Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Page 77
SKÁLDIÐ ÞORBJÖRN BJARNARSON (ÞORSKABÍTUR)
57
drjúgum teigað lífsins vatn úr upp-
sprettu-lindum fræða hennar, væri
eindreginn þjóðræknisvinur, og
skipaði sér hiklaust í flokk þeiiTa,
sem láta sér ant um varðveizlu
vorra menningarlegu erfða. Það
var hvorki uppgerð né þjóðarrígur,
að Þorskabítur kemst svo að orði
í einu hinna mörgu íslandsminna
sinna (Lögberg, 2. ágúst 1920):
“Guði sé lof hann gerði’ oss íslend-
inga!” Annars staðar í kvæðum
sínum eggjar hann landa sína kröft-
uglega til að vernda í lengstu lög
tungu þeirra og íslenzkt erfðafé. í
kvæðinu “Lítil þjóðernishvöt”, sem
áður var vitnað í, stiklar skáldið á
hátindunum í sögu þjóðar sinnar
og orð hans gneista af áhuga fyrir
þjóðræknismálunum:
“Ættleri er ilt að vera,
Eigum við þá skömm að bera,
umskiftinga’ úr okkur gera,
aðeins til að svalað fá
hégómleikans heimsku þrá?”
Bent hefir verið á það, og skýrt
með nægum dæmum, hversu sterk-
ur þáttur náttúrulýsingarnar eru í
ættjarðarkvæðum Þorskabíts; gat
þá eigi hjá því farið, að honum
yrðu blæbrigðin margbreyttu í ríki
náttúrunnar, dægra- og árstíða-
skifti, efni ljóða. Upprisu lífsins
með vori hverju fagnaði hann með
þýðum og myndamörgum lofsöngv-
um; annars staðar vegsamar hann
haustdýrðina, en þó er klökkvi í
rómnum, þegar liann syngur sum-
arið til grafar (Smbr. kvæðið
“Haust”). Hann finnur samt langt
um meir en skáldlega fegurð eina
saman í ríki náttúrunnar; hann
finnur þar svölun þreyttri sál sinni
og endurnýjun andans orku, grið-
land, fjarri dagstritinu með há-
reysti, hraða og sífeldum árekstri.
í návist náttúrunnar heyrir næmt
eyra skáldsins huldar raddir, sem
druknuðu í háværð dagsins, og
skygnt auga hans sér víða og djúpa
feguröarheima opna standa. Á
þá strengi er mjög víða slegið í
eldri og yngri kvæðum hans.
“Hvísla gegn um hennar þögn
hugarfregnum dularmögn”,
segir hann á einum stað um kvöld-
kyrðina (“Kvöld”). Af svipuðum
toga spunnið er kvæðið “Þögn”
(Heimskringla, 24. febrúar 1932).
Hér, eins og svo oft í öðrum kvæð-
um lians, kemur fram merkileg hlið
á lífsskoðun skáldsins, dultrúar-
hneigðin, svo rík í eðli íslendings-
ins, meðvitundin um leynd öfl til-
verunnar, og jafnframt löngunin til
að skygnast undir tjaldskör huliðs-
heima hennar. Þá verður það hreint
ekki óeðlilegt, að hann skyldi færa
í letur huldufólkssögur, og snúa
úr ensku á íslenzku “Bréfi Bens
frænda”, sem vera átti skeyti frá
landinu handan við landamæri lífs
og dauða. Einnig orkti hann langt
kvæði um “Andarannsóknir” (Hkr.
2. nóv. 1927); í athugasemd við
það kveðst hann vera trúaður á
dulræn fyrirbrigði, en þó eigi anda-
trúarmaður; ætlar hann að spiritísk
fyi-irbrigði eigi rót sína að rekja til
annara afla en framliðinna manna;
þykir mér líklegt, að sú skýring
hans sé, að sumu leyti að minsta
kosti, sprottin upp af efasemdum
hans viðvíkjandi framhaldslífi
mannssálarinnar. Skilningi skálds-
ins á náttúrunni og dularhneigð
hans er ágætlega lýst í kvæðinu
“í faðmi náttúrunnar” (Lögberg,
30. apríl, 1931):