Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 29

Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 29
VÍSIR 23 KONUNGSVAGNINN ENSKI. A öllum meiri háttar hátiðum, er bresku konungshjónin þurfa að koma opinberlega fram, aka þau samkvæmt aldagamallL venju í hestvagni, er hópur hvítra gæðinga dregur. Þessi vagn er orðinn nijög gamall, en kostar þrátt fyrir alt margfalt á við dýrustu bif- reiðar, þvi hann er allur gidli skreyttur. verslanir opnar, að fóllc gekk ekki til vinnu eins og þvi bar skylda til, og að verslun var sania og etigin á markaðstorg- unum. Þeir vissu líka, að fólk Itorðaði kjötsteik og plómubýt- ing — en þar var ekkert liægt að gera né segja. Þá kom þingheimi salnan um að lierða enn á löggjöfinni og banna m. a. alt helgidagahald í Englandi. En áður en sú lög- gjöf náði fram að ganga, varð andúð almennings svo auðsæ um gjörvalt landið, að ekki þótti þorandi annað en taka fruin- varpið aftur og minnast hvorki á jóla- né lielgidagabann upp frá þvi. Enda þótt Cromwell liafi orð- ið mikið ágengt í Englandi, t. d. hvað borgarastyrjöldina og af- töku konungsins snerti, þá mis- hepnaðist honum algerlega sú tilraun, að hanna jólahelgi í ensku þjóðlífi. 'i III. Enn líða tuttugu ár. f desem- bermánuði 1664 hjóst fólk und- ir jólin í Englandi að gamalli venju og viðburðirnir fyrir tutt- ugu árum voru gleymdir. En þá skeðu hræðilegir atburðir, sem pyðilðgðu alla jólagleði og um- liugsun um jólin. Þessir atburð- ir lögðust eins og farg yfir heimsborgina London og yfir gjörvalt England. Öll gleði og alt sem minti á fegurð og yndi, sakleysi og ábvggjulaust líf, hvað þá jól, hvarf fyrir þeim skelfingum, sem yfir dundu. Þetta var svarti dauði hinn enski. Sjúlcdómseinkennin lýstu sér í þvi, að sjúklingarnir kvefuðust eins og eftir venjule'ga ofkæl- ingu, síðan fengu þeir köldu, stutt yfirlið og skömmu síðar voru þeir liðin lík. Fólk datt unnvörpum niður og lá hjálpar- vana með öllu á götum úti. 1 fyrstu var að vísu reynt að hjálpa þeim sjúku og grafa þá dánu, en drepsóttin hreiddist svo örl út, að engri aðstoð varð lengur dfi komið. Á morgnana fóru vagnar um götur Lundúna- borgar, er hirtu sjúklingana og líkin upp af götunni og óku öllu „heila draslinu“ i eina almenn- ingsgröf, án þess að taka til ná innar yfirvegunar hvort persón an var með lífsmarki eða ekki. Him hlaut að deyja hvort eð var. Aðalsmennirnir og auðuga fólkið flýði borgina út í afskekt sveitahéruð, þar sem yon var tii að verjast hinni hræðilegu drep- sótt. Fátældingarnir urðu nær einir eftir í London og nú ver staddir en nokkru sinni áður. Strax og einhver veiktist var öll von úti um bata — hann var ó- umflýjanlega glataður. Þegar pestin náði hámarki sinu, gaf að líta einhverja ömur- lcgustu sjón á götum Lundúna- borgar, sem nokkur mannleg sál getur hugsað sér. Eymdin var svo átakanleg, að þvi verð- ur ekki með orðum lýst. Af því að fólk hélt að pestar- sýklarnir bærust i loftinu og með golu eða Vindi, þá reyndi Jjað, sem enn var ósýkt, að birgja sig inni í Iiúsum, loka vandlega öllum gluggum og dyrum og helst að l)ræða vax í allar rifur, sVö að hvergi kæin- is! minsti vtíttur af „óhreinu“ lofti inn. Það þarf enginn að efast unl, bvci-nig loftið, eða réttara sagt loftlevsið, hefir verið í þessum bíbýlum. Þó var liðan hinna sjúku mjög miklu verri. Þess voru dæmi, að fólk varð brjálað af hræðslu; en aðrir sem sýktir voru og vonlausir orðnir um bata, höfðu sér það til dægra- stytlingar, á meðan Jieir gátu staðið, að standa við opinn glugga og hrækja í andlit ve'g- farenda, svo þeir sýktust líka. Svo mögnuð gat illgirnin verið. Seinna varð það sannað, að sóttin barst ekki með lol'ti eða vindi, heldur aðeins með snert- ingu. Hún liafði borist með rott- um, sennilega austan frá Asíu. Oft bar Jiað við, að heilar fjöl- skyldur, er gengu til livílu að kvöldi, vöknuðu elcki til lífsins eftur, en láu andvana í rúmun- u(m að morgni. Stundum varð ekki komist inn í þessi hús með öðru móti en þvi, að brjóta upp dyrnar. í Lundúnaborg var svo fátt lækna og bjúkrnnarkvenna, samanborið við sjúklingafjöld- ann, að langmestur þorri sjúk- linganna lá algjörlega hjálpar- vana, ýmist á götum úti eða inni í húsum og engdist sundur og saman af óþolandi kvölum. Margar þéirra hjúkrunar- kvenna, er buðu sig fram til líknarstarfsemi, voru sannköll- uð norn, er hugsuðu að eins ukn Jiað eitt, að komast yfir fé. Því fvr sem öll fjölskyldan dó í hús- inu, því fyrr gat hjúkrunarkon- an stolið og rænt því, er hún girnlist, og hafið hjúkrunar- starfið áð nýju. Líksöfnunarmennirnir höfðu svo mikið að gera, að þeir urðu slundum að vaka dag og nótt við að sópa líkin upp af götun- uim og fleygja þeim á vagnana. Það kom fyrir, að þeir hirtu dauðadrukkna menn, er láu hreyfingarlausir á götunni, héldu þá dauða og fleygðu þeim í kerrurnar hjá líkunum. En svo greip ])á ógn og skelfing, þegar líkin komust öll á hreyf- ing og eitt þeirra reis upp illúð- !egt ásýndiún, baðaði út öllum öngum, formælandi og ragn- andi. Þá tóku líksöfmmarmenn- irnir óttaslegnir tíl fótanna, hlupu bálftryltir út i nóttina, en skildu hin „uppvöktu“ lík eftir á vagninum. „Svarti dauði“ hinn enskí gevsaði og herjaði um England alt næsta ár, og það var fyrst árið 1666, sc/m tókst að stemma stigu fyrir frekari útbreiðslu þessarar hræðilegu clrepsóttar. IV. Rétt fyrir jólin 1684, eða rétt- um tuttugu áruin eftir að drep- sóttin braust út, komu svo mikil frost á Englandi, að dæmi þess þc'kkjast ekki, hvorki fyrr né síðar. A örfáum dögum var ís- inn á ánum orðinn hálfur met- er á þykt. Fólk kynti svo mikið i húsum, að reykurinn lagðist kolsvarlur vfir þorpin og borg- irnar, svo menn sáu naumast lianda sinna skil og öll umferð ökutækja stöðvaðist. í skrifum frá þessum tímum stendur með- al annars, að frostið hafi verið svo mikið, að reykurinn úr hús- unum liafi ekki komist upp, lieldur liafi liann lagst niður á milli húsanna og mökkurinn aukist dag frá degi, uns sortinn hafi verið eins og náttmyrkur. Allir brunnar og allar vatns- lagningar var frosið til botns og hvergi deigan dropa að fá, nema bráðinn ís cða vinanda. Ölgerð- FRÁ LIVERPOOL. Á myndinnl sést Mersey-áin, en hún var eitt þeirra fljóta, sem lagði 1 kuldunum miklu óritS 1(184. —- í bnksýn sjást byggingftv borgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.