Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Side 107

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Side 107
ÁRSÞING 83 upplestrum í bundnu og- óbundnu máli. Öllu þessu fólki þakkar deildin af heil- um hug. tslenzku kenslu var haldið uppi I fyrra vetur, og nú i vetur starfa tveir kennarar, •— þeirra skýrsla fylgir hér með; en efnahagur deildarinnar leyfir það ekki, að fenginn sé þriðji kennarinn. Að lokinni kenslu í vor, mun deildin sjá svo um, að börnunum gefist færi á að koma fram opinberlega og sýna árangur- inn af námi sínu yfir veturinn með því, að ganga undir nokkurs konar próf, og verða verðlaun veitt þeim börnum, sem fram úr skara. Innheimta á gjöldum meðlima hefir gengið fremur treglega, sem við er að búast í þessum atvinnuleysis tímum, en þó er naumast ástæða til að æðrast neitt í þvi efni. Nokkrir nýir meðlimir hafa bæzt við síðan fyrsta nóvember síðast- liðinn, og stjórnarnefndin hefir ástæðu til að gera sér von um að enn fleiri bætist við á árinu. Síðan á síðasta þingi hefir sú breyting á orðið, að deildin hefir tekið við og starfrækir nú bókasafn Þjóðræknisfélags- ins með góðum árangri. Hafa deildinni unnist margir vinir og vildarmenn gegn um bókasafnið, sem er afar vinsælt. Vinsamlegast, Deildin “Frón”, pr. G. P. Magnússon, foresti. Winnipeg, Man., 22. febrúar 1933. Skýrsla umferðakennara þeirra, er Þjóðræknisdeildin Frón í Winnipeg réð til islenzku kenslu barna og unglinga hér í borg, yfir tímabilið frá 1. janúar til 31. marz 1933:-— Hér með fylgja nöfn og heimili for- eldra og aðstandenda barna þeirra, er notið hafa kenslunnar á þessum vetri. Leggist skýrsla þessi með öðrum starfs- skýrslum Fróns fram fyrir forseta aðal félagsins á þessu þingi. Eins og að ofan er getið, byrjaði kensla þessi ekki á þessum vetri fyr en með janúarbyrjun. Sá deildin sér eng- an veginn fært að reyna til að halda henni uppi nema 3 mánuði í þetta sinn vegna fjárskorts; þótti þó betra, að halda áfram tilraunum þessum, held- ur en að láta þær falla niður með öllu. Samtals eru börnin 45. Sökum þess, hve kensla þessi byrjaði seint í ár, hefir ekkert getað orðið af samkepni bama i framsögn kvæða, eins og venja hefir verið undanfarin ár. Ætti það eigi að leggjast niður i framtíð- inni, enda þótt slík kvæðaframsögn sé vitanlega eigi mikið próf eða sönnun á kunnáttu barnanna í íslenzku að öðru leyti. Ákveðið er, að einhvers konar próf verði haldið við lok kenslutímabilsins í vor. Virðingarfylst, Ragnar Stefánsson. G. E. Eyford. Milliþinganefnd í íþróttamálinu lagði þvínæst fram svohljóðandi skýrslu: Til Þjóðræknisfélags Islendinga í Vest- urheimi. —Skýrsla milliþinganefnd- ar í Iþróttamálinu.— Þessi nefnd hefir séð um hockey-sam- kepni um verðlaunahorn Þjóðræknisfé- lagsins á siðastliðnu ári. Var sú sam- kepni háð dagana 6.—8. marz 1932. Tóku þátt í henni sex hockey-flokkar, — frá Selkirk, Gimli, Arborg, Lundar, Glen- boro og íþróttafélaginu “Fálkarnir”, Winnipeg. Leikirnir fóru mjög vel fram og voru allir hlutaðeigendur mjög vel á- nægðir með úrslitin. Leikslok urðu þau, að Glenboro-flokkurinn vann sigur og hefir því haft “hornið” síðastliðið ár. Næsta hockey-samkepni verður laugar- daginn 25. febr. næstkomandi, og hafa átta flokkar boðist til þátttöku. Fyrir þessa árlegu hockey-samkepni meðal Is- lendinga hér hefur verið stigið stórt spor í vorum íþróttamálum, sem ungir Islend- ingar i hinum ýmsu bygðum kunna að meta, og hefir oss verið falið að flytja Þjóðræknisfélaginu þakklæti þeirra flokka, er þátt tóku í samkepninni í fyrra, fyrir forgöngu þess og stuðning í íþróttamálum vorum. 22. febr. 1933, Jack Snydal (forseti), Walter Jóhannesson. C. Thorlakson. Séra Guðm. Árnason gat þess, að milliþinganefnd í lesbókarmálinu hefði ekki lokið störfum að fullu. Bað for- seta um frest , svo nefndin fengi ráð á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.