Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 20

Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 20
14 VÍSIR irnar af orku og ósérplægni, sem eru svo undursamlegir, eig- inleikar lijá hestunum okkar. En hesturinn sem Elín reið var ekki eins vanur. Það var því líkast sem hann brysti kjark og treysti sér ekki i þenna lífs- háska. Hann var tregur, honum fipaðist í sköflunum og Elín átti erfitt með að halda honum í veðrið. Ágúst póstur var veraldar- vanur. ()g hann var líka vanur óveðrum og ófærð á Fróðár- lieiði. Hann þekti leiðina eins vel og fingurna á sér og þess ve'gna hélt liann öruggur og ó- trauður í veðrið — í áttina til Búða. En Jivað dugði kunnugleiki á landi sem eklci sást? Hver þekkir snjóinn? Fróðárlieiði var öll ein samfeld fannbreiða, livít og endalaus i þyrlandi hriðarmekki og æðandi rolci. Þar var livergi fóthvíld að finna og livergi dökkan dil að sjá. En Ágúst póstur var þeirri fágætu gáfu gæddur, að rata samt. Hann rammaði á sælu- hús sem stendur á miðri Fróð- árheiði. Fólk sem óvant er hríðarveðrum fær ekki skilið, hve dásamleg gáfa það er, sem einstöku mönnum og skepnum er gefin og fram kemur í ratvísi þeirra — að þræða beint strik, þó hvorki sjáist til himins né jarðar. En sæluhúsið á Fróðárheiði var að þessu sinni ekkert sæl- unnar hús. Dyrnar stóðu opnar og kofinn var fullur af fönn. Klukkan var orðin fjögur þeg- ar þau komu þangað, en þar var ekki viðlit að biða af sér óveðrið, því afdrep var þar varla betra en úti. Samt fóru þau inn og námu litla stund staðar í kofanum á meðan þau snæddu ofurlítinn nestisbita. Á meðan hímdu hestarnir í af- drepi undir kofaveggjunum, en þeim var kalt, þeir voru óróleg- ir og snéru sér skjálfandi undan veðrinu. Þeim Elinu og Ágúst kom saman um það, að freista þess að halda ferðinni áfram suður jdir heiði, enda þótt veðurofs- inn væri óstjórnlegur orðinn, hríðin svo svört að varla sá út úr augunum og þar að auki beint í fangið að sækja. En Ágúst bjóst við, að veðrinu slotaði er sunnar dræi — það gerir það stundum í sunnanátt. Og svo voru þau konmin svo langt áleiðis, að þeim þótti það hart að snúa við. Aftur var lagt af stað. Færðin virtist versna um allan helming því sunnar sem dró. Það var ekki nokkurt viðlit að haida lengur í þá átt sem pósturinn taldi veginn vera, því hestarnir láu þar svo að segja ósjálf- bjarga á miðjar siður i sköfl- unum og brutust um, án þess þó að hreyfa sig verulega úr stað. Þannig var ekki viðlit að halda ferðinni áfram. Ágúst tók þá til bragðs, að beygja út af leið sinni og lrngði það myndi verða betra ef liann héldi ofar í hlíðina. Fannirnar yrði þar ef til vill minni. Þessi von lians brást, því þótt liann legði sig allan fram til að ská- sneiða þá hletti sem lielst var fóthvíld að finna, var snjórinn samt svo djúpur, að hestarnir stóðu fastir. Loks kom að þvi, að Ágúst vissi ekki livar liann var stadd- ur. Það var í fyrsta skifti i ferð- um hans yfir Fróðárlieiði, sem þannig var ástatt fyrir honum. Þetta mun hafa verið nærri klukkustund eftir að þau fóru frá sæluhúsinu. Þau námu staðar. Annað var ekki hægt. Hestarnir komust ekki í gegn um skaflana og ekkert sást nema endalaus hringiða bylsortans. Auk þess var komið náttmyrkur. Ágúst kvaðst vilja líta eitt- livað í kringum sig, ef ske kynnf að liann fyndi einhvern stað, vörðu eða þúfu sem hann fengi áttað sig iá, og ef liann gæti fundið færa leið fyrir liest- ana. Hann hað Elínu að vera kyrra hjá hestunum og gæta þeirra uns hann kæmi aftur. Þess yrði ekki langt að bíða, því hann ætlaði ekki langt. Ágúst póstur kom ekki aftur. Fyrst eftir að hann fór, bjóst Elín við honum á hverri stund — hverju augnabliki sem leið. En smám saman fór eftirvænt- ingin og óþreyjan að gera vart við sig, og spurningin að vakna í huga hennar: Ilvað hafði skeð? í þessu veðri og á þessum stað gat alt skeð. Ágúst gat liafa vilst, en hann gat líka liafa hrapað, því suður af lieið- inni lágu víða liá og hættuleg björg. Elín vissi ]>að, og það jók á kvíða hennar og hugarangur. Elín bélt i hestana og beið. Það var löng og hræðileg hið. Að hrópa var þýðingarlaust. Stormgnýrinn kæfði öll hróp í fæðingunni. Snjórinn þyrlaðist upp i munn Elínar og hún greiji andann á lofti i hvert sinn sem hún gerði tilraun til að opna munninn. Elín — tvítug stúlka, óreynd í stórhríðum og óvön þeim með öllu — var einsömul langt uppi á heiði í æðandi fárviðri, vilt í náttmyrkri og blindlirið. Og i næstu niálægð vissi hún af geig- vænlegum hömrum, svo að hvert óvarkárt spor gat orðið henni að bráðum bana. Hvaða manneskja, karl eða kona, vildi feta i fótspor þessarar ungu stúlku og lifa þessar liræðilegu stundir, sem hún átti á Fróðárheiði rétt fyrir jóhn 1937? Elín átti ekki í annað hús að venda en vera kyr og láta fyrir berast þar sem hún var stödd. Og þegar liún var orðin úrkulna vonar um að Ágúst kæmi aftur, fór hún að úthúa sér skýli, einkum til að verja andlitið gegn látlausum barningi lirið- arinnar. Hún spretti af hestun- um og hlóð hnökkunum og töskunum upp áveðurs við sig svo hún gæti haft svolítið af- drep undir þeim. Svo hafði hún lika nokkurt skjól af hestun- um sem himdu skjálfandi í hnapp og þorðu sig hvergi að Iireyfa. Vegna líkamshitans þiðnaði snjórinn á liöndum og hálsi, svo að vetlingar og eins trefill- inn blotnaði. Þá fór Elín niður i töskurnar, náði þar i svell- þykkan kjól sem hún átti og vafði lionum um liáls sér, en blautum treflinum utan yfir. Iiún náði lika i þurra ullar- sokka og stakk höndunum nið- ur í þá, en fór í blauta vetling- ana utanyfir. Að þessu var mikil bót, a. m. k. i svipinn, á meðan ]>etta var að blotna. En verst af öllu voru stígvélin; þau voru víð, snjórinn þyrláðist niður í þau, þar þiðnaði hann svo hún varð rennblaut í fæturna. Elín lá skjálfandi í skjóli reið- tygjanna og hestanna í ísköld- um snjónum og leið illa. Þegar hún liélst ekki lengur við fyrir kulda, reis liún á fætur og’ reik- aði í kringum hestana. Fárviðr- ið var svo mikið, að hana lirakti. Þessvegna varð hún að bíta á jaxlinn og bölva i hljóði. Hún lagðist skáhalt i rokið og spyrnti við, þvi hana mátti ekkj hrekja svo langt að hún fyndi ekki hestana og skýlið sitt aft- ur. — í Ólafsvík var veður svo vont þessa nótt, að með eins- dæmum þótti, og þá þarf ekki að undra, þótt veðurhæðin væri mikil hátt uppi á heiðum, mörg hundruð metrum fyrir ofan sjávarmál. Elin var klukkulaus og hún vissi ekki hvað timanum leið. En hún lifði heila eilífð þessa nótt — og þjáningar og vanlíð- an stúlkunnar á þessari hræði- legu nótt fáum við aldrei skilið til fullnustu, sem ekki höfum reynt eitthvað áþekt um æfina. En eina huggun, sannkallaða afþreyingu, hafði Elín þó á þessari nótt skelfinganna. Og það var hundur — svartur stór liundur sem pósturinn átti. Hann hafði annaðlivort orðið eftir hjá Elínu og liestunum eða snúið til baka frá póstinum er hann livarf út í liríðina um kvöldið. Elín vissi ekki hvort lieldur, þvi lxún veitti liundin- um ekki athygli fyr en löngu eftir að Ágúst var farinn. En hún varð sárfegin þessum trygglynda vin, enda þótt liann gerði lítið annað en grafa sig niður í fönnina og skjálfa. Er leið á kvöldið, breyttist veðrið smám saman. Frostið rénaðj og bylurinn breyttist í slydduhríð. Rokið hélst óbreytt fram undir morgun, en ])á slot- aði veðrinu og' það byrjaði að rigna. Alla þessa nótt leið Elín óg- urlegar þjáningar af kulda. Hún var hætt að finna til handa og fóta, hendurnar voru orðnar stokkbólgnar og voru stöðugt að hólgna. Það sem Elínu var verst við af öllu, var svefninn sem ásótti liana og lét hana aldrei hafa stundlegan frið. Hún vissi að þessi svefnhöfgi var gloítandi dauðinn sem á hak við hana beið. Hann beið þar ineð útrétta hramma til að grípa hana við fyrsta tækifæri. t hvert skifti sem hún var kom- in að þvi að blunda, reif hún sig á fætur í ofboði og fór á stjá. Það rak svefriinn burtu í nokkur augnablik. Öðru hvoru fór hún niður i klyftöskurnar, náði þar í nestisbitann sinn og snæddi. Við það hlýnaði henni um stundarsakir, en það var skammgóður vermir, þvi kuld- inn var öllu öðru yfirsterkari. Hann ætlaði hana lifandi að drepa. Flestir, sem reyndu að lifa sig í fótspor þessarar ungu stúlku, myndu óefað álykta sem svo, að langtum verra en hríð og kuldi, hlyti þó óttinn að hafa verið, sem hefði gagntekið hana. En það aðdáunarverða var það, að Elín var ekki óttaslegin. Hún óttaðist að vísu um stund- arsakir afdrif póstsins, þar eð hann kom ekki til baka. En hún vissi hinsvegar, að póstur- inn var allra manna kunnug- astur á þessari leið, og hún gerði sér vonir um, að hann myndi hafa komist til bygða. Og einmitt þessi von var það, sem gaf henni trúna á hjálp. Ágúst póstur gat sagt til hennar, og gæti hann ekki leitað að henni, gat hann samt gefið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.