Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Síða 97

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Síða 97
UPPHAF VESTURFERÐA OG ÞJÓÐMINNINGARHÁTÍÐIN 77 aðeins að því er snertir Island, heldur og öll Norðurlönd og þær þjóðir og lönd, sem stóðu við þau í nokkru sambandi. Þessi fornu rit eru hinn eini lykill, sem til er að lífi fjölmargra þjóða á hinni myrku miðöld mannkynsins. Það er og þessum ritum að þakka, að vér nú í dag veg- sömum forsjón drottins fyrir það, að þjóð vor lifir enn eftir þúsund ár. Þau fræða oss um baráttu kristindómsins til forna bæði í þjóðfélagi voru í þess heild, og hinum einstöku sálum þess. Þau eru í vissum skilningi drottins dómsatkvæði yfir hinum horfnu kynslóðum, að þvi leyti sem þau hafa sannleik sögunnar ó- mengaðan i sér geymdan, því drottinn stýrir atburðum þjóða og einstaklinga og lætur þeirra eigin æfisögu birtast sem þeirra dómabók. Lof og dýrð sé þér, drottinn, fyrir upphefð og ljóma fornaldar vorrar. Blessuð sé minning alls hins fagra og háleita og kristilega í forn- sögu þjóðar vorrar. Vér erum sannfærðir um, að drottinn kallar ekki til ónýtis til þjóðar vorrar nú á hennar þúsund ára afmæli: “Komið aftur, þér mannanna börn.’’ Rís upp aftur Islands lýður og starfa að þínu uppyngda ætlunarverki. Vertu enn á ný ljós, þótt lítið sé, á meðal þjóðanna, skær stjarna á himni sögunnar. Láttu þúsund ára sögu, ríka af himneskum táknum og stórmerkjum, kenna þér, að telja þá daga, þau ár, þær aldir, sem enn kunna eftir að vera, huldar skýi hins ókomna, að þú verðir forsjál til hins andlega og eilífa lífsins. Lær þú af því, sem þú hefir liðið, að lifa framvegis, svo að hvert eitt Islands barn geti með gleði gengið til hvíldar, jafnóðum og þau leggja sín lúin bein í duftið og röddin hrópar af himnum ofan í hinsta sinn á hinni jarð- nesku æfi þeirra: “Komið aftur, þér mannanna börn.’’— Eg vil vona og óska, að þeir fáu Is- lendingar, sem hér eru saman komnir til þess í fyrsta sinni í þessu landi sameigin- lega að vegsama drottin, álíti ekki orð þessi sér alveg óviðkomandi, þótt for- sjónin hafi flutt oss langt burtu frá ætt- jörðu vorri. Eg vil ekki geta þess til, að nokkur hér sé kærulaus um ættjörð1 sína eða kærleikslaus til þess eina þjóðfélags, sem hann hefir haft afskifti af og alið allan aldur sinn hjá þangað til nú fyrir skemmstu. Vér ætturn ekki að vera komnir hingað til þess að skjóta oss und- cn Ekyldum vorum við þá þjéð, sem drottinn hefir tengt oss við helgum og hále'tum ætternisbandum. Hver, sem gleymir ættjörðu sinni eða þykist yfir það hafinn, að varðveita það af þjóðerni sínu, sem gott er og guðdómiegt, af þeirri ástæðu að hann er staddur í framandi landi og leitar sér þar lífsviðurværis, það gengur næst því að hann gleymi guði. Það er stutt stig og fljótstigið frá þ\i að kasta þjóðerni sínu til þess að kasta feðratrú sinni. Sönn kristileg ættjarðarást fyllir ekkí hjartað með fyrirlitningu á öðrum þjóð- um en sinni eigin; hún blindar ekki augun fyrir yfirburðum útlendinga i svo mörgu tilliti, né fyrir sinni eigin eymd, ókostum og mentunarskorti. Slíkt er engin ættjarðarást, allra sízt í kristileg- um skilningi. Slíkt er öfugur, heiðing- legur, heimskulegur og hættulegur hugs- unarháttur, sem dregur niður alla sanna þjóðernistilfinningu og hefir visnun og dauða sérhvers þjóðernis í för með sér.’r Rúm og tími leyfir eigi að lengja þetta mál með frekari tilvitnunum eða skýringum þó mörgu sé við að bæta. Félagssltapur sá er stofnað- ur var jafnhliða liátíðinni varð eigi langlífur því rúmu ári síðar eru flestir íslendingar horfnir frá Mil- waukee, fluttir til hinna nýju ný- lendustöðva í Minnesota og vestan við Winnipegvatn (Nýja íslands). Tilgangur félagsins var aðallega sá að efla samvinnu og samtök meðal félagslima, vernda tungu og þjóð- erni og afla sér upplýsinga um hentugt nýlendustæði, því menn voru orðnir því afhuga að þeir ættu trygga framtíð þar í hænum, þar sem flestir stunduðu algenga dag- launa vinnu. Var þá skollin á hin mesta atvinnudeyfð og peninga- þröng er breiddist út um land alt, er stafaði af stórkostlegum gjald-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.