu átthagaljóðum skáldsins, sem eru meðal tilþrifa- mestu kvæða hans. Glæsileg, að máli og samlíkingum, og ramm- íslenzk er þessi jökul-lýsing: “Efst við heiðan himininn herðabreiði jökullinn gnæfir hátt með höfuð frítt, hárið grátt og skeggið sítt; hjálminn bratta breðastáls ber sem hatt, en sér um háls hélugráan knýtir klút klákabláum rembihnút.” Inn í lofsönginn um svipfríðan og söguríkan Borgarfjörð fléttar skáldið lifandi lýsingar úr liðinni tíð; bregður upp átakanlegri mynd af blóðugri Sturlungaöldinni, en með þann trylda leik að baksýn, verður lýsingin á friðsömu og frjó- sömu fræðisstarfi Snorra Sturlu- sonar enn þá áhrifameiri: “Meðan hilmis ræktu ráð ragmenskan og grimdin smáð, meðan bölnorn reitti reið rætur undan frelsismeið, meðan Islands auðnusól undir gekk við konungsstól, sat hér Snorri, samdi og reit; sagnmál fegri enginn leit.” Ljósið það, sem bjartan baug breiddi kringum Snorralaug, lýsti’ upp sveitir lands og strönd, lýsti um gjörvöll Norðurlönd, lýði í gegnum lífskjör dimm lýsti meir en aldir fimm, lýsti bezt, er list fékk völd, lýsir enn oss hér í kvöld.” ’ ’ Kynlegt er þá alls eigi, þó að skáld, sem átti svo glögga sjón inn á sögusvið þjóðar sinnar, og hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.