Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 36

Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 36
30 VÍSIR ÞEGAR amtur atu VIÐ austui’enda Genfer- vatnsins í Sviss gegnt því sem áin Rhón fell- ur út í það, skerst dalur einn, fagur og hrikalegur eins ogdalir Alpafjallanna eru j’firleitt, inn í landið er Ormontdalur nefnist. í honum er fjöldi lítilla timbur- húsa og selkofa bygðum í sviss- neskum stíl. Þau standa á við og dreif utan i fjallshlíðunum og skiftist þar á greniskógar og beitilönd, en aðalsvip sinn hlýt- ur dalui'inn af hrikalegum og sundurtættum jökli sem ber nafnið Diablerets eða „Djöfuls- stafir“. Þrír gnæfandi tindar meir en þrjú þúsund metra liá- ir, rísa upp úr jökulhafinu og festir þar aldrei snjó. Sá tindurinn er næst liggur dalnum heitir „Helvíti“ og rís hann þverhníptur með bröttum ögrandi hengjum lóðrétt upp frá dalbotninum. Hefir hrunið úr honum ógrynni grjóts svo að hlíðarnar fyrir neðan hann eru ekki annað en blágrýttar urðir með risaþungum björgum og gróðurlausum skriðuauðnu m. En „Djöfulsstafirnir“ voru áður — fyrir rúmlega tvö hundruð árum síðan — fjórir. Og sennilega hafa þeir til forna verið enn fleiri, fimm, sex eða sjö tindar sem svo hafa hrapað hver af öðrum, uns aðeins þrir urðu eftir. Og hver veit nema það verði einnig hlutskifti þess- ara þriggja sem eftir standa, að hrapa og jafnast við jörðu. En það er fjallhrunið liið síð- asta sem enn hefir skilið eftir opið sár í fegurð og gróðri Or- montdalsins og mun enn gera það um óralangan tíma. Það var komið fram í sept- embermánuð árið 1714. Dag eftir dag gengu stöðugar stór- rigningar svo jörðin var orðin meir og laus. í marga daga heyrðust drunur, líkt og í stór- kostlegu þrumuveðri. En það voru ekki venjulegar þrumur seni heyrðust, heldur var það FJALLIÐ grjóthrun úr Djöfulstöfunum sem fólkið heyrði. jHjarðmenn og selbúar er enn gættu hjarða sinna þar efra, urðu gripnir skelfingu og' lögðu flestir á flótta lengra niður í dalinn eða á aðra örugga staði. Þeir sem eftir urðu, áttu skamma stund ólifaða og biðu hinna óvæntu örlaga sinna. Svo kemur aðfaranótt hins 24. september. Þá eykst grjót- hrunið um allan helming, drun- urnar og dynkirnir lika. Fjöllin í kring bergmála dynkina, svo að hálft landið dunar eins og í viltri, hamslausri stórskotahrið. En um miðjan næsta dag kemst tindurinn einn á hreyfingu. Hann bifast, steypist, brotnar. Hann byltist með óstjórnlegum ofurþunga og óviðjafnanlegum hraða niður hliðina. Eldglær- ingar og Iieilir blossar kvikna af núningi steinanna og alt molast og glatast sem verður fyrir ægimagni skriðunnar. Til að sjá er skriðan eins og dimm- ur mökkur með eldglæringum og fljúgandi björgum. .Törðin skelfur í margra mílna fjar- lægð, loftþrýstingurinn sem fylgir skriðuhlaupinu rífur upp kletta og skóga og þyrlar í loft upp, lækir og ár stíflast og verða að stöðuvötnum, eða lækirnir ryðja sér nýjan farveg þar sem þeir hafa ekki runnið áður. Þetta fjallhrun fyrir tvö hundruð árum síðan, gróf eitt hundrað og tuttugu selkofa, en það eru engar sagnir til um það, hversu mörg mannslíf eða hversu margar skepnur hafi farist þarna. Og alt þetta skeði á einu vetfangi. Fólkið niður á láglendi Rhónardalsins varð hálftrylt af hræðslu, flýði inn i kirkjur, hringdi kirkjuklukkum i ákafa og baðst fyrir. Það liélt að fjandinn sjálfur væri kom- Seljalíf í Alpa- fjöllum. A myndinni sjásl -kúahiarSir og shl i 1800 m. hæð suöur i Sviss, en á bak við risa lirikalepir og gnæíandi lökul- tindarnir t 4—8 jþúlb Möttu hfeö. HRUNDI Vetrarmynd úr Vesturölpunum. í baksýn sér á „Djöfulstafina“, þaðan, sem skriðuhrunið kom haustið 1714. inn upp á yfirborð jarðar með alla sína herskara, illu anda og loðnu púka til að eyðileggja þessa jörð og lífið á henni. Það eina géiða við þelta fjall- hrap, má segja að hafi verið ]iað, að nú kemur sólin nokkru fyr upp á morgnana og sendir birtu og yl yfir Rhónardalinn en á meðan fjórði tindur „Djöf- ulstafanna“ gnæfði við loft og brá skuggum á binn djúpa,. fagra dal. En i þessu skriðufalli skeði atburður, sem var einstæður í sinni röð atburður sem ckki hefir áður koniið fyrir í sögu svissnesku þjóðarinnar. Meðal beirra cr fvrir skriðunni urðu, var hirðir einn, Georg Oder að nafni, kvæntur maður og margra barna faðir. Er l'réttist um afdrif hans. var börnununi skift niður á milli sóknarbænda, kona hans klæddist sorgai-bún- lugi og prestur las sálumessur, Genrg Dder tíl ævarandi sálu hjálpar. En þar seni selkofirm hans hafði áður slaðið, hvildi nú tugi metra hár skriðuveggur og upp úr homim gnsefði hátt þjarg, Kém eftlr ttllum Ukum a@ dæma, lá á sama stað og kofi Georgs stóð áður á. Þrír mánuðir liðu og jólin nálguðust. Tuttugasti og þriðji desember var kominn og fólkið livarvetna í óðaönn að búa sig undir jólin. Þá skeður það, að ibúar þorpsins Aven sjá mann koma gangandi eftir aðalgöt- unni, er staulast með veikum mætti áfram. Þeim verður star- sýnt á þessa mannveru. Hann er klæddur gauðrifnum og tötralegúm fatadruslum sem lianga í tætlum utan uin líkam- ann. Hárið nær niður á lierðar og skeggið á bringu, en andlitið er grindhorað, föll og skinið. í fljóín bragði séð, líkist Iiann einna mest uppvöktum draug eða vofu sem kemur beina leið úr gröf sinni inn í mannanna heim. Þar sem skín i nakinn líkam- ann, sést móta fvrii beina* grindinni og augur. eru soldiin svo djúpt inn i augnatófhmar og andlitið að oðru Ieyti svo (álgað, að manni finst maður standa augliti til auglitis við lifandi hauskúpu. Manni heyr* jst skrjáfá i hainagrimlinni þeg.;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.