Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 26

Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 26
20 VÍSIR Reykjavatn liggnr austarlega á Arnarvatnsheiði. Þar héldust útilegumenn við alt fram á síðastliðna öld. Fjalla-Eyvindur bjó. í Ey- vindarholu, sem liggur sunnan við vatnið, en öskamt þaðan er Franz-hellir, þar sem síðasti útilegumaðurinn á Arnarvatnsheiði var handtekinn 1814.. Náttúrufegurð við Reykjavatn er við brugðið og ber einkum mikið á Eiríksjökli, sem blasir við með hrikalega skriðjökla og geigvænleg klettabelti. peysu sína. En slíkar flettur voru fágætar, þar selni eg þekti til. Vanalegast var að reita blað og blað. Oft voru það stærstu grösin, svonefnd blaðagrös, sem leyndust í víðirunnum og voru ekki auðfundin, en vanir grasa- menn þektu vel á, hvar þeirra var helst að leita. Að vera hrað- hentur, iðinn og glöggskygn voru bestu kpstir grasamanna. Hér var það nálega föst regla að grasafólk var við tinslu allar nætur að vorlagi; og þó það kæmi ferðlúið á án- ingarptað að kvöldíagi, þá hófst tinslan strax, áður en fólkið naut svefns cða hvíldar. Kom sá vani meðfram af þvi, að grösin voru rakari að nætur- lagi, þótt þurt veður væri, en hentugust grasarekja var þoku- úði. Oft lagðist svefn og þreyta á eift með að vinna bug á ung- Iingum við grasatekju. Um lág- nættið, þegar sumarfuglarnir, sem sungið höfðu allan daginn, þessum gestum til unaðar, voru sofnaðif, Iiver við sitt hreiður, færðist algleymisró vfir alla náttúruna, svo all sýndist sofn- að i bili, jafnvel grösin og fjöll- in líka, þá vildi liin sama svefn- ró verða nokkuð ásækin við þreytta unglinga. En fleslum heppnaðist þó að vinna bug á henni þar til morgunsólin tók að skína, en þá þótti forsvaran- legt að leita sér næringar og náða. Þessar vökunætur í fjallaauðninni voru mikil til- breyting frá daglega lífinu í mannabygðum og urðu því minnilegar eftir á. Best þótti viðra á grasafólk, að hægur úði væri við og við, meðan grasa- tekjan stóð yfir, en að verkinu loknu kæmi þurkur, því skað- legt þótti að flytja grösin blaut, bæði vegna þyngsla og svo vildu þau líka „snarast“, en svo var það kallað, ef þau muldust mikið í flutningi. Fjórar tunnur af grösum var hestburður og ekki þungir baggar, en miklir fyrirferðar. Margir góðir búmenn áttu tveggja tunnu sekki, sem ein- göngu voru notaðir til þess að flytja i grös og viðarkol. Yoru þeir nefndir grasa- eða kola- pokar. Þeir voru úr heimaunnu vaðmáli með smáum horn- Grasaferðir hafa að niestu leyli lagst niður i Borgarfirði hin síð- ari ár, uns nú, að aftur er tekinn að glæðast áhugi fyrir þessum forna sið. Myndin er tekin á Arnarvatnsheiði, mesta grasalandi Borgarfjarðarhéraðs. sylgjum, saumuðum með litlu millibih umhverfis opið. í sylgjurnar var þrætt, þegár þeir voru orðnir troðfullir. Pokar þessir fóru betur í bagga, held- Ur en tveir tunnupokar saman- bundnir; voru þeir búmanns- þing og entust, með góðri með- ferð, óaflátanlega. Allir pokar, smáir og stórir, voru þá úr heimaunnu vaðmáli og þótti það ömurleg afturför á heimil- isiðnaðinum, þegar útlendu strigapokarnir komu hér til sög- unnar, sem ekki var fvr en á síðustu áratugum 19. aklar. Á heimleið af grasafjalli, báru unglingar oft glögg merki svefns og þreytu, því unnið var að grasatekju af einhuga og kappi. Leitaði grasafólk því vanalega heim á þá bæi, sem næstir voru óbyggð, þar sem það átti visan greiða. Kom þá stundum fyrir að ungu stúlk- urnar báru kinnroða fyrir út- lit siít, er ekki var sem snyrti- legast, einkum ef þær gleymdu greiðunum heima, sem fyrir kom. En þá var sú öldin að stúlkurnar „liöfðu hárið“. Þótt áliugi og jafnvel ofur- lcapp væri algengast við grasa- tekju, voru þess ]ió dæmi, að tómlæti átti sér stað. Man eg eftir því að vinnufólk prests eins í Reyldiolti kom svo létt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.