Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 21
VÍSIR
15
ýmsar upplýsingar, er komið
gátu að notum enda þótt þau
hefði vilst af leið.
Elínu flaug það i liug, og
oftar en einu sinni þessa nótt,
að leggja af stað út i nátt-
myrkrið og hríðina i leit að
bygð. Hún hafði altaf tilfinn-
ingu fyrir áttunum, vegna þess
að hún vissi af hvaða átt hvesti
;— og það ýttf undir liana að
leggja á stúfana. En við nánari
athugun fanst lienni þetta vera
óráð. Það voru ekki líkur til, að
liún óvön og óhörðnuð stúlka
hefði þrek til að kljúfa ófærð-
ina til bygða. Ef hún örmagn-
aðist á leiðinni myndi hún
sofna, og það var bani hennar.
Auk þess vissi liún af hættu-
legum björgum, en sem hún
gat eklci varast vegna ókunnug-
leika.
Eina skynsamlega ráðið var
að vera kyrr og biða átekta.
Þegar birti af nóttu og veðr-
inu slotaði, skall svo niðdimm
þoka á, að ekkert sá. Hún hélst
jafn svört allan daginn, og auk
þess rigndi. Elín varð á
skammri stundu holdvot frá
livirfli tíl ilja þrátt fyrir sinn
milda klæðnað, og ekki hætti
það úr líðan liennar.
Þannig leið allur dagurinn -
það var 17. desember — í þoku
tilbreytingaleysi og nístandi
kulda. Hestarnir hímdu og
skulfu fram eftir deginum, en
síðan fóru þeir á stjá og hurfu
út í þokuna. Elín heyrði saml
öðru hvoru i þeim, því þeir
komust ekki áfram fyrir fann
dyngjunni. Um bundinn var
svipað að segja, að öðru leyti
en þvi, að hann lá altaf kyr,
bar sig aumlega og hríðskalf.
Hvað er bægt að hugsa sér
ömurlegra en skammdegisdag
á Fróðárlieiði í blindsvartri
þoku? Og livað er liægt að
hugsa sér átakanlegra en dvöl
hinnar ungu stúlku þarna uppi
i endalausum fannbreiðum,
gegnblauta, lamaða af kulda og
vonlitla um að komast lifandi
iil bygða.
Þarna bíður liún, magnþrota
og skjálfandi og biður þess sem
verða vill. Hún er bætt að geta
gengið sér til hita. Þótt hún
lireyfi sig, færist ekkert lií'
framar í limi hennar. Dauðinn
er kominn í þá, og bún finnur
livernig hann mjakast hægt og
sigandi eftir likama bennar.
Miátturinn er að dvína og lík-
aminn að dofna. Hún bggur
nær altaf orðið kyr i hálfgerðu
móki, en vegna óttans við
svefninn, reynir hún að bæra
eitthvað á sér eða mjaka sér til,
þvi að lífslöngunin er enn i
fullu fjöri. Hún liugsar og hún
skynjar sem áður. Hún minnist
foreldranna sem bíða hennar
heima á Ölkeldu, sem þrá hana
fyrir jólin. Og Elínu hefir
aldrei langað svo ákaft heim
eins og nú, aldi’ei þráð jólin
svo innilega heitt eins og þessa
stund, þegar hún er einmana
uppi á Fróðárheiði og bíður —
dauðans. Ehn gerir sér orðið
iilla von um hjálp fyrr en á
næsta degi, en henni er það lika
ljóst, að sú hjálp kemur of
seint, að sú hjálp kemur ekki
til annars en flytja andvana
likama liennar til bygða.
Næstu nótt lifir Elín ekkj af.
Það er vonlaust.
Það kvöldar og rökkvar. Elín
leitar með veikum mætti að sið-
ast bitanum i töskunni. Það
gengur erfiðlega að niá honum,
Jjví hendurnar hlýða ekki skip-
un heilans lengur. Þær eru
stirðnaðar af kulda og stokk-
bólgnar að auki. Matarbitinn
liressir hana, henni finsl nýtt líf
færast um líkamann, en þessi
tilfinning varir ekki nema ör-
skamma stund. Elín leggur
aðra töskuna undir liöfuðið og
legst svo niður i krapablautan
snjóinn.
Var þetta hinsta hvílan?
Tíminn líður. Elín hefir fall-
ið í dvala eða mók, án þess þó
að sofa. Endurminningar lið-
inna tíma koma frain i huga
hennar, en þær ná ekki neinni
festu. Hver myndin rekur aðra
í skipulagslausri bendu frá
ýmsum tímum og atburðum.
Hún sér ástvini sína, talar við
þá, iieyrir þá tala, hún er kom-
in lieim til sin um jólin og
dansar í kring um jólatréð. En
alt hverfur þetta á næsta augna-
bliki og nýjar myndir birtast í
staðinn.
Þannig líöur klukkustund ef t-
ir klukkustund. Það er fyrii
löngu orðið myrkt af nóttu og
Elín mókir áfram í dvala. sé'■
sýnir og dreymir í vöku.
Alt í einu hrekkur Elín upp
með andfælum. Hvað var Jietta?
\rar ]iað sem lienni heyrðist, eða
var það bara misheyrn? Var
einhver að lcalla? Elín rís upp
við olnboga og hlustar.
í fjæsta skifti í þessari hræði-
legu útilegu á Fróðárheiði grip-
ur Elínu skelfing. Hún hafði
heyrt þess gelið, að fólk sem
var i andarslitrunum heyrði
kallað á sig. Það var dauðinn að
kalla.
Voru þetta draumórar deyj-
andi manneskju? Var þetta kall-
ið sem alt deyjandi fólk hejn’ði?
Eða var hún orðin brjáluð, og
heyrði hún köll og hróp sem
hvergi voru til nema í huga
liennar sjálfrar?
En livers vegna gelti þá hund-
urinn? Var liann máske líka
orðinn vitlaus? En nú heyrðist
hljóðið aftur og greinilegar en
áður. Það færðist nær. Nú lék
ekki neinn vafi á því lengur að
þetta voru menn lifandi
menn að kalla. Elín reis á fætur,
lífsvonin magnaði vilja hennar
og þrek. Ilún kallaði á móti, svo
staulaðist hún á fætur og í átl-
ina til bjargvættanna i myrkr-
inu.
Hvílíkur fögnuður! Hvilik til-
finning að vita sig hólpna eftir
meir en sólarhrings baráttu við
náttúruöfl og dauða! Hvílík
sæla að sjá aftur menn — menn
með holdi og blóði eftir þessa
einmana dvöl i helheimi auðna
og kulda!
Þeir voru þrjátíu mennirnir
sem leituðu liennar, 1!) úr Ólafs-
vik og 11 úr Staðarsveit. Þeir
lögðu undir kvöldið af stað i
leitina, en höfðu áður sammælst
að hittast á heiðinni iniðfi
og leita sameiginlega. Þeir
höfðu með sér nokkur ljósker,
en svo var þokan svört, að Elín
sá þau ekki fyr en mennirnir
voru alveg komnir að henni.
Enda þótt leitarmennirnir
byggjust tæplega við að hitta
Elínu lifandi, liöfðu þeir
þura sokka, vetlinga, trefla og
húfu með sér til vonar og vara.
Þetla kom alt aðágætumnotum.
Þeir færðu stúlkuna i þessar
])urru spjarir og gáfu henni svo
heita mjólk og mat, er þeir
höfðu meðferðis. Klukkan var
tíu um kvöldið, er þeir fundu
stúlkuna, en klukkan liálf tvö
um nóttina komust þau suður
að Búðum í Staðarsveit.
Elín gekk alla leiðina og má
það teljast þrekvirki. Henni
hitnaði fljótt eftir að hún hafði
farið í þur föt og matast. Hana
þyrsti ákaflega á leiðinni, en
annars kendi hún ekki neinnar
vanlíðunar fyrr en lnin kom að
Búðum.
Á Búðum liitti Elín Ágúst
póst. Af hans ferðum er það að
segja, að skörnmu eftir að hann
skildi við Elínu og liestana,
hrapaði hann fyrir björg — ein-
mitt þessi björg, sem Elín ótl-
aðist mest. Það var gilfarvegur,
sem liann hafði dottið niður i,
og býsna djúpt niður. í hrapinu
mun stafurinn hafa slegist í
höfuðið á Ágúst, svo að hann
misti meðvitundina. Er hann
raknaði úr rotinu lióf hann leit
að stúlkunni og hestunum, en
fann ekki. Tók hann þá það ráð
að leita til bæja og fá þaðan
hjálp. Ivomst hann ldukkan
fjögur daginn eftir niður að
Búðum og var þá mjög þjakað-
ur. Sagði hann sínar farir ekki
sléttar, kvað Elínu í miklum
lífsháska, ef hún væri þá á ann-
að borð með hfi. Var strax
brugðið við, símað til Ólafsvík-
ur, mönnum safnað og leitin
hafin. Sjálfur var Ágúst of
þjakaður til að geta tekið þátt
i leitinni.
Þegar Elín kom ásamt fylgd-
arliði sínu klukkan hálftvö um
nóttina niður að Búðum, voru
þar ahir á fótum og biðu i mik-
illi eftirvæntingu. Fanst fólkinu
sem það hafa lieimt Elínu úr
helju og tók henni með kostum
og kynjum.
Elín fór á þriðja degi heim
til sin að Ölkeldu — alhress að
öðru leyti en því sem hún var
allmikið bólgin í andliti, á
höndum og fótum. Þó var liún
hvergi kalin og má það þakka
klæðnaði hennar og útbúnaði,
sem var með ágætum. Svaðilför
Elínar er góð bending til þeirra
karla sem kvenna, er í .vetrar-
ferðir fara, að búa sig vel og
vera við öllu búin. Það má full-
yrða, að ef klæðnaður Elínar
hefði ekki verið svo góður,
hefði hún ekki staðist þessa
þrekraun og fallið fyrir kuldan-
um fyrr en skyldi.
En það sem mestu máli skifti
var að Elín komst litt sködduð
til foreldra og systkina og færði
þeim fegurslu jólagjöfina, sem
þau gátu óskað sér — sig sjálfa.
Tvö ár eru liðin siðan þessi
atburður skeði á Fróðárheiði.
En það er sama hversu mörg
ár hða, að aldrei mun endur-
minningin um hina hræðilegu
nótt þar uppi, firnast i liuga
Elínar. Bót í máh er það hins-
vegar, að þetta ömurlega æfin-
týri endaði þó með „gleðilegum
jólum“ — fegurstu og dásam-
legustu jólum, sein Elín hefir
lifað.