Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Page 77

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Page 77
SKÁLDIÐ ÞORBJÖRN BJARNARSON (ÞORSKABÍTUR) 57 drjúgum teigað lífsins vatn úr upp- sprettu-lindum fræða hennar, væri eindreginn þjóðræknisvinur, og skipaði sér hiklaust í flokk þeiiTa, sem láta sér ant um varðveizlu vorra menningarlegu erfða. Það var hvorki uppgerð né þjóðarrígur, að Þorskabítur kemst svo að orði í einu hinna mörgu íslandsminna sinna (Lögberg, 2. ágúst 1920): “Guði sé lof hann gerði’ oss íslend- inga!” Annars staðar í kvæðum sínum eggjar hann landa sína kröft- uglega til að vernda í lengstu lög tungu þeirra og íslenzkt erfðafé. í kvæðinu “Lítil þjóðernishvöt”, sem áður var vitnað í, stiklar skáldið á hátindunum í sögu þjóðar sinnar og orð hans gneista af áhuga fyrir þjóðræknismálunum: “Ættleri er ilt að vera, Eigum við þá skömm að bera, umskiftinga’ úr okkur gera, aðeins til að svalað fá hégómleikans heimsku þrá?” Bent hefir verið á það, og skýrt með nægum dæmum, hversu sterk- ur þáttur náttúrulýsingarnar eru í ættjarðarkvæðum Þorskabíts; gat þá eigi hjá því farið, að honum yrðu blæbrigðin margbreyttu í ríki náttúrunnar, dægra- og árstíða- skifti, efni ljóða. Upprisu lífsins með vori hverju fagnaði hann með þýðum og myndamörgum lofsöngv- um; annars staðar vegsamar hann haustdýrðina, en þó er klökkvi í rómnum, þegar liann syngur sum- arið til grafar (Smbr. kvæðið “Haust”). Hann finnur samt langt um meir en skáldlega fegurð eina saman í ríki náttúrunnar; hann finnur þar svölun þreyttri sál sinni og endurnýjun andans orku, grið- land, fjarri dagstritinu með há- reysti, hraða og sífeldum árekstri. í návist náttúrunnar heyrir næmt eyra skáldsins huldar raddir, sem druknuðu í háværð dagsins, og skygnt auga hans sér víða og djúpa feguröarheima opna standa. Á þá strengi er mjög víða slegið í eldri og yngri kvæðum hans. “Hvísla gegn um hennar þögn hugarfregnum dularmögn”, segir hann á einum stað um kvöld- kyrðina (“Kvöld”). Af svipuðum toga spunnið er kvæðið “Þögn” (Heimskringla, 24. febrúar 1932). Hér, eins og svo oft í öðrum kvæð- um lians, kemur fram merkileg hlið á lífsskoðun skáldsins, dultrúar- hneigðin, svo rík í eðli íslendings- ins, meðvitundin um leynd öfl til- verunnar, og jafnframt löngunin til að skygnast undir tjaldskör huliðs- heima hennar. Þá verður það hreint ekki óeðlilegt, að hann skyldi færa í letur huldufólkssögur, og snúa úr ensku á íslenzku “Bréfi Bens frænda”, sem vera átti skeyti frá landinu handan við landamæri lífs og dauða. Einnig orkti hann langt kvæði um “Andarannsóknir” (Hkr. 2. nóv. 1927); í athugasemd við það kveðst hann vera trúaður á dulræn fyrirbrigði, en þó eigi anda- trúarmaður; ætlar hann að spiritísk fyi-irbrigði eigi rót sína að rekja til annara afla en framliðinna manna; þykir mér líklegt, að sú skýring hans sé, að sumu leyti að minsta kosti, sprottin upp af efasemdum hans viðvíkjandi framhaldslífi mannssálarinnar. Skilningi skálds- ins á náttúrunni og dularhneigð hans er ágætlega lýst í kvæðinu “í faðmi náttúrunnar” (Lögberg, 30. apríl, 1931):
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.