Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Side 98

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Side 98
78 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þrotum árinu áður á kauphöllinni í New York er stundum hefir komið fyrir síðan. Félagið var nefnt Is- lendingafélag, og kjörorðin voru: Frelsi, Menning, Framíör—alt forn- ir kunningjar frá félagsstofnunum gömlum í sveitunum heima. Kjörorð þessi áttu eftir að gefa heiti sitt, ýmsum félögum er á gang komu síðar svo sem kunnugt er. Fyrsta fréttablað vort hér í álfu var nefnt “Framfari”, fyrsti félagsskapur ís- lendinga í Winnipeg var nefndur Framfarafélag, — að ógleymdu Menningarfélaginu í Dakota. Félagsmenn, er dreyfðust strax eftir 1875, fluttu með sér minning- una um félagsstofnuina, og fundn, eigi síður eftir að út í óbygðirnar kom, til þarfarinnar á að halda saman og glæða andlegt líf, inn- byrðis sín á rneðal. Nóg var fá- sinnið sanrt. Sem að líkum lætur, þó hingað væri komið, gat varla skýrst fyrir mönnum að neinum verulegum mun, hversu auðið yrði að ná því takmarki er félagsskapurinn átti að stefna að, en eigi dró það þó samt úr löngun þeirra, til meira frjáls- ræðis og framfara. Er félagsleiðin brázt, til þess að komast að tak- markinu, er var afar óljóst og þokukent, varð afleiðingin stund- um sú, að lokum, að auðveldasta og eina leiðin til frelsisins þótti vera að afneita öllum félagsskap og hefir það einkennilega fyrirbrigði eigi látið sig án vitnisburðar í þjóðlífj voru. Fullur helmingur allra vestur fluttra íslendinga, stendur utan við allan félagsskap. En senn mun nú sú afstaða fara að þykja ótrygg og það skeið vera á enda runnið. Að nýrri skýring á frelsi og framför- um, er reynslan sem óðast að knýja menn til að leita. Einangrunin er sízt vænleg til framfarar og and- legs þroska. Á orku og afkasta- magn einstaklinganna eykur það ekki, að geta ekki orðið samtaka um neitt. Það finnur hver og einn einasti maður sem með eigin kröft- um ætlar sér að velta bjarginu úr veginum. Sú hugsjónin, sem vakti fyrir stofnendum þessa fyrsta félags- skapar, að vernda tungu og þjóð- erni hefir orðið örlaga ríkust. Hún hefir lifað og þroskast þrátt fyrir byltingar og breytingar er gerst hafa á þessum 60 árum. En við hana hefir líka verið lögð einlæg- ust viðleitni, þó um það sem ann- að, eigi hafi allir orðið samtaka. Nokkrir hafa varið fyrir hana öllu æfistarfi sínu svo sem sumir kenni- mennirnir og höfuð skáld vor. Það er ekki lítill skerfur sem séra Jón Bjarnason lagði til þeirra mál, það er rneir en brýningin ein er eg gat um í hinni fyrstu predikun hans. Þá mun og flestum ógleymanlegt verk Stephans G. Stephanssonar, ræður hans, ritgerðir og ljóð. Hann hreyfði aldrei svo tali, hann ritaði aldrei svo staf, að ekki væri hann með því að hvetja menn til kynna af ís- lenzkri tungu, og blása lífsanda í þjóðernismeðvitund þeirra. “Þótt þú langförull legðir sérlivert land undir fót,” er talað til samferða- mannanna, vesturfaranna, pílagríma næturinnar er voru að fálma eftir ljósinu. Og kynslóðum framtíðar- innar, er varðveita eldinn helga, boðaði hann fyrirheitin um eilífa erfð, fegursta landsins I heimi: “Nóttlausa voraldar veröld Þar sem víðsýnið skín.”
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.