Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 16

Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 16
10 VÍSIR sh. hvert 100, svo að við hlóg- um dátt). Þýskur undirforingi, sein hlotið hafði Jámkrossinn fyrir það, hve góð leyniskytta liann var, lét menn sína fara að syngja göngulag. Við vildum ekki vera eftirbótar þeirra og sungum þá „The Boys of Bonnie Scotland“. Þannig hélt söngur- inn áfram, alt frá söngnum um hinn góða konung Wenceslaus og enduðum á „Auld Lang Syne“. Undir þann söng tóku allir: Englendingar, írar, Skot- ar, Prússar og Wúrttembergar- ar. Þetta voru dásamleg augna- blik, en ef eg hefði séð þetta á kvikmynd, þá hefði eg jiorað að sverja, að myndin væri fölsuð. Aðfangadag hafði verið rign- ingarsúld, en um nóttina brá til batnaðar og fór að frjósa og var veðrið hið fegursta þenna dag. Snjór jiakti jörðina, kyrðin var fullkomin og jafnvel fuglar sá- ust um alt, en það kom annars aldrei fyrir. Síðdegis gaf eg tim 50 spörfuglum að borða fyrir utan jarðhús mitt og ætti það að geta sýnt hversu kyrðin var mikil. Eg get ekki neitað þvi, að þessi kyrð hafði afskapleg áhrif á huga minn og kyrðin var mér, sem öllum öðrum til mikillar fróunar, svo og það, að geta gengið um, án þess að jiurfa að óttast limlestingu eða dauða. Þetta var í fyrsta skifti i marga daga, sem fallbyssudun- ur og brakið úr minni byssun- um hljómaði ekki í eyrum okk- ar. Við vorum varla búnir að sleppa síðasta orðinu í „Auld Lang Syne“, þegar gamall og sællegur héri var skyndilega kominn mitt á meðal okkar. Ifann varð alveg ruglaður ]>egar hann sá svona marga menn í „ríki“ sínu. Eg rak upp óp og um leið tók allur skarinn, bæði Bretar og Þjóðverjar, á rás á eftir héraskömminni. Við runnum og duttum í frosinni leðjunni, en að lokum var bér- inn drepinn. Þjóðverji og einn okkar pilta duttu ofan á hann í einu. Skömmu síðar sáum við fjóra héra í viðbót og náðum einnig í einn þeirra. Báðir voru þeir feitir og þungir. Þeir böfðu vafalaust haldist þarna við sið- Ustu tvo mánuði og lifað góðu lifi á kálinu, sem óx í „Aleyðu“. Fjandmennirnir fengu annan hérann og við hinn. Klukkan var nú 11.30 árdegís og þá kom George Paynter til okkar og bauð okkur „gleðileg jólM..... Honum fanst sjálf- fipgt eð hvilff sig á þeim ðágií sem báðar þjóðirnar liöfðu svo í helgi og sagði síðan: „Jæja, piltar. Eg kom með dálítið til hátíðabrigða“ og jafnframt dró hann stóra rommflösku úr vasa sínum. Allir ráku upp gleðióp, flaskan var tekin upp og tæmd, áður en hægt var að segja „skál“..... Meðfram öllum skotgröfun- um skeði jietta sama um dag- inn og einn fjandmannanna sagði við mig, að hann væri far- inn að þrá London aftur. Eg fullvissaði hann um jiað sama. Hann kvaðst vera dauðleiður á stríðinu og eg sagði honum, að jafnskjótt og jiessu vopnahléi okkar væri lokið, væri jieir allir velkomnir yfir i skotgrafirnar okkar. Þeim skyldi verða jiar vel tekið, fengi nóg að borða og „fria ferð“ til Isle of Man (fangabúða). Víggirðingavinna í ró og næði. Hóparnir hittust aftur síðar um daginn en kl.4,30 urðum við ásáttir um að fara ekki meira úr skotgröfunum okkar — og við sögðum þeim að vopnahléð væri á enda. Þeir lcváðustþóekk. mundu skjóta á okkur og George hafði sagt okkur að skjóta ekki nema þeir gerði jiað. Við bjuggumst því við rólegri nótt, en ámintum jió varð- mennina um að vera vel á varð- bergi. Báðir aðilar höfðu notað kyrð dagsins til þess að flytja birgðir af timbri og hálmi fram i skot- grafirnar, en undir venjulegum kringumstæðum eru jieir flutn- ingar stórhættulegir. Við end- urbættum jarðhúsin okkar, settum timbur i loftin á þeim nýju og bættum aðbúð okkar yfirleitt að miklum mun. .Tafn- skjótt og myrkrið skall á fór öll mín sveit að bæta gaddavírs- girðingarnar fyrir framan skot- grafimar, en varðmenn voru sendir nær fjandmönnunum, til jiess að ekki skyldi komið að okkur óvörum. En engu skoti var hleypt af og við lukum verki okkar, án þess að nokkuð kæmi fyrir. Á vinstri hönd okkar var önnur skosk herdeild. Vega- lengdin milli skotgrafa hennar og fjandmannanna var aðeins 85—-100 yards, svo að jiar varð vopnahlésaginn að vera miklu strangan, En þýski formginn. sem Jiarna var andspænis var mjög viðkunnanlegur maður og Um það varð samkomulag, að hvorir um sig skyldu flvtia lik manna hinna a8 mnrkalínunni< Voru svo 29 Skotar grafnir þarna í „Aleyðu“..... Þjóðverjarnir virtust koma vel fram við fangana, sem Jieir tóku og gerðu alt, sem þeir gátu til Jiess að draga úr þjáningum þeirra Breta, sem féllu sárir i jieirra hendur. Foringinn, sem áður getur, benti hvað eftir ann- að á líkin og harmaði örlög þessara hugdjörfu drengja. Þegar George frétti Jietta fór hann til jiessa foringja og gaf honum trefil og síðar um dag- inn kom sendimaður frá Þjóð- verjanum, með þykka ullar- vetlinga að gjöf til Georges. Sama kveld fórum við upp úr skotgröfunum og komum fyrir ramlegum „búkkum“, alþökt- um gaddavir. Þjóðverjarnir fóru einnig upp úr sínum skot- gröfum og virtu okkur fyrir sér, sitjandi á brjótvörnum skot- grafa sinna. Við höfðum j>ó sagt þeim, að vopnahléð væri á enda......Nú, næsta morgun, þegar eg var að snæða árdegis- verðinn minn, kom einn undir- foringjanna til mín og sagði, að fjandmennirir vildu aftur hafa tal af okkur. Eg hafði skipað svo fyrir, að enginn mannanna mætti fara úr skotgröfunum til móts við Þjóð- verjana. En undirforingjann, sem áður getur sendi eg með tveim mönnum af stað, til jiess að gæta þess að Þjóðverjarnir kæmi ekki of nærri skotgröfum okkar. Siðan fór eg og talaði við þá. Það var sami liópurinn og komið hafði daginn áður og jieir létu í ljós J>á ósk, að vopna- hléð héldi áfram. Eg hafði fengið skipun um að hefja ekki skothríð að fyrra bragði og tilkynti Þjóðverjun- um ]>að. Vopnahléð hélt svo á- fram ]>. 26., þangað til kl. 4.30. er eg tilkynti þeim að ]>að væri á enda. Við höfðum sent þeim olómubúðinga og þeir þökkuðu hjartanlega fyrir og héldu til skotgrafa sinna. Munurinn á þessum vopnahlésdegi og J>eim fyrri var sá, að síðari daginn leyfði eg aðeins einum undir- foringja og tveim óhrevttum hermönnum að vera úli í „Al- eyðu“, svo að Þjóðverjarnir voru einnig færri. Þenna dag notuðu háðir að- ilar lil J>ess að bæta aðbxlð sína og um kvöldið héldum við á- fram að dytta að gaddavírsgirð- ingum okkar og gátum lokið við þær. Við hiuggumst ekki vjð neinu um nóttina, en kl. 11 vor- um við skyndilega valctir af værum blundi. Sendiboði frá yf- Irforingjanum tilkjmtl mér ]>á, 60 þýskur liðhlaupi hefði Jjósb að upp, að Þjóðverjar myndu gera allslierjar árás kl. 12.15 um nóttina, við ættum að búast til varnar þegar i stað og að liðs- auki væri á leiðinni til okkar. í huganum bölvaði eg jiessum liðhlaupa fvrir að raska nætur- ró okkar, enda kom það á dag- inn, að ]>að var alt uppspuni, sem hann liafði sagt. Eg dreif Iið mitt á varnarstaðina, gerði nokkrar varúðarráðstafanir og kl. 11.20 kom George til okkar. .... Skyndilega hófu okkar fallbyssur skothríð, en fjand- mennirnir létu sér nægja að svara með 23 sm. umsátursbyss- um en engin þeirra kúla sprakk. Hvergi var hleypt af riffli og kl. 2,30 var helmingur mann- anna látinn fara að sofa, en hinir voru látnir halda vörð. Liðhlaupinn hafði sagt frá ]>vi, að tvær lieilar hersveitir væri komnar að baki skotgraf- anna til liðveislu Þjóðverjunum sem J>ar væri. Þetta var tilkynt stórskotaliði okkar og l>að hóf strax skothríð á staðinn, þar sem liersveitirnar létu að sögn fvrir berast. En ekkert skeði og eg fékk ekki nema tæpra tveggja stunda svefn fyrir kl. 6.30, en þá fara allir á varð- staði, rétt fyrir dögun. Eg ætlaði að sofna dálítið um átta leytið (þ. 27. des.), en j>á fóru fandmennirnir enn á stjá til þess að tala við okkur. Und- irforinginn og mennirnir hans tveir fóru til móts við ]>á og jiegar eg heyrði hlátrasköll ber- ast frá þeim, fór eg einnig á vettvang. Þeir spurðu okkur hvað við hefðum eiginlega verið að ólát- ast um nóttina og sögðust hafa staðið vörð, án þess að geta sofnað dúr alla nóttina. Þeir höfðu haldið. að við ætluðum að fara að gera áhlaup, j>egar stór- skotahríðin hófst, og hún hefði orðið mörgum að liana að baki skotgrafanna. Eg sagði þeim að þýskur lið- hlaupi hefði komið yfir til okk- ar og ]>eir mætti þakka honum alt þetta, en við værum sjálfir honum ekkert þakklátir. Þeir fullvissuðu mig um, að þeir hefði ekki heyrt eitt einasta orð um áhlaup, og eg trúði ]>eim, því að ]>eir hefði varla leyft okkur að setja upp þessar girðingar og hindranir undanfarnar tvær nætur, ef j>eir ætluðu sér að ráð- ast á ókkur. En Þjóðverjarnir héldu því fram, að vopnahléð okkar stæði enn]>á, enda þótt eg segði þeim, að því hefði lokið kveldið áður. Var svo haft sama fyrirkomu- lag og tjaglnn áður, að elnn und«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.