Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 22

Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 22
1G VlSIR PÁFAGAUKURINN zjt X'O K OKOSQUIST AÐ afloknum félagsstjórn- arfundi sagði GeCrt Christian við Niels: — „Það er hvort sem er komið kvöld; eigum við ekki að bregða okkur á listamannadansleikinn um leið?“ Niels kinkaði kolli og þeir fé- lagar lögðu af stað. Það var blátt áfram hrífandi. Það umkringdu Niels fagrar, skartklæddar konur og báðu hann að dansa við sig. Þær klöppuðu honum á kinnina, klipu hann í magann og drukku kampavín. Niels varð að borga. Þær drukku mikið kampavín, Niels líka. Þama var líka iiappadrætti. Það var í góðgerðaskyni. Ágóð- inn átti að renna til spánskra barna. Með öðrum orðum, það átti að flytja þau beim til sin frá Danmörku fyrir þessa pen- inga, og auk þess átti að stofna hvildarheimili fyrir fyrverandi gæslustúlkur þessara Ijarna. Niels varð að kaupa marga miða. Hann vann ekkert á þá. Reyndar gerði það ekkert til, því ágóðinn rann jú til almenn- ingsheilla. Niels ákvað að íreista ham- ingjunnar í siðasta sinn og keypti ennþá einn miða. „Aðalvinningurinn!“ hrópaði sölustúlkan. Niels rétti hendina út eftir risastórum tuskubangsa, en stúlkan svaraði: „Lifandi páfa- gaukur!“ Niels hélt til dyra, hélt fugla- búrinu langt fyrir framan sig, rétt eins og hann væri að lýsa fram fyrir sig með fjóslugt, og sá eiturgrænan páfagauk stara á sig gegnum grindurnar með fyrirlitlegu augnaráði. Þegar Niels var kominn út á götu hringsnérist alt fyrir aug- unUm á honum. Hann settist á gangstéttina, lét búrið niður við hliðina á sér og hugsaði málið. Konan hans var dýravinur. Samt hefði tuskubjörn ef til vill-------- „Mig næææææðir!“ öskraði páfagaukurinn alt i einu. Níels hrökk í kút og reis á fætur, fór úr kápunni, vafði iienni utan um búrið og reikaði heim. Nei, hugsaði liann með sjálf- um sér, luskubirnir eru elsku- legar skepnur. En páfagaukar eru lika friðsöm og skemtileg húsdýr. Eg er viss um að Elsu þykir gaman að honurn. Henni verður að þykja gaman að lion- um, hélt liann áfram að hugsa í einræðisanda. Það var óvenju erfitt að kom- ast heim. Niels hvíldi sig á hverju götuhorni, setti búrið niður á gangstéttina, leit í gegn- um aðra ermina á yfirhöfninni, sem vafin var utan um búrið, rétt eins og hann væri að skoða í risastóran sjónauka, og full- vissaði sig um að páfagaukur- inn lifði. Hann virtist sofa. Niels komst heim, læddist upp stigann og smeygði sér liljóðlega inn úr svefnherbergis- dyrunum. Hann lét búrið út í eitt hornið og fór að hátta i myrkrinu. Ó, hvað það var gott, að Elsa vaknaði ekki! Alt í e'inu bjæjaði páfagauk- urinn að raula: „Svo dönsum við, svo dönsum við —“ „Usssssss!“ reyndi Niels að þagga niður í honum. En það var of seinl. Elsa var vöknuð, hún kveikti ljós og sagði: „Og svo syngur þú i þokkabót!“ „Eg?“ sagði Níels sakleysis- lega. „Þig dreymir!“ „Svo dönsum við, svo döns- um við til dauðans“ Iiélt páfa- gaukurinn áfram að syngja. „Hjálp! Hvað er þetta?“ hrópaði Elsa og þorði ekki ann- að en fela sig undir sænginni. „Það er páfagaukur!“ reyndi Níels að skýra fyrir konunni sinni og handfjatlaði um leið axablöndin í vandræðum sín- um. „Það er lítill páfagaukur, sem mig langaði til að gefa þér hjartað mitt.“ „Komstu með hann af fund- inum?“ spurði Elsa hreimlaust undan sænginni. „Ójá,“ svaraði Niels, „eg ke'ypti Iiann af fátækri ekkju eftir gamlan félaga minn. Þú getur ekki ímyndað þér, hvað hún átti bágt, aumingja konan. Maðurinn hennar, sem annars var heilsuhraustur og ánægður, lá einn góðan veðurdag stein- dauður í rúminu, þegar hann vaknaði.“ „Svo!“ sagði Elsa og fann e'kki til meðaumkunar. Hún reis upp í rúminu, þegar hún var búin að fullvissa sig um að þessi skepna væri ekki eins hættuleg og hún hélt í fyrstu. „Etur hann pappírsræmur?“ Niels Iiorfði með skelfingu niður á gólfdúkinn, sem var al- þakinn með pappírsræmum. „Umbúðirnar!“ sagði liann hálfsmeykur. Elsa var komin fram úr rúm- inu og virti páfagaukinn fyrir sér með gaumgæfni. „Bara snotur,“ sagði hún, „og livað keyptirðu hann dýran?“ En Niels svaraði ekki. Hann var kominn upjj í rúm og stein- sofnaður. Um hádegisleytið daginn eft- ir, er Níels kom heim til mið- degisverðar tók Elsa á móti honum með þessum orðum. „Hann talar alveg eins og mað- ur, hann sagði mér alt.“ Niels rak upp stór augu. „Ertu vitlaus?“ sagði hann „Ætli það?“ sagði páfagauk- urinn. „Þú varst á listamannadans- leiknum í gærkvöldi!“ sagði Elsa sigri lirósandi. „Það varstu!“ öskraði páfa- gaukurinn. „Eg las í fjölfræðiorðabók- inni,“ sagði Elsa, að þessir gljá- grænu páfagaukar ei-u mjög dýrmætir. Þeir koma frá Hond- uras og geta orðið meir en hundrað ára gamlir. En þeir þola illa næðing.“ „Það er satt,“ samþykti páfa- gaukurinn. Elsa fór fram í eldhús. Niels fékk sér eitt brenni- vínsstaup. „Jæja, hann er þá ekki eins meinlaus og eg hélt,“ hugsaði Niels í öngum sínum. Hann fékk sér annað staup. „Tvö staup!“ kallaði páfa- gaukurinn. Elsa kom þjótandi utan úr eldhúsinu, tók brennivínsflösk- una af Niels og fór með hana fram. Þegar hún var komin út úr dyrunum gekk Niels að vín- skápnum til að fá sér eitt kon- íaksstaup. Hann þurfti að beila allri sinni skerpu til að átta sig á hlutunum, eh hann gat nú einu sinni ekki hugsað, nema hann fengi sér neðan í því---- „Hættu!“ öskraði páfagauk- urinn vonskulega. Niels kiptist við, lét flöskuna aftur inn í skáp og læsti honum. Hann reyndi að liugsa. Hvað sagðist Elsa hafa lesið í fjöl- fræðiorðabókinni: „En þola illa næðing.“ Niels opnaði alla glugga upp á gátt, sömuleiðis dyrnar fram á ganginn, svo vindurinn feýkti gluggatjöldunum til og mynd- irnar skulfu á veggjunum. Páfagaukurinn sat hnipraður saman í einum kút og læsti klónum fastar utan um rimina, sem hann sat á. Niels bjóst við konunni sinni á hverri stundu, þorði ekki ann- að en loka gluggunum og byrj- aði að lesa dagblöðin. Páfagaukurinn gargaði og blíslraði. Svo tók hann upp á þvi að hnerra og loks lióstaði hann rétt eins og maður. Niels gat e'kki lesið stakt orð fyrir honum. Um nóttina hugsaði Niels lengi — mjög lengi — um hvað gera skyldi. í morgunsárinu, um það leyti sejn Niels var að festa blund- inn, kallaði páfagaukurinn: „Á fætur með þig!“ Á þvi augna- bliki tók Niels mikilsverða á- kvörðun. Eftir lokunartíma um kvöld- ið labbaði hann inn i lyfjabúð og bað um stórkan skamt af zyanlcali. Lyfsalinn var mann- þekkjari og sá strax, að hann stóð frammi fyrir lífsleiðum sjálfsmorðingja. Þess vegna fékk hann honum natron bicar- bonicum i staðinn fyrir zyan- kali Þegar Niels var orðinn einn eftir hjá páfagauknum hvolfdi hann eiturskamtinum niður í matai'dolluna hans. Um kvöld- ið var Niels í svo góðu skapi, að Elsu fór ekki að verða um sel og leit öðru hvoru til hans rannsakandi augnaráði. Næsta morgun sá Niels sér til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.