Vísir - 24.12.1939, Blaðsíða 47
VÍSIR
41
eg er svo glöð, að mér finst eg
sjálf vera að opinbera.
Hún settist en Daníel tók upp
tvo hringa og dró annan á fing-
ur Önnu, en hinn setti hann á
fingur sér. Gestirnir stóðu upp
og óskuðu hjónaefnunum til
hamingju.
Anna tók þessu með mestu
ró, brosti blitt, hætti sér út í
vafasamar samræður, en varað-
ist að skrökva. Hún lék hlut-
verk sitt betur en nokkur Holly*
wood-stjarna, þangað lil Daníel
kveikti á jólatrénu og settist
svo við slaghörpuna og byrjaði
að spila og syngja jólasálma.
Allir tóku undir nema Anna.
Hún gekk að glugganum og
horfði út. Það var hætt að rigna.
Tunglið gægðist niður á milli
skýjanna og nokkrar stjörnur
blikuðu hér og hvar á dökkblá-
um himninum. Jólástjörnur,
liugsaði hún, og á morgun verð-
ur ef til vill kominn jólasnjór.
Á morgun — --------þá var æf-
intýrið horfið, eins og dýrðleg-
ur draumur, og hún alein
heima.
Á miðnætti buðu gestirnir
góða nótt og fóru. En Anna fór
upp á loft til þess að hafa fata-
skifti.
— Við ætlum nefnilega að
ganga heim, sagði hún við
„tengdamóður“ sina.
— Jæja, börnin mín, sagði
gamla konan. — Þið ráðið því.
En látið ykkur þá ekki verða
kalt.
Þegar þau voru tilbúin að
fara, tók gamla konan loðkápu
út úr skápnum i andyrinu og
sagði:
— Gjörðu svo vel, góða mín
og farðu í þessa kápu. Þér get-
ur orðið kalt i svona þunnri
regnkápu, því nú er vist farið að
frjósa.
Anna ætlaði að mótmæla
þessu, en komst ekki að fyrir
gömlu konunni.
— Unnur átti kápuna, hún
fór að eins einu sinni í liana.
Verið þið sæl á meðan, börnin
mín. Þú kemur aftur á morgun,
er það ekki? Eg þarf að hafa
ungt fólk í kringum mig. Góða
nótt, Danni minn —eg verð víst
sofnuð þegar þú kemur aftur.
Góða nótt, vina mín. — Siðan
kysti hún Önnu á ennið og tár
blikuðu i augum hennar.
Þá fékk Anna samviskubit.
Hún skammaðist sín fyrir það,
að þurfa að slcrökva að þessari
góðu og einlægu konu. Hún á-
sakaði sjálfa sig fyrir léttúð
sína og Daníel fyrir brellurnar.
Þau gengu þegjandi dálítinn
spöl, svo sagði hann:
— Þér hafið gert mér ómet-
anlegan greiða.
—- Og orðið völd að sorg yðar,
sagði Anna lirygg.
— Hvað eigið þér við?
— Bréfið. Það hlýtur að vera
vegna þess, sem þér urðuð að
biðja mig að leika í þessum
skopleik.
— Iivernig vitið þér um bréf-
ið? —
— Það var einmitt vegna
bréfsins, sem eg kom. Hvað
hélduð þér að eg væri annars
að gera i ókunnugt hús á að-
fangádagskvöld ?
— Já, auðvitað. Hann kinkaði
kolh og sagði svo eftir augna-
bhks þögn: — Eg hugsaði ekk-
ert um það, livert erindið hefði
verið, þvi eg var svo hissa og
glaður, þegar eg sá yður standa
á tröppunum. Eg varð sann-
færður um að jólasveinninn
hefði sent yður til mín, til að
gleðja mömmu. Öll jólagleði
hennar hefði breyst i sorg, ef eg
hefði sagt henni hvernig komið
var. Inga kom liingað í gær til
þess að dvelja hér um jóhn og
kynnast mömmu. Við kyntumst
í fyrra austur i Fljótshlið, en
þar á Inga heima. Hún hefir á-
kaflega gaman að blómum og
þessvegna keyph eg blómakörfu
i dag og ætlaði að láta senda
hana til liennar. En af því eg
hafði ekki nafnspjald á mér, lét
eg senda liana heim til mín.
Seinna fékk eg litinn dreng til
þess að fara með hana.
Þegar eg nú i kvöld kom til
Ingu, var hún ferðbúin, en ekki
til þess að fara með mér, held-
ur öðrum manni, sem beið eft-
ir henni.
Er eg spurði um ástæðunar
réth hún mér þetta bréf, og.
sagðist í raun og veru gleðjasl
yfir því, að svona skyldi fara.
Og þar sem eg væri nú giftur
annari, ætlaði hún hka að gift-
ast öðrum, sem liún elskaði —
þó bláfátækur væri.
— Mér þykir afar leiðinlegt,
að þetta skyldi koma fyrir, og
það er alt liirðuleysi mínu að
kenna, sagði Anna.
Og nú sagði liún honum upp
alla söguna.
— Ef til vill er ekki of seint
að laga þetta. Ef þér viljið, skal
eg koma með yður til stúlkunn-
ar og sannfæra hana um mis-
skilninginn. Máske hefir hún
slegið þessu fram i augnabliks
geðshræringu. Henni lilýtur að
þykja vænt um yður.
— Haldið þér það?
— Já, eg efast ekki um það.
— Hversvegna?
— Það veit eg ekki, eg held
það bara.
— Nei, þalík’ yður fyrir. Við
skulum ekki fara til Ingu; það
er sjálfsagt best að svona fór.
Mamma hefði hvort eð er aldrei
getað felt sig við hana. En yð-
ur kann hún vel við, það held
eg að mér sé óhætt að segja.
— Já, en það er hræðilegt, að
skrökva að henni. Eg skamm-
ast min, og það ættuð þér lika
að gera.
— Hversvegna má mömmu
ekki þykja vænt um yður? —
Jólasveinninn sendi yður til
mín, og einhver liefir tilgang-
ur hans verið með þvi. Og þér
lofuðuð mömmu að koma á
morgun, og það er ljótt að
svíkja loforð sin.
—■ Eg ’.ofaði alls ekki neinu.
Eg fyrirlít mig og yður, — þvi
það er yður að kenna, að eg hefi
komið fram sem svikari á jafn
heilögu kvöldi og nú.
— Já — en Inga----------æ —
— nei, eg meina — — —
— Eg heiti Anna Ingólfsdótt-
ir. —
10■■■■■■■■■■■■■■■
■
M
M
a
M
k GLEÐILEG JÓL!
M
M
■
■
■ Versl. Drífandi.
>ÖÍXÍOOOO!SOOOOOOOÍJÍiaOOS5«ÍOQS
GLEÐILEG JÓL!
Prentmyndagerðin
Ólafur J. Hvanndal.
g
SOOS SOOOO! SOOOOOOOSS! ÍOOOO! SOO!
— Anna, þér gleymið þvi, að
bréfið á sökina. En hvað gerir
þetta til? Við erum bæði skips-
brotsmenn ástarinnar. Forsjón-
in hefir hagað því svo til, að við
höfum bæði lent á sama flekan-
um. Þar erum við neydd til að
vera, þangað til ákveðið er,
hvort eigi að sökkva okkur í
hið ólgandi djúp, eða leiða í
höfn. Er nokkuð þvi til fyrir-
stöðu, að við ákveðum sjálif,,
hvor leiðin verður vahn?
Þau staðnæmdust og störðu
þegjandi hvort á annað dáhtla
stund. Svo brosti hún og kink-
aði kolli til samþykkis.
— — — Stjörnurnar blikuðu,
tunglið skein skært og töfrandi.
Það var komið frost og snjór
var i lofti.
Jólin voru komin.
GLEÐILEG JÓIJ
Skóbúð Regkjavíkur.
GLEÐILEG JÓL!
Húsgagnaverslun
Reykjavíkur,
Vatnsstig 3.
GLEÐILEG JÓL!
Jónas Bergmann,
Reykjavíkurveg 19.
SOOS SOOOO! SOOOOOOSÍO! SOOOO! SOSS!
25
52
2«
8 GLEÐILEG JÓL!
S a n i t a s.
25
■SSOOQOOOOOOOOSSOOOOOtSOOS
M M m
GLEÐILEG JÓL! M M
GLEÐILEG JÓL! M
M Tóbaksverslunin
Versl. Havana. London. M ■ M
11