Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Side 79

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Side 79
SKÁLDIÐ ÞORBJÖRN BJARNARSON (ÞORSKABÍTUR) 59 þyrmdu þeim í framkvæmdinni. Um rithöfund og ritstjóra einn ís- lenzkan fór hann svofeldum orðum í einu bréfa sinna: “Hann er sósí- alisti og er að fyllast þessu blinda ofstæki, sem einkennir flesta ís- lendinga er gerst hafa jafnaðar- menn, — sem er ekki orðið rétt- nefni, því þessir hálf-þroskuðu og hálf-tryltu unglingar, sem mest ber á, misskilja hina göfugu hugsjón, sem liggur til grundvallar fyrir mannréttindakenningunni. Þeir vilja umturna allri mannfélaga bygging- unni í flughasti, sópa burt öllu, sem telst til hins eldra, jafnt illu sem góðu. Svo er frekjan mi'kil, að alt, sem áður lyfti anda mannsins yfir agg og þras daglega lífsins, t. d. viðkvæm, tilfinningadjúp lotning fyrir fegurð alheims og hin ódauð- lega þrá mannsandans til að skilja hin huldu lög tilverunnar og insta eðli lífsins og tilgang;— alt þetta skal í eld kastast, sem skaðlegur vöxtur á líkama mannfélagsheild- arinnar. Hið eina og æðsta boðorð þessara manna er að láta alt víkja fyrir hinni auðsjáanlegu nautnaþrá, sem nú hefir gagntekið allan heirn- inn. Hinn eini vegur til sáluhjálp- ar er að hafa nóga peninga til að geta svalað þessari blindu þrá nautnalífsins, sem þó hinir svörnu féndur þeirra, arðræningjarnir, liafa blásið þeim í brjóst. Eg er eldheitur mannréttindamaður og hefi altaf verið og hata auðvalds- stefnuna af öllu hjarta, en umbóta- stefna mín gengur í alt aðra átt. Þess vegna er eg harðorður í garð þessara manna.” Fór þó fjarri, eins og Þorskabít- ur segir beint í bréfi þessu, að hann hafi gerst neinn liðhlaupi í skoð- unum; mannréttinda - hugsjónanna gætir í yngri ljóðum hans engu óákveðnar en í hinum eldri. Voru honum umbóta-málin svo rík í huga, að jafnvel í jólakvæðum hans frá síðustu árurn verður hið þjóðfélagslega viðhorf hans grunn- tónninn. Hann flytur vorum “aldr- aða heim” svofeldar “Jólaóskir” (Heimskringla, 22. desember 1926): “Eg vildi þér gæti’ eg í guðsriki breytt, með göfgum og háfleygum sálum, í sannleika og réttlæti, er yrðu sem eitt og alsherjar samfélagsmálum. Eg vildi eg gæti á veginn leitt þann, sem villist í moldviðri tíða, og verndað hvern særðan og svívirtan mann, er saklaus má óréttinn líða. Eg vildi eg gæti’ alla vermt þá og klætt, sem vart geta nekt sína falið. Hvern hungraðan mettað og hag þeirra bætt, sem heimurinn mest hefir kvalið. í kvæðinu “Jól” (Heimskringla, 16. desember, 1931) eggjar skáldið forráðamenn þjóðar sinnar og ann- ara þessari heitu lögeggjan: “Bætið kjör hins beygða og þreytta, blóði sveitta verkamanns. Gætið, að ei séu saklaus svelt og vanrækt börnin hans. Gefið öllum hraustum höndum hugþekt starf er færir brauð. Andið lofti, yl og birtu inn í hreysin gleðisnauð. ójöfnuð ei leyfið lengur, landsins deilt þá nægtum er; þar sem einn er arði rændur, öðrum liðið draga sér. Látið ei með lymskubrögðum lífs frá borði hrekja neinn. Látið súrdeig liknar ólga. — Laun séu brauð, en ekki steinn.’’ En þrátt fyrir það, að Þorskabít- ur snýr þráfaldlega upp dökka borðinu á lífinu, fremur en hinu bjartara, er hann fast-trúaður á sigurmátt hugsjónanna stærstu, og þar með á vilja og hæfileika mann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.