Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Síða 93

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Síða 93
UPPHAF VESTURFERÐA OG ÞJÓÐMINNINGARHÁTÍÐIN 73 hátíðarinnar á sama hátt og í ráði var, að gert yrði heima. Var þeim kunnugt um þann undirbúning. Fyrir aðal hátíðahaldinu á Þingvöll- ium, stóð hið nýstofnaða Þjóðvina- félag er þeir flestir höfðu verið með í að koma á fót, og heyrðu til, þó út væri fluttir.*) Stóð Þjóðvinafélagið að öllu leyti straum af kostnaðin- um við Þingvallahátíðina með al- mennum samskotum er safnað liafði verið til um land alt. Alþingi hafði þá enn ekki öðlast fjárforræði né heimild til að verja fé til að minnast þessa mikilvæga atburðar í sögu þjóðarinnar. Var það að undirlagi Jóns Sigurðssonar, með tilstyrk hinna beztu manna, að Þjóðvinafélagið gekst fyrir hátíða- haldinu. Að vísu hafði konungur mælt svo fyrir að minnast skyldi þessa atburðar með almennri guðs- þjónustu í öllum kirkjum landsins sunnud. 2. ágúst, en lengra gengr ekki tilskipanir stjórnarinnar. Var nú liinu sama fyrirkomulagi fylgt. Hátíðin byrjaði með guðs- þjónustu er séra Jón Bjarnason flutti er þá var kominn vestur fyrir rúmu ári sem vistráðinn kennari við *) Annars er hér um stórmerlcan þátt að ræða, í sögu íslenzkra félagsmála vestan hafs, er þó eigi verður skýrður að þessu sinni, hversu hinar ýmsu félags- tilraunir er hófust um miðja öldina “til frelsis og framfara”, féllu að lokum heima fyrir í hina afmörkuðu farvegi Þjóðvinafélagsins og Samvinnu félags- skaparins, en hér megin hafsins héldu áfram að byltast fram í einlægum smá kvslum unz, nú fyrir 15 árum, þeim varð að lokum veitt inn í sameiginlegan farveg með stofnun Þjóðræknisfélagsins. Hefði mátt búast við að, að þessu máli yrði vikið í 50 ára minningarriti Þjóðvina- félagsins (Hið íslenzka Þjóðvinafélag, 1871 — 19. ágúst —- 1921, Rvik. 1921), að minsta kosti þeirri hliðinni er að heima þjóðinni sneri, en svo er ekki, enda eru upphaf og tildrög að stofnun félags- ins næsta lítið skýrð. mentaskóla Norðmanna (Luther College) í Decorah, Iowa. Guðs- þjónustan var flutt í norskri kirkju þar í bænum, er prestur að nafni Gelmuyden var þjónandi við. Tók hann og fleiri bæjarbúar þátt í hátíðahaldinu með íslendingum. Þá var og hátíðarhaldsins rækilega getið í blaði bæjarins The Mil- waukee Sentinel. Það vill nú svo heppilega til að gagnorð og greinileg lýsing er til af hátíðahaldinu eftir séra Jón Bjarna- son, í fréttabréfi er hann skrifaði um haustið til séra Matth. Jochums- sonar, er þá var ritstjóri Þjóðólfs, og birt er í Þjóðólfi 5 og 10 blaði 28. nóv. 1874 og 15. febr. 1875, svo að ekki þarf að geta í eyöurnar hvernig því liafi hagað til. Skýrir séra Jón svo frá: “Það er, svo sem við er að búast, lítið af þjóðlegum fyrirtækjum hinna fáu Is- lendinga hér vestra að segja enn sem komið er. Allir munu, sem vonlegt er, hingað til hafa haft nóg með að hafa of- an af fyrir sér. Þó hafa íslendingar, sem inn í Bandaríkin eru fluttir, sýnt þjóðlegt lífs- merki með þvi að safnast saman til ís- lenzkrar þúsund ára hátíðar i Milwaukee hinn 2. dag Ágústmánaðar í sumar. Hef- ir þess hátíðarhalds, þótt í smáum stýl væri, verið minnzt í blöðum Vesturheims- manna og fremur oss til sóma. Það voru nærfelt 70 fullorðnir Islendingar, sem þátt tóku í því, og mundu miklu fleiri hafa verið með, ef þetta hefði eigi borið upp á þann tíma ársins, þá er örðugast er að fá sig lausan frá atvinnu sinni; auk þess hefði það kostað ærna peninga, hefði þeir af löndum, er lengst áttu til Mil- waukee, sótt hátíð vora. Það þykir og vafalaust, að einnig þeir landar, sem heima urðu að sitja við vinnu sína, hafi eigi síður en vér hinir minnzt þúsund ára afmælis Islands með hrærðum hjörtum og einlægum blessunaróskum ættjörð og þjóð sinni til handa. Þjóðhátíðarhald vort byrjaði með íslenzkri guðsþjónustu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.